Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 102
aðhvarfsgreiningu (mutiple regression) var beitt á nokkrar spumingar til þess að athuga hvaða
þættir í könnuninni höfðu áhrif á svörin við þeim spumingum.
HELSTU NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNARINNAR
Almennar upplýsmgar wn þútttakendur
Þegar spurt var um helstu framleiðslu
búanna kom í ljós að langflestir þátttak-
enda stunda sauðfjárrækt sem aðalbúgrein,
eða 59%. I svörum átti að forgangsraða
þremur búgreinum eftir mikilvægi. A 1.
mynd má sjá hvaða búgreinar em mikil-
vægastar hjá þessum bændum. Flestir
þeirra sem hafa aðra aðalbúgrein en sauð-
fjárrækt sögðu sauðfjárrækt vera annan eða
þriðja mikilvægasta þátt búsins, þannig að
yfirgnæfandi meirihluti stundar a.m.k.
einhverja sauðfjárrækt.
Þegar aldursdreifmg þátttakenda í
könnuninni er skoðuð sést að hún er svipuð
og meðal bænda almennt í landinu (Upp-
lýsingaþjónusta landbúnaðarins 1998).
Stór hluti svarenda í könnuninni hefur meiri menntun en gmnnskólapróf, eða um 56%.
Með búffæðimenntun em 34%.
Athyglisvert er að meira en helmingur svarenda í könnuninni, eða 64,4%, ólust upp á
jörðinni sem þeir búa á, en alls ólust 88,7% upp í sveit.
Spurt var um hvort heimalandið væri afgirt. Aðeins um 30% bæjanna hafa það afgirt og
46% hafa girt heimalandið af að hluta.
Vidhorf þátttakenda til verkefnisins Bœndur grœóa landió “
Þegar spurt var hvort þátttakendur væm ánægðir eða óánægðir með verkefnið sögðust 54%
vera mjög ánægðir, 41% frekar ánægðir, 5% hvorki ánægðir né óánægðir, en enginn sagðist
vera óánægður með verkefnið.
Flestir þátttakendur könnunarinnar taka þátt í BGL til þess að bæta ásýnd sveita landsins,
vegna umhverfíssjónarmiða og til þess að skila landinu í betra ástandi til næstu kynslóðar.
Einnig svöruðu margir að þeir tækju þátt til að auka möguleika á beitarstýringu (1. tafla).
1. tafla. Af hverju tekur þú þátt í verkefninu BGL? í þessari spumingu máttu svarendur
merkja við 3 atriði og forgangsraða þeim eftir mikilvægi. Reiknað var út hlutfallslegt mikil-
vægi atriða sem er sýnt hér í töflunni.
Af hverju tekur þú þátt í verkefhinu BGL? Hlutfallslegt mikilvægi, %
Til að bæta ásýnd sveita landsins 25,60
Vegna umhverfissjónarmiða 25,00
Til að skila landinu í betra ástandi til næstu kynslóðar 24,20
Vegna hagræðingar við beitarstýringu 10,20
Vegna fjárhagslegs ávinnings 7,00
Til að bæta ímynd bænda 6,50
Vegna vistvænnar/Iífrænnar framleiðslu 0,90
Vegna félagslegs þrýstings 0,60
Samtals 100
Enginn
öúskapur,
4%
Annað
2%
1. mynd. Mikilvægastu framleiðsluþættir búanna.