Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 99
91
3. mynd. Áburðarmagn, í tonnum, sem dreift var af bændum í verkefninu BGL 1999.
Verkefnið BGL krefst stöðugs endurmats og er stofnunin að skoða möguleika á útvíkkum
þess, þannig að það styrkti einnig fleiri aðferðir við landgræðslu, s.s. notkunar búijáráburðar
og girðingarframkvæmdir. Skortur á fjármagni hefúr þó komið í veg fyrir breyttar áherslur.
LANDGRÆÐSLUFÉLÖG OG ÖNNUR FÉLAGASAMTÖK
Áhugi bænda á landgræðslu nær út fyrir eigin túngarð. Þeir vinna með ýmsum félagasam-
tökum að margskonar landbótaverkefnum á heiðum, afréttum og víðar. Nokkur landgræðslu-
félög eru starfandi í landinu og þau helstu, þar sem bændur eru þátttakendur og máttarstólpar,
eru Landgræðslufélög Biskupstungna, Skaftárhrepps, Öræfmga og Landbót í Vopnafirði, sem
öll hafa unnið mikið og óeigingjamt starf. Mörg önnur félagasamtök í sveitum hafa einnig
lagt hönd á plóginn við uppgræðslustörf í byggð og óbyggð. Má þar nefna Kiwanisklúbb og
fjárbændur í Hrunamannahreppi og ijárbændur í Biskupstungum, sem hafa um árabil stundað
uppgræðslu á afréttum sínum, Skjólskóga í Önundar- og Dýrafirði, sem vinna að landbótum í
víðasta skilningi og leggja áherslu á aukna beitarstýringu, og Landbóta- og skógræktarfélag
undir Jökli.
VERKTAKAR
Landgræðslan hefur stefnt að því síðustu ár að flytja meira af verkefnum heim í héruð. Einn
liður í því hefur verið að ráða bændur sem verktaka til að dreifa áburði og grasfræi innan
landgræðslugirðinga i stað þess að starfsmenn Landgræðslunnar sjái um verkið. Ávinningur-
inn af því að ráða verktaka til að sjá um framkvæmdir á landgræðslusvæðum er ekki eingöngu
fjárhagslegur fyrir landgræðsluna og bændur. Hann er einnig sá að koma á þeirri hugsun að
tekið sé sameiginlega á vandamálunum og að Landgræðslusvæði séu ekki einkamál Land-
græðslunnar. Með því að vinna á svæðunum kynnast bændur vandamálunum á annan hátt en
ef einungis er horft á þau yfir girðinguna. í flestum tilfellum eru þetta bændur sem búa í
nágrenni landgræðslusvæðanna og eru oft á tíðum eigendur lands innan landgræðslu-
girðinganna.
Umfang verktakavinnu hefur verið mest á Norðausturlandi og gefist vel. Síðastliðið
sumar voru ráðnir 13 verktakar á Norðausturlandi og dreifðu þeir rúmlega 300 tonnum af
áburði, verkefnin voru allt frá rúmum 2 tonnum upp í 100 tonn. Fyrirkomulagið er á þann hátt
að verktakar fá greidda ákveðna upphæð á hvert dreift tonn. Einnig er töluvert um að bændur