Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 91
83
í upphafi er skráð hvaða búgreinar eru stundaðar á búinu og síðan er gerð framlegðar-
áætlun fyrir hveija búgrein. í fyrstu útgáfu verður ekki settur upp túnreikningur, heldur er
miðað við að í breytilegum kostnaði við hverja búgrein sé kostnaður við heyöflun. Á fyrsta
stigi falla því blönduð bú ver að þessari áætlun að þessu leyti.
Fjárfestingaráætlun er í raun efitir mánuðum og hana má sýna efitir árum. Þegar farið er út
í viðamiklar framkvæmdir má reikna með að áætlun eftir mánuðum auðveldi íjármögnun
framkvæmda með samningi við viðkomandi viðskiptabanka.
Sú nýbreytni er einnig tekin upp að niðurstaða áætlunarinnar er birt sem hagnaður eða tap
fyrir hvert ár. Reikna þarf laun bæði til fjölskyldunnar og aðkeypt laun. Fymingar eru einnig
slegnar inn, en forritið reiknar síðan út fymingar á öllum fjárfestingum. Uppgjörið líkist
þannig meira uppgjöri á fyrirtæki fremur en búrekstri eins og var í eldri Búhag.
Grundvallarmunur er á Búhag 2.0 að því leyti að hann er ætlaður bændum, ekki síður en
ráðunautum. Forritið mun ganga á flestar tölvur bænda. Þeir þurfa ekki að hafa nein sérstök
forrit í tölvunni annað en Windows stýrikerfið, eða Gluggakerfíð eins og það er stundum
kallað. Þetta er sem sagt Windows forrit.
Samskiptamöguleikar verða auðveldari milli bóndans og ráðunautarins og reyndar lána-
stofnana einnig. Þannig getur ráðunautur unnið áætlun fyrri bónda og sent hana síðan til hans
á tölvutæku formi eða disklingi og bóndinn á síðan að geta lesið hana inn í forritið hjá sér og
öfugt. Hver aðili getur þannig haldið áfram með áætlunina, breytt henni efitir vild eða lagfært
eftir því sem þurfa þykir og timinn segir til um.
VAL Á ÖÐRUM ÞÁTTUM
Það er ekki nægilegt að setja sér markmið og gera áætlun. Það þarf að fylgja henni efitir og ná
þeim árangri sem að er stefnt. Það þarf að nota þau tæki og tól sem til em og reynast gagnleg.
Sú hugmynd er nú uppi að tengja betur saman þessi tæki, sem nú eru í mótun, eins og
áburðarforritið NPK, sauðfjárræktarforritið Fjárvís, nýja kúaforritið sem er í smíðum og
önnur þau forrit en bændur nota í öðrum búgreinum. Þannig á að tengja NPK við rekstrar-
áætlun hvað varðar áburðamotkun fyrst og fremst og kjamfóðurkaup koma ffá fóðuráætlunar-
hluta kúaforritsins. Sama má segja um afurðamagn, að þar þarf að tengja saman afurðainnlegg
samkvæmt afurðabókhaldi og rekstraráætlun.
Valkvæðir þættir verða þannig margir og til þess að lágmarkskröfum sé fullnægt þarf
bóndinn að velja nánar skilgreinda þætti eftir því sem líður á samningstímann. Hér kemur
einnig inn gæðastjómun, líffæn ræktun, vistvæn ræktun o.fl. Þessu má því líkja við fjöl-
brautarkerfí á þann veg að lágmarkskröfur em þær að velja verður ákveðinn kjama og síðan
önnur svið efitir því hverjar em óskir og fyrirætlanir, samkvæmt þeim markmiðum sem sett
em og takmarkið er að ná á samningstímanum. Eftir er að skilgreina þennan þátt nánar. Það á
ekki að gleypa bitann í einu heldur bita fyrir bita.
LOKAORÐ
Á næstu árum verður lögð mikil áhersla á rekstrarleiðbeiningar, einkum á vegum búnaðar-
sambandanna. Fagráð í hagfræði hefur verið að vinna að undirbúningi þessa þáttar og fyrsta
áfanga er náð. Hluti af þeim pakka er gæðasfyring í landbúnaði. Á þessu ári verður þó megin
áhersla lögð á rekstrargreiningu, og í framhaldi af því markmiðssetningu, sem leiða skal til
hagkvæmari rekstrar, byggðri á áætlanagerð. Vissulega er það draumur eða framtíðarmarkmið
að tengja þessi forrit saman með bestunarpakka til þess að hámarka hagnað eða lágmarka
kostnað. Enda er það mjög í tísku þessa dagana.
Með þessu er stefht að markvissari ráðgjöf til bænda og einnig að gefa þeim meira val í