Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 100
92
séu ráðnir til annarra landgræðsluverkefna, s.s. viðhalds og eftirlits með landgræðslugirð-
ingum. Bændur eiga þau tæki sem til þarf. hafa verkþekkinguna og þekkja staðhætti, auk stað-
þekkingar á landinu. Verktakan krefst eigi að síður góðra leiðbeininga, nákvæms skipulags og
eftirlits frá hendi Landgræðslunnar. Þetta fyrirkomulag skilur eftir sig mun meira í héraði en
ef landgræðslan sjálf sæi um framkvæmdir.
NIÐURLAG
Bændur eru vörslumenn landsins, þeirra hlutverk er að nýta, vernda og hlúa að þessari verð-
mætu auðlind okkar. Þessu hlutverki fylgir mikil ábyrgð og skyldur sem þeir taka á herðar
sér. Allir landsmenn bera ábyrgð á skuldinni við landið sem safnast hefur upp í gegnum
tíðina. Það er skylda þjóðfélagsins að aðstoða bændur við uppgræðslu lands, en skylda bænda
að nýta það á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Hlutverk Landgræðslunnar er að vera til ráðgjafar
og aðstoðar við landgræðslu og landnýtingu.
Samvinnuverkefni svo sem BGL hafa það að markmiði að tryggja með uppgræðslu
möguleika á sjálfbærri landnýtingu í framtíðinni, þ.e. bæta búrekstrarstöðu með markvissri
uppgræðslu sem lið í beitarskipulagi. Uppgræðsla bænda hefur mikið gildi fyrir land-
búnaðinn, jafnt sem þjóðina. Vara getur ekki talist vistvæn nema hún sé framleidd þannig að
ekki sé gengið á auðlindir náttúrunnar, þ.m.t. jarðveg og gróður. Vaxandi þrýstingur er frá
neytendum um að landbúnaðarafurðir séu framleiddar í sátt við umhverfíð og til að svo megi
verða þarf ásýnd Iandsins víða að breytast.
Með aukinni uppgræðslu bænda í heimalöndum skapast aukið svigrúm til að létta og
stytta beitartíma á afréttum. Sauðfé hefur fækkað gífurlega á síðustu tuttugu árum, sem víða
hefur leitt af sér erfiðleika í fjallskilum. Það hefur vakið upp spurningar hvort það sé vinnandi
vegur fyrir sauðfjárbændur á mörgum svæðum að halda áfram hefðbundinni nýtingu affétta.
Ef það gerist, er þá ekki mikilvægt að tryggt sé að nóg sé til af vel grónum og uppskeru-
miklum beitilöndum nærri byggð? Lönd sem eru með það sterka gróðurþekju að þau þoli tals-
verða beit.
Æskilegt er að umfang uppgræðslu á vegum bænda aukist í ffamtíðinni og forsenda fyrir
því eru auknar íjárveitingar. Best væri ef uppgræðsla og beitarstýring væri jafn sjálfsagður
hluti búrekstrarins og bókhald og kynbætur. í ffamtíðinni er liklegt að gerð landnýtingar-
áætlana verði ein af forsendum búrekstrar og stuðningur til uppgræðslustarfa verði bundinn
gerð slíkra áætlana.
Við teljum að líta verði á landgræðslustörf bænda sem eitt af stóru verkefnunum til
eflingar byggða hér á landi þegar landgræðsla verður viðurkennd sem bindileið kolefnis, þá
gefast bændum vonandi ný stórfelld atvinnutækifæri við brýrnar landbætur.
Eins og getið var i upphafi hafa bændur stundað uppgræðslu áratugum saman, bæði með
og án aðstoðar Landgræðslunnar, en það má segja að umfangið hafi fyrst orðið verulegt þegar
þessir aðilar tóku höndum saman við að glíma við þann mikla vanda sem að steðjaði.
Einungis með því að sameina krafta okkar og horfast í augu við vandann getum við leyst
vandamál tengd landeyðingu.