Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 112
104
RflÐUNRUTRFUNDUR 2000
Kolefnisbinding með landgræðslu og skógrækt-
nýtt sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað
Andrés Arnalds
°g
Úlfur Óskarsson
Lcmdgrœóslu ríkisins
ÁGRIP
Markmið loftslagssáttmálans er að halda styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum innan hættumarka svo áhrif
manna á loftslag jarðar verði sem minnst. Gagnvart því markmiði má segja umbreyting koltvísýrings í lífræn
efni í gróðri og jarðvegi geri sama gagn og að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
Með aukinni landgræðslu og skógrækt er unnt að mæta þeim hluta af skuldbindingum íslands vegna Kyoto
bókunar loftslagssáttmálans sem ekki næst með samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Hér er um mjög stórt
verkefhi að ræða, sem vinna þarf fyrir 2012. íslenskur landbúnaður gæti tekið að sér umfangsmikla bindingu
koltvísýrings, aukið með því landkosti, bæði fyrir núverandi og komandi kynslóðir, og stuðlað samhliða að
aukinni hagkvæmni í framleiðslu landbúnaðarvara.
LOFTSLAGSSÁTTMÁLINN
Árið 1896 birti prófessor Svante Arrhenius grein í Phylosophical magazine and Journal of
Science um þá kenningu sína að bruni eldsneytis úr jörðu (sem hófst fyrir um 150 árum með
iðnbyltingunni) gæti aukið magn lofttegunda sem binda hita í andrúmsloftinu og valdið á
þann hátt hlýnun á jörðinni. Rúmri öld síðar bendir margt til þess að prófessor Arrhenius hafi
reynst sannspár og áhrif „gróðurhúsalofttegundanna“ sé staðreynd.
Árið 1998 var heitasta ár á jörðinni síðan 1860. Árið 1999 varð heitara, og heíur hlýnunin
verið stöðug í meira en 20 ár. Hvort sem um er að ræða áhrif af mannanna gerðum eða náttúru-
legar sveiflur gætu afleiðingar svo örra loftslagsbreytinga orðið uggvænlegar. Öfgar í veðurfari
myndu aukast, lægðir dýpka, loftslagsbelti færast til, eyðimerkumar stækka, og lífffæðilegum
fjölbreytileika yrði ógnað. Spár gera jafnvel ráð fyrir að hraði loftslagsbreytinga gæti orðið
meiri en nokkru sinni fyrr á síðustu 10.000 árum. Ahrif á samfélag þjóðanna yrðu mikil.
Á Umhverfisráðstefnunni í Ríó 1992 var Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um
loftslagsbreytingar (nefndur Loftslagssáttmálinn hér eftir) undirritaður af 154 ríkisstjómum,
en ísland staðfesti hann 1993. Samningurinn tók gildi 1994.
Markmið samningsins er að halda styrk gróðurhúsalofttegunda innan hættumarka svo
áhrif manna á loftslag jarðar verði sem minnst. Samningurinn felur í sér almennar skuld-
bindingar um aðgerðir sem ætlað er að veita vistkerfum undanfæri til að laga sig að að-
steðjandi loftslagsbreytingum, tryggja matvælaffamleiðslu jarðarbúa nægjanlegt öryggi og
veita hagkerfum heimsins grundvöll til að þróast áfram.
í samningnum var ríkjum heims skipt í tvo hópa; (1) iðnríkin sem eiga megin sök á
aukningu gróðurhúsalofttegunda, og er Island í þeim hópi, og (2) önnur lönd, sem spáð er að
verði mengunarvaldar í vaxandi mæli í ffamtíðinni.
Með samþykkt Kyotobókunarinnar í desember 1997 er iðnríkjunum úthlutaður losunar-
kvóti fyrir gróðurhúsalofttegundir. ísland fékk þar heimild til að auka sína losun um 10% til
viðmiðunartimabilsins 2008-2012 miðað við 1990, mest allra þjóða, en að meðaltali eiga iðn-
ríkin að draga úr losun um 5,2%. Án takmarkana er talið að aukningin hefði getað orðið 25%.