Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 94
86
1. tafla. Yfirlit yfir helstu lög er snerta starfsemi Landgræðslunnar.
Laganúmer Heiti Skýring
43/1975 Hefting landbrots og vamir gegn ágangi vatna Landgræðslunni falin yfimmsjón málaflokksins með lögum nr 36/1979
6/1986 Afréttarmálefhi, fjallskil o.fi. Um vemdun beitilands og um ítölu. Einnig sam- samvinna Landgr. við sveitarstjómir og ábúendur
63/1993 Mat á umhverfisáhrifiim Umsagnir um matsskýrslur sem og mat á umhverfisáhrifum eigin aðgerða
99/1993 Framleiðsla, verðlagning og sala búvara Varðar nýtingu lands og umgengni við land
73/1997 Skipuiags- og byggingarlög Samræming áætlana og mat á umhverfisáhrifum
51/1998 Búfjárhald Varðar m.a. ágang búfjár og lausagöngu
57/1998 Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu Varðar landspjöll, jarðvegslosun og ffágang á spilltu landi
70/1998 Búnaðarlög Varðar beitarstjómun og eftirlit með högum
44/1999 Náttúruvemdarlög Varðar ffiðun og uppgræðslu lands og ffágang námusvæða og vöktun gróðurs
Á undanfömum ámm hafa orðið miklar viðhorfsbreytingar til landgræðslumála. Enda
þótt starf Landgræðslunnar hafi frá upphafí haft sjálfbæra nýtingu landsins að leiðarljósi var
það hugtak ekki til þegar lögin um þennan málaflokk voru samin. Nú em flestir sammála um
að þann hugsunarhátt eigi að taka upp í allri umgengni við landið og auðlindir jarðar.
Þekking á mikilvægi landgræðslu hefur verið að aukast. Gerð rof- og gróðurkorta og
rannsóknir á vistkerfum landsins hafa sýnt að víða er ástand jarðvegs og gróðurs í hróplegu
ósamræmi við gróðurfarsskilyrði. Þannig hefur úrbótaþörfín orðið æ ljósari.
Breyting hefur orðið á viðhorfí til þess með hvaða hætti verkefni ríkisvaldsins skuli
unnin. Tilfærsla verkefna á sér stað frá ríki til sveitarfélaga og einkaaðilum em í auknum
mæli faldar verklegar ffamkvæmdir, eftirlit og önnur starfsemi.
í ljósi þessa var ákveðið að ráðast í stefhumótun á sviði landgræðslu, jarðvegs- og
gróðurvemdar sem undanfara lagasetningar í þessum efnum.
DRÖG AÐ FRUMVARPI TIL NÝRRA LAGA UM LANDGRÆÐSLU
Tilgangur nýrra laga er að varðveita, endurheimta og auka þær auðlindir þjóðarinnar sem
fólgnar em í jarðvegi og gróðri landsins og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. Stefnt skal að
því að gróðurfar sé í sem bestu samræmi við náttúmleg skilyrði og fjölþætta þörf þjóðarinnar
fyrir land til ýmissa nota. Fmmvarpsdrög þau sem nú liggja fyrir gera ráð fyrir að stöðvun
eyðingar landkosta verði áfram meginviðfangsefni landgræðslu eins og verið hefur ffá 1907.
Sátt hefur verið um að landgræðsla sé sameiginlegt verkefni þjóðarinnar, og að hún beri
ábyrgð á ástandi landsins. Eðlilegt er að ríkisvaldið skipuleggi upplýsingaöflun og vöktun á
ástandi og nýtingu lands í samvinnu við sveitarstjómir, samtök bænda, aðra landnotendur og
áhugaaðila. Eftirlit með einstökum landsvæðum á að vera í umsjá aðila í héraði eftir því sem
kostur er, en fagleg ráðgjöf í þeim efnum á hendi ríkisvaldsins. Hér á eftir verður fjallað um
nokkur mikilvæg atriði frumvarpsins.
Markmið í landgrceðslu
Markmið landgræðslu er að gróðurfar sé í samræmi við náttúmleg skilyrði, landnýtingarþarfir
og sjálfbæra landnýtingu. Mjög langt er í land að þetta markmið náist og því er nauðsynlegt
að forgangsraða verkefnum sem stjórnvöld styðja. Stöðvun jarðvegseyðingar í byggð ber þar
hæst.