Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 104
96
Spurt var hvort þátttakendur myndu auka uppgræðslustarfið hjá sér ef þeir fengju meiri
áburð. Um 75% svöruðu því játandi. Þannig virðast takmörkuð fjárveiting Land-
græðslunnar og eigin fjárráð vera þeir þættir sem helst koma í veg fyrir enn meiri upp-
græðslu á vegum bænda.
Arangur uppgrceðslustarfsins ogreynsla
Við mat á árangri uppgræðslustarfsins telja 31% þátttakenda að árangur hjá sér sé mjög
góður, 43% að hann sé frekar góður, 23% telja hann vera í meðallagi og 3% meta árangur
uppgræðslustarfsins sem slakan. Þeir sem töldu sig hafa náð góðum árangri voru spurðir
hverju þeir þökkuðu hann. Mjög margir tengja árangur uppgræðslunnar beint við hóflega beit
(57,6%) og réttar uppgræðsluaðferðir (53,3%). Einnig nefhdu svarendur að þeir hefðu náð
góðum árangri vegna hagstæðs veðurfars, vegna friðunar fyrir búfjárbeit og vegna hagstæðra
umhverfisskilyrða.
Þeir sem svöruðu því að árangurinn væri ekki góður voru spurðir um ástæðumar fyrir
því. Flestir (57,1%) nefna óhagstæð umhverfisskilyrði sem ástæðu fyrir því að árangur sé ekki
betri. Frostlyffing (33,3%) og óhagstætt veðurfar (23,8%) virðast einnig hamla árangri af upp-
græðslunni. Um 21% telur búfjárbeit hamla árangri uppgræðslunnar. Einnig voru nefndar
ástæður eins og útskolun næringarefna og áfok, en aðeins 1,6% töldu að rangar uppgræðslu-
aðferðir væru ástæður fyrir lélegum árangri.
Marktæk tengsl reyndust vera milli svara [x2 (3,201) = 12,0; P<0,05] við samgreiningu
spuminga um hvemig árangur uppgræðslustarfsins var og hvort notaðar hefðu verið aðrar
uppgræðsluaðferðir. Eftir því virðast þeir sem nota einnig aðrar landgræðsluaðferðir en til-
búinn áburð ná betri árangri við uppgræðsluna (2. mynd). Þetta er í samræmi við þá vitneskju
að búfjáráburður og lífræn efni í heyi og moði auka örvemgróður og dýralíf í jarðveginum,
losa um næringarefni og auka loftrými jarðvegsins (Magnús Óskarsson og Matthías Eggerts-
son 1991). Það að flestir þátttakendur nota aðrar landgræðsluaðferðir, auk tilbúins áburðar,
endurspeglar m.a. að bændurnir eru vel meðvitaðir um jákvæð áhrif þessara aðferða á upp-
græðsluna. Þeir vilja gera allt til þess að ná góðum árangri og nýta tilbúna áburðinn betur með
að nota aðrar aðferðir samhliða.
Mjög góður Frekar í meöallagi Frekar
góður slakur
Árangur uppgræðslustarfsins
□ Notkun annarra
landgræðsluaðferða
>Ekki notkun annarra :
landgræðsluaðferða
2. mynd. Hvemig telur þú árangur uppgræðslustarfsins vera? Greint eftir:
Hefur þú notað aðrar landgræðsluaðferðir en tilbúinn áburð á BGL-svæðið?