Ráðunautafundur - 15.02.2000, Qupperneq 86
78
RflBU\flUTRfUNDUR 20C0
Rekstrargreining á sauðfjárbúi
Gunnar Þórarinsson
bóndi Þóroddsstöðum, V-Húnavatnssýslu
í framhaldi af setningu búnaðarlaga og samningi Bændasamtakanna og ríkisins vegna þeirra
var ákveðið að veita auknum fjármunum til búnaðarsambandanna til eflingar hagfræðileið-
beininga hjá bændum. Fagráði Bændasamtakanna i hagfræði var falið að undirbúa það verk-
efni. Einn liður í því var að útbúa líkan til að greina rekstur sauðfjárbúa með það að markmiði
að bóndinn geti á einfaldan hátt séð hvemig rekstur búsins stendur í samanburði við önnur
sauðfjárbú. Rekstrargreining þessi á að vera fyrsta stigið í þeim markmiðstengdu rekstrar-
áætlunum sem ætlunin er að búnaðarsamböndin vinni fyrir bændur.
Útbúið var einfalt módel í Excel til að nota í þessum tilgangi. Stuðst var við sambærilegt
módel er Bændasamtökin höfðu útbúið fyrir kúabú, en því breytt þannig að það henti betur til
að fá góða mynd af rekstri sauðfjárbús. Það er sama hvort bóndinn hefur einungis upplýsingar
úr landbúnaðarframtali, eða hefur unnið bókhald sitt í Búbót eða öðrum sambærilegum bók-
haldsforritum, það á að vera auðvelt að hafa til upplýsingar til að setja inn í módelið og sjá
hvernig rekstur búsins stendur í samanburði við önnur bú. Þannig er á einfaldan hátt unnt að
bera helstu tekju- og útgjaldaliði hvers bús saman við upplýsingar frá öðrum búum. Einnig er
hægt að bera saman eignir og skuldir á sambærilegan hátt.
Hagþjónusta landbúnaðarins var fengin til að vinna út úr sínum gögnum upplýsingar um
sauðfjárbú fyrir árið 1998. Skilyrði var að búin væru með meira en 90% af tekjum sínum af
sauðfjárrækt og hefðu a.m.k 150 vetrarfóðraðar kindur. Áður en búunum var raðað upp átti að
fella út aðrar tekjur en búgreinatekjur svo og tekjur af beingreiðslum. Þetta var gert til að
þessir liðir skekktu ekki niðurstöður. Búunum sem uppfyllm þessi skilyrði var síðan raðað
eftir vergum þáttatekjum á vetrarfóðraða kind. Vergar þáttatekjur eru launagreiðslugeta bús-
ins að viðbættum fymingum, fjármagnsliðum, fasteignagjöldum og launatengdum gjöldum.
Búin voru síðan flokkuð í „Hæstu“, „Meðal“ og „Lægstu“, þ.e. þau 10 bú í samanburðinum
sem höfðu hæstar vergar þáttatekjur á kind fóm í „Hæsta“-flokkinn, þau 10 sem lágu næst
miðju fóm í „Meðal“-flokkinn og þau 10 bú sem höfðu lægstar vergar þáttatekjur fóru í
„Lægsta“-flokkinn. I módelinu em birt meðaltöl búanna í hverjum flokki.
Meðaltölin eru birt á þrennskonar hátt, þ.e. í þúsundum króna, sem hlutfall af heildar-
tekjum og sem krónur á vetrarfóðraða kind. Einnig er birt ffávik búsins (á vetrarfóðraða kind)
sem unnið er með frá meðaltali búanna í „Hæsta“-flokknum. Allsstaðar þar sem em pósitífar
tölur er viðkomandi bú með hærri tekjur, hærri eignir, hærri gjöld eða hærri skuldir en
„Hæstu“ búin, en sé frávikið negatíft em tekjumar lægri, eignimar lægri, gjöldin lægri og
skuldimar lægri. Tölurnar sem em í „Mitt bú“ eru meðaltalstölur sauðfjárbúa skv. niður-
stöðum búreikninga 1998.
Við skoðun á niðurstöðum samanburðarhópanna sést að mikill munur er á rekstri búanna.
Til dæmis em búgreinatekjur „Hæstu“ búanna 10.666,- kr/kind, en „Lægstu“ búanna 9141,-
kr/kind. Munar þar 1525,- kr/kind. Munar þar mestu í tekjum af innlögðu dilkakjöti, eða
1074,- kr/kind. Hins vegar eru aðrar tekjur „Lægstu“ búanna 2513,- kr/kind hærri en hjá
„Hæstu“ búunum og munar þar langmest í söluhagnaði, eða 1859,- kr/kind. Breytilegur kostn-
aður er 1057,- kr/kind lægri á „Hæstu“ búunum en þeim „Lægstu“. Nánast í öllum gjalda-