Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 105
97
Þegar spurt var hvort þátttakendur telji beitarálag vera mikið eða lítið á BGL-landinu
telja um 61% að beitarálagið sé í meðallagi, um 30% að það sé lítið og 9% segja að það sé
mikið. Reyndar komu margir því á framfæri að féð sækir mikið í uppgræðslulandið, þar sem
það grænkar fyrr að vori. Þess vegna aukist beitarálagið á þessu landi að vori, en féð fer oftast
af uppgræðslusvæðum þegar annar gróður verður lystugri, en kemur síðan oft aftur síðari
hluta sumars þegar næringargildi gróðursins í uppgræðslunum verður betra en í úthaganum.
Með uppgræðslu á heimalöndum fæst meira beitiland, þannig að svigrúm skapast til
beitarsty'ringar og möguleikar aukast á að stytta beitartíma á afféttum og öðru landi. Yfir 30%
BGL-bænda segjast nú þegar hafa breytt landnotkun eftir að þeir byijuðu í BGL. Um 50%
þeirra höfðu friðað landið tímabundið og tæplega 37% skipulagt beitina betur. Einnig hafa
sumir minnkað beitarálag á afrétt eða útihaga með því að fara með fé seinna þangað (32,3%)
og með því að taka fé fyrr heim að hausti (26,2%).
Flestir þátttakendur í BGL eru að græða upp mela og rofabörð. Einnig eru flagmóar,
sandar, moldir, aurar og skriður ekki óalgeng uppgræðslusvæði.
ERUM VIÐ Á RÉTTRI LEIÐ?
Þegar á heildina er litið virðast viðhorf bænda til BGL-verkefnisins vera í samræmi við mark-
mið Landgræðslunnar með samstarfsverkefninu, þ.e. að stöðva rof, þekja land gróðri og gera
það nothæft á ný. Þetta má t.d. lesa beint úr svörum bænda um að þeir taka þátt í BGL til að
bæta ásýnd sveita, vegna umhverfissjónarmiða og til að skila landinu í betra ástandi til næstu
kynslóðar.
Landgræðslan telur að vegna mótffamlaga bænda (áburður, vinna, tæki, þekking o.fl.)
skili verkefnið margfoldum árangri miðað við það sem Landgræðslan gæti framkvæmt á
beinan hátt með sama fjármagni (Guðrún Lára Pálmadóttir 1995). í könnuninni greina
bændumir frá sömu viðhorfum til ávinnings af verkefninu. Þeim finnst þessi leið vera ein af
ódýrustu uppgræðsluaðferðunum, áburðurinn nýtist vel, þeir eigi tækin, búi yfir þekkingunni,
og þekki auk þess landið sitt best.
Landgræðslan telur einnig að BGL virki hvetjandi á bændur og veki eða auki áhuga
þeirra á uppgræðslu (Guðrún Lára Pálmadóttir 1995). í könnuninni nefna bændumir sömu
„hugarfarslegu þætti“ sem geta fylgt í kjölfar þátttöku í BGL: „Verkefnið virkar örv'andi og
hvetjandi á bændur til að stunda uppgræðslustörf.“ Þannig virðast væntingar landgræðslu-
manna til BGL hafa ræst.
Með BGL er ekki einungis verið að græða upp illa farið land, sem er mikilvægur þáttur út
af fyrir sig, heldur stuðlað að skynsamlegri og hóflegri notkun landsins, þ.e. að sjálfbærri
landnýtingu. Eins og fram kom í könnuninni hafa margir BGL bændur núorðið notfært sér
þessar auknu möguleika sem skapast til beitarstýringar vegna uppgræðslunnar.
Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að mikilvægt sé að stórefla samstarf Land-
græðslu ríkisins og bænda undir formerkjum „Bændur græða landið“. Vonast er til að meira
fjármagn fáist í verkefmð til að gera slíka aukningu mögulega. Bændur em í mörgum til-
fellum best fallnir til þess að bæta landkosti fyrir komandi kynslóðir með uppgræðslu og geta
gert það á hagkvæman hátt af þekkingu og áhuga. Stundum ber við að litið sé á bændur sem
hluta af vandamálinu varðandi jarðvegs- og gróðureyðingu. Nauðsynlegt er hins vegar að litið
sé á þá sem hluta af lausn á eyðingarvandanum og öfluga samherja í endurheimt landkosta.
Bændur geta verið lykilaðilar í því að ná markmiðum um sjálfbæra þróun og þar sem öll
þjóðin ber ábyrgð á skuld liðinna kynslóða við landið er ekki aðeins réttlætanlegt heldur brý'nt
að bændur fái aukna aðstoð frá ríkinu til uppgræðslustarfa.