Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 109
101
RRÐUNflUTflFUNDUR 2000
Endurreisn Hafnarskógar
Friðrik Aspelund
Landgrceóslu ríkisins
INNGANGUR
Landgræðslustarfið og hugmyndafiræðin sem það byggir á hefur þróast ört á undanförnum
árum. Markmið landgræðslustarfsins hafa orðið fjölþættari og setning markmiða fyrir einstök
verkefhi skýrari með bættri áætlanagerð. Aðferðir hafa verið að þróast og orðið markvissari,
og fjármögnun starfsins er ekki lengur jafn einskorðuð við ríkið og áður.
Ýmis teikn eru á lofti, sem benda til þess að þessi þróun haldi áfram. í því sambandi má
t.d. nefna sífellt háværari kröfur um að stuðningur við landbúnaðinn verði skilyrtur vottun um
að framleiðslan sé vistvæn. Verði það að veruleika mim gott beitiland fá verðgildi og eðlileg
umönnun nytjalands verða regla en ekki undantekning. Annað atriði sem gæti haft mikil og að
sumu leyti ófyrirsjáanleg áhrif á landbúnað og landgræðslu er Kyoto-bókunin við Loftslags-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Komist hún í framkvæmd hér á landi og verði landgræðsla
viðurkennd sem mótvægisaðgerð verður landgræðsla þar með stór liður í starfi margra búa og
byggir um leið upp nytjaland og þar með sjálfbæmi og hagkvæmni í búrekstri. í sumum til-
vikum gæti orðið um tímabundna samkeppni um land að ræða, ef hagkvæmara er talið að
friða land meðan á uppgræðslu stendur.
Nýhafið landbótaverkefni við Hafharfjall í Borgarfjarðarsýslu er hér tekið sem dæmi um
verkefni, þar sem markmið, aðferðir og fjármögnun em á ýmsan hátt á annan veg en þann
sem einkennt hefur landgræðslustarfið lungann af þessari öld.
LÝSING VERKEFNISINS
Verkefhissvæðið, láglendið ffá Leirá til Andakílsár, er í alfaraleið og einkennist af víðáttu-
miklum melum og rofi í grónu landi. Þrátt fý'rir að svæðið sé afar vindasamt verður að teljast
nokkuð öruggt að það hafi allt verið vaxið skógi við landnám og að stómm hluta langt fram
eftir öldum. Um mest allt svæðið má enn finna lágvaxna kjarrfláka á víð og dreif, auk þess
sem Hafnarskógur ber vitni um hvemig gera má ráð fyrir að svæðið allt hafi litið út. Landið
hefur verið í örri hnignun og virðist yfirleitt ekki líða langur tími frá því að skógi er eytt þar
til landið er orðið örfoka.
Frumkvæði að verkefninu átti Markaðsráð Borgarfjarðar, það er að mestu kostað af Um-
hverfissjóði verslunarinnar en unnið í samstarfi og með stuðningi margra aðila, sem þrátt fyrir
nokkuð ólíka hagsmuni telja sig hafa hag af uppgræðsiu svæðisins. Aðstandendur verkefn-
isins em auk áður nefndra aðila, landeigenda og Landgræðslunnar: Búnaðarsamtök Vestur-
lands, Leirár- og Melahreppur, Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Borgarfjarðar, Skóg-
ræktarfélag íslands og Vegagerð ríkisins.
Markmið verkefnisins er þríþætt:
• að vernda og stækka Hafnarskóg,
• að breyta eyddu iandi í nytjaland,
• að skýla umferð fyrir vindum og skafrenningi.