Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 103
95
Spurt var um hvemig þátttakendur hyggjast nýta uppgrædda landið. Langflestir svara því
að þeir hyggist nýta uppgræðslulandið sitt sem beitiland, en nokkrir hafa skógrækt í huga eða
notkun til útivistar.
í könnuninni kom fram að fræðsla og leiðbeiningar af hálfu Landgræðslunnar þyrftu að
vera meiri, þar sem yfir 40% finnst þær vera einungis „í lagi" (19% mjög góðar, 28% frekar
góðar og 10% finnast þær vera slakar). Tæplega helmingur þátttakenda vill eiga kost á nám-
skeiðum í tengslum við BGL. Spurt var um hvers konar námskeiðum áhugi væri á. Ahugi
svarenda beinist mest að mati á uppgræðsluskilyrðum, áburðar- og frænotkun, auk land-
græðslu- og landnýtingaráætlana (2. tafla).
2. tafla. Hvers konar námskeiðsefni hefðir þú áhuga á? í þessari spumingu máttu svarendur
merkja við 3 atriði og forgangsraða þeim eftir mikilvægi. Reiknað var út hlutfallslegt mikil-
vægi atriða sem er sýnt hér í töflunni.
Hvers konar námskeiðsefni hefðir þú áhuga á? Hlutfallslegt mikilvægi, %
Mat á uppgræðsluskilyrðum 29,80
Áburðar- og frænotkun 21,60
Landgræðslu- og landnýtingaráætlanir 21,30
Jarðvegsfræði og jarðvegsrof 12,80
Beitarstjómun 9,30
Vistfræði 5,20
Samtals 100
í könnuninni kemur fram að persónuleg tengsl sem skapast við heimsóknir starfsmanna
Lr til bænda eru mikils virði og vekja gagnkvæmt traust og skilning. Mjög margir hafa jafnvel
lýst yfir því að starfsmenn Lr ættu að koma í heimsókn tvisvar á ári, einu sinni að vori og svo
aftur að hausti.
Ekki reyndist áhugi bænda vera mikill á stofnun félags og samtaka landgræðslubænda.
Einungis um 18% telja stofnun slíks félags æskilega. Bændumir svöruðu yfirleitt að þeir væru
nú orðið svo virkir í félagsmálum að ekki gæfist tími til meiri félagsstarfa. Einnig eru all-
margir bændur meðlimir í þeim landgræðslufélögum sem eru í landinu, eins og Landgræðslu-
félagi Öræfinga, Biskupstungna, Skaftárhrepps og Landgræðslu- og Skógræktarfélagi Vopn-
firðinga.
Ahugi bœnda ú uppgrœóslu
Bændur sem taka þátt í BGL virðast gera sér góða grein fýrir jarðvegseyðingu og þeim
miklum vandamálum sem henni fylgja. Um 70% töldu jarðvegseyðingu vera mikið vandamál
á íslandi. Þetta viðhorf birtist einnig í þeim mikla áhuga sem BGL-bændur hafa á uppgræðslu.
Um 90% þátttakenda í könnuninni stunduðu uppgræðslu á jörð sinni áður en þeir byrjuðu í
BGL. Helstu uppgræðsluaðferðir sem þessir bændur hafa notað eru að bera gamalt hey og
moð í rofsár (90%) og dreifa búfjáráburði (82%), en um 40% hafa einnig notað tilbúinn áburð
til uppgræðslu. Nú nota um 70% þátttakenda aðrar landgræðsluaðferðir, til viðbótar tilbúnum
áburði, á BGL-svæði sín og leggja þar með töluvert fram á móti framlagi Lr. Yfir 85% segjast
nota gamalt hey og moð á BGL-svæðin, 73% nota búfjáráburð með tilbúnum áburði, um 40%
nota grasfræ, yfir 12% friða BGL-svæðin fýrir búfjárbeit, um 11% eru að græða upp rofabörð
með því að stinga þau niður eða slétta úr þeim og um 6% nota lúpínu til uppgræðslu.
Þegar spurt var hvort viðkomandi myndi stunda uppgræðslustörf án stuðnings BGL-verk-
efnisins þá svöruðu yfir 90% því játandi, en þar af 67% að það yrði í minna mæli. Þetta sýnir
einnig að aðstoð við uppgræðslu með BGL-verkefninu hefur mikla þýðingu fýrir bændur.