Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 114
106
landhnignunar og endurheimt landkosta er því ein af meginstoðum þess að ná megi jafnvægi í
magni gróðurhúsaloftegunda. A grundvelli slíkra skoðana horfa margar þjóðir til markmiða
loftslagssáttmálans í von um aukið fjármagn til að takast á við landhnignun og bæta landkosti.
íslendingar eru fjarri því að vera þar einir á báti.
Langvarandi landhnignun á ísiandi hefúr skapað bæði möguleika og mikla þörf fyrir kol-
efnisbindingu með landgræðslu, skógrækt og bættu skipulagi landnotkunar. Slíkar aðgerðir
hafa mikið þjóðhagslegt gildi, bæði í nútíð og framtíð, en eru um leið meðal auðveldustu leiða
Islendinga til að mæta skuldbindingum Kyotobókunarinnar.
KOSTNAÐUR VIÐ BINDINGU MEÐ LANDGRÆÐSLU OG SKÓGRÆKT
í loftslagssáttmálanum eru ekki settar takmarkanir á leiðir til að binda koltvísýring í lífræn
efni. Árið 1997 hófú íslensk stjómvöld sérstakt átak í bindingu gróðurs með landgræðslu og
skógrækt í þeim tilgangi að hafa aukið árlega bindingu CO2 um 100.000 tonn árið 2000
miðað við 1990. Til þessa átaks var veitt 450 milljónum króna til að binda þau 22.000 tonn
sem á vantaði miðað við óbreytta starfsemi. Verkefnið hefúr gengið ákaflega vel.
í „Átakinu“ er allur stofnkostnaður vegna bindimarkmiða til ársins 2000 að fúllu greiddur
samhliða framkvæmdum. Með beinni deilingu hafa ýmsir reiknað út að það kosti rúmar 20
þúsund krónur að binda hvert tonn CO2 (450 milljónir kr og 22 þúsund tonn), en gæta ekki að
því að þessi stofnkostnaður skilar mikilli kolefnisbindingu í marga áratugi. Árlegur kostnaður
á hvert bundið tonn er því aðeins brot af þessari upphæð, allt eftir því hve stofnkostnaðinum
er deilt á langan tíma. Ef notað er sem dæmi að binding þeirra 22.000 tonna af CO2 sem
„Átakinu" var ætlað að skila hafi verið vegna fjölgunar bíla frá 1990 til 2000 þá má segja að
ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir miðað við óbreyttan bílaflota næstu 30 til 60 árin, ef ekki
Iengur. Mengun frá þeim hafí þegar verið mætt með uppgræðslu og skógrækt og kostnaðurinn
að fúllu greiddur.
Ef uppgræðslukostnaði er deilt niður á þann tíma sem landið er að binda kolefni verða
kostnaðartölumar lágar. Fyrir 30 ára tímabil yrði árlegur bindikostnaður miðað við forsendur
átaksins (en án vaxtakostnaðar) 733 kr/tonn C02, en 366 kr ef 60 ára tímabil er notað. Til
samanburðar er áætlað að leiga á losunarkvóta gæti orðið á bilinu 1000-5000 kr á tonn C02
ígilda.
Rannsóknir benda til að binding koltvísýrings með landgræðslu og skógrækt á hvem
hektara lands sé í reynd talsvert meiri en reiknað var með í forsendum „Átaksins" (Ólafur
Amalds o.fl., Ráðunautafundur 2000). Það leiðir til samsvarandi lækkunar í mati á árlegum
kostnaði við bindinguna.
DÆMI UM KOSTNAÐ VIÐ AÐ MÆTA LOSUN KOLTVÍSÝRINGS
Álver sem framleiðir 100 þúsund tonn á ári losar frá sér gróðurhúsalofttegundir að ígildi 180
þúsund tonnum af C02 á ári. Til að mæta að fullu þessari losun með uppgræðslu þyrfti að
græða um 45 þúsund hektara (miðað við 4 tonn C02/ha á ári), en rækta 24 þúsund hektara af
skógi (miðað við 7,5 tonn C02/ha bindistuðul). Hagkvæmast væri að breyta ógrónu landi í
skóg. Kostnaðurinn gæti orðið um 40-100 milljónir króna á ári, jafnvel minna, allt eftir því
hvað stofnkostnaðinum er deilt niður á langan tíma. Borið saman við ffamleiðsluverðmæti
álsins er hér ekki um hátt kostnaðarhlutfall að ræða og sama gildir um samanburð við al-
gengan förgunarkostnað í iðnaði.
Við bruna á 1 lítra af bensíni losna 2,32 kg af C02. Vegna bíls þarf að líkindum að græða
upp sem samsvarar einum hektara lands. Kostnaðurinn gæti numið um 1 kr á lítra bensíns ef
jafnvægi milli losunar og bindingar á að nást eftir 30 ár (stofnkostnaðinum deilt á þann tíma),