Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 110
102
Gert er ráð fyrir að verkefnið taki u.þ.b. 15 ár og kosti um 115 milj. kr. Þegar því verður
lokið á Hafcarskógur að hafa stækkað um helming og allt láglendið að vera algróið.
HAFNARSKÓGUR
Hafcarskógur hefcr lengi vakið furðu og aðdáun þeirra sem láta sig íslenska náttúru varða.
Það er afar sjaldgæít, ef ekki einsdæmi, að skógur skuli hafa lifað af nýtingu í 11 aldir við
þvílíkt veðurfar og það niður að fjöru. Ekki mátti þó miklu muna að núlifandi kynslóð tækist
að eyða honum, en kjami skógarins hefur verið friðaður fyrir beit í u.þ.b. áratug með þeim ár-
angri að nú er að vaxa upp ungskógur í flestum þeim blettum sem skógur hafði eyðst úr.
Á vegum verkefcisins verður fyrst og fremst reynt að stuðla að því að skógurinn sái sér
út yfir nærliggjandi svæði. Þar sem það á við verður sáðbeð undirbúið með jarðvinnslu og í
sumum tilfellum sáð eða gróðursett í dreifða lundi þegar fjær dregur skóginum. Einnig verður
í einhverjum tilfellum gróðursett í stærri svæði. I Hafnarskógi verður eingöngu unnið með
birki vaxið upp af fræi af svæðinu.
Unnið er að þessum hluta verkefcisins í samstarfi við Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag
Borgarfjarðar og Skógræktarfélag íslands.
AÐ BREYTA EYDDU LANDI í NYTJALAND
Landið milli Leirár og Hafnarár er afar illa farið. Stórir hlutar þess eru örfoka melar, skomir
sundur af kjarrflákum sem bera öll merki stöðnunar og hnignunar. Melar og töluvert rof í
grónu landi, setja einnig svip sinn á landið norðan Hafcarár. Þrátt fyrir ástand landsins er það
mest allt nýtt sem sumarhagar fyrir sauðfé og nauðsynlegt að miða uppgræðsluáætlanir við þá
staðreynd. Eins er nauðsynlegt að miða allar áætlanir við veðurfarsaðstæður á svæðinu. Því
verða markmið uppgræðsluaðgerða ekki eingöngu gróðurþekja heldur einnig að auka skjól á
svæðinu.
Á vegum verkefnisins verður landið grætt upp með þeim aðferðum sem best henta á
hveijum stað og skýlt með skjólbeltum og skjóllundum. Þar sem unnt er að friða land tíma-
bundið má gera ráð fyrir að uppgræðslan reynist tiltölulega auðveld, en mikill skortur á beiti-
landi gerir það að verkum að nauðsynlegt verður að græða stór svæði upp samhliða beit.
Búast má við að það verði mun kostnaðarsamara, auk þess sem erfitt getur reynst að skýla því
landi.
Gera má ráð fyrir að leitað verði samstarfs við væntanlega Vesturlandsskóga um ræktun
skjólbeltaog skjóllunda.
BÆTT UMFERÐ ARÖRY GGI
Fáir kaflar þjóðvegakerfisins eru jafh oft illfærir eða ófærir vegna vinda og vegurinn undir
Hafnarfjalli. Til að leysa það vandamál hafa sumir viljað færa hann nær fjallinu, en aðrir fjær
því. Á vegum verkefcisins verður hins vegar gerð tilraun til að skýla núverandi vegi með tijá-
gróðri. Ræktuð verða skjólbelti meðfram veginum frá Hafcarskógi að Fiskilæk. í Hafnar-
skógi verður aftur á móti reynt að stuðla að aukinni hæð og jafnari þéttleika skógarins næst
veginum, með gróðursetningu, grisjun og áburðargjöf. Þessi þáttur framkvæmdanna verður
unninn í samvinnu við Vegagerð ríkisins.
LOKAORÐ
Það er gleðiefci að íslenska þjóðin skuli enn í dag vera reiðubúin að taka þátt í kostnaði við
að endurheimta gæði lands í einkaeigu. Gróið skjólgott land á þessu svæði er verðmikil eign
sem bíður upp á ótal landnýtingarmöguleika. Mikil náttúrufegurð og nálægðin við höfcð-