Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 113
105
KOLTVÍSÝRINGUR OG LOFTSLAG
Koltvísýringur (CO2) er að magni til langveigamest þeirra lofttegunda sem valda
svokölluðum gróðurhúsaáhrifum. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur aukist um 30% á síð-
ustu 200 árum, fvrst og fremst vegna landhnignunar (einkum skógeyðingar og jarðvegsrofs)
og bruna eldsneytis úr jörðu. Með sama áframhaldi gæti magn CO2 tvöfaldast á til ársins
2100, auk þess sem magn annarra gróðurhúsalofttegunda mun einnig aukast, fyrst og fremst
af manna völdum.
Nýjustu spár gera ráð fyrir því að meðalhiti á jörðinni gæti aukist um 1-3,5 gráður til
2100 miðað við 1990.
LOSUN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA OG VIÐMIÐUNARÁR
Losun gróðurhúsalofttegunda á íslandi er lítil á heimsvísu, eða minna en 0,05% af losun iðn-
ríkjanna, sem stafar ekki síst af smæð hagkerfisins. Hlutur Bandaríkjanna í losun er stærstur,
35%, Rússland kemur þar næst með 18% og Evrópusambandið losar um 23%. Losun á
einstakling nemur 8,5 tonnum koltvísýringsígilda á ári á Islandi. I Bandaríkjrmum og Kanada
er losunin nálægt 20 tonnum á mann, en er á bilinu 7-11 tonn á mann í flestum öðrum ríkjum
OECD.
Hlutdeild endumýjanlegra orkugjafa meðal OECD ríkja er hvergi meiri en hér á landi,
eða yfir 60% af heildarorku. Þetta takmarkar mjög svigrúm íslendinga til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda miðað við önnur ríki. Hér á landi kemur um 30% gróðurhúsaloft-
tegunda frá fiskiskipum, 30% frá bifreiðum, 20% frá stóriðju og um 7% frá landbúnaði (Ráð-
gjafanefnd um efnahagslega þætti samninga um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda,
Þjóðhagsstofnun 1999). Þetta hlutfall er óvenjulegt í samfélagi þjóðanna.
Viðmiðunarár Kyotobókunarinnar er 1990. Áfangar (ekki skuldbindandi) eru 2000 og
2005. Þjóðimar sem nefndar em í 1. viðauka rammasamningsins um losun gróðurhúsaloft-
tegunda skulu hafa mætt skuldbindingum sínum á tímabilinu 2008-2012, sem til einföldunar
verður neftit 2010 hér eftir.
Árið 1990 var losun koltvísýrings hér á landi 2147 þúsund tonn, en losun gróðurhúsaloft-
tegunda í CO2 ígildum var alls 2877 þúsund tonn. Spá fyrir árið 2000 í CO2 ígildum er 3314
þúsund tonn, en 3603 þúsund tonn fyrir 2010. Þá er aðeins miðað við stóriðju sem þegar hefúr
verið ákveðin, en samkvæmt þessu vex árleg losun, mælt í koltvísýringsígildum, um 700
þúsund tonn. Vegna stóriðjuáforma er líklegt að aukningin verði mun meiri í reynd.
KOLTVÍSÝRINGUR - AUÐLIND Á VILLIGÖTUM
í apríl/maí hefti Conservation Voices 1999 birtu Alþjóðlegu jarðvegs- og vatnsvemdarsam-
tökin þá skoðun að koltvísýringur sé ekki einvörðungu hættuleg gróðurhúsalofttegund, heldur
einnig verðmæt auðlind. Kolefni í formi CO2 er meginorsakavaldur gróðurhúsaáhrifa, en þetta
sama kolefnisatóm í formi lífræns efnis í jarðvegi er undirstaða fæðuöflunar fyrir vaxandi
fjölda jarðarbúa. Því má á vissan hátt líta á koltvísýring andrúmsloftsins sem auðlind á villi-
götum.
Magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu er nú þegar allt of hátt og það er því ekki
nóg að draga úr losun þeirra til að koma í veg fyrir hugsanlegar loftslagsbreytingar. Binding
kolefnis í lífræn efni með landgræðslu og skógrækt er því mikilvirk leið, ef ekki óhjákvæmi-
leg, til mæta hluta af þessum markmiðum loftslagssáttmálans. Slíkar aðgerðir geta jafnframt
veitt þjóðum nauðsynlegan aðlögunartíma í leit að leiðum til draga úr losun án þess að skaða
efnahagslíf. Jafnframt ber að hafa í huga að um þriðjungur af árlegri aukningu CO2 í and-
rúmsloftinu stafar af jarðvegseyðingu, en áhrif landhnignunar í heild eru mun meiri. Stöðvun