Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 115
107
en um 3 kr ef bindingin á að jafngilda losuninni árið 2010 og að kostnaður eigi að vera
greiddur þá. Nefna má Costa Rica sem dæmi um land sem hefur lagt gjald á eldsneyti til að
kosta bindiverkefni.
í þessum kostnaðardæmum er ekki tekið tillit til þeirrar miklu verðmætaaukningar á landi
sem uppgræðsla og skógrækt hafa í för með sér. Sama gildir um beinan arð, s.s. beit eða
viðamytjar, og önnur markmið, s.s. að koma í veg fyrir jarðvegsrof eða aðra hnignun land-
kosta. Þá má ekki horfa fram hjá öðrum kostum, s.s. fegurð skóga, útivistargildi lands, skjóli,
vatnsmiðlun o.m.fl. sem erfitt er að færa til verðs. Það væri því óeðlilegt að ætlast til þess að
„mengunarvaldurinn“ greiddi allan kostnað við að mæta losun gróðurhúsalofttegunda frá at-
höfnum sínum.
KOLEFNISBINDING SEM LIÐUR í AÐ MÆTA SKULDBINDINGUM ÍSLANDS
Skoða þarf rækilega á hvem hátt ísland getur mætt skuldbindingum sínum gagnvart
Kyotobókunin árið 2010, en þurfi ekki að leita undanþágu á grundvelli „sérstöðu íslands“.
Leiðirnar eru markvissar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binding þess
kolefhis sem á vantar.
Losun gróóurhi'isalofltegunda
Losun gróðurhúsalofftegunda við fiskveiðar íslendinga hefur vaxið um ijórðung frá árinu
1990. Orkunýting mun væntanlega batna á næstu 10 ámm, en þó er reiknað með áframhald-
andi aukningu CO2 útstreymis.
Vegna samgangna hér á landi fara árlega yfir 800 þúsund tonn af koltvísýringi út í and-
rúmsloftið. Reikna má með að með endumýjun bíla og fiskiskipa batni nýting eldsneytis
vemlega. Almenningssamgöngur gætu einnig aukist og vonir um endumýjanlega orkugjafa
ræst. Samkvæmt spá gæti losunin orðið 1,1 milljónir tonna árið 2010, eða 40-50% meiri en
1990.
Mesti óvissuþátturinn er í iðnaðinum og ákvarðanir stjómvalda í stóriðjumálum vega þar
þungt. Þar geta stökkin í losun gróðurhúsalofttegunda hlaupið á hundmðum þúsunda tonna.
Hve mikið þarf aö binda?
Aukningin í losun gróðurhúsalofttegunda sem íslendingum var heimiluð í Kyoto, þ.e. 10%
miðað við 1990, samsvarar um 290 þúsund tonnum CO2 á ári.
Vísbendingar em um að kolefnisbinding með landgræðslu og skógrækt muni aukast mun
meira að óbreyttri starsemi en áætlanir stjórnvalda hafa gert ráð fyrir. Þetta er ekki aðeins
vegna þess að bindistuðlar virðast vera hærri, heldur einnig vegna meiri afkasta í landgræðslu
en reiknað var með, t.d. í uppgræðslustarfi bænda. Þetta verður kannað betur á yfirstandandi
ári, en ljóst er að miðað við sömu afköst verður „inneignin á bindireikningum“ nokkm meiri
2010 en ráð var fyrir gert.
Að teknu tilliti til undanþáguákvæðisins, bættrar eldsneytisnýtingar og bindingar miðað
við óbreytta framkvæmdagetu gæti nýtt átak hugsanlega þurft að miðast við að hafa aukið ár-
lega bindingu CO2 um 800 þúsund tonn árið 2010. Vegna mikillar óvissu er þessi tala hins
vegar ekki byggð á traustum gmnni. Mikilvægt er að taka saman áætlaða bindiþörf miðað við
mismunandi forsendur.
Hvað sem óvissunni líður, er vel gerlegt að binda með landgræðslu og skógrækt allan
þann koltvísýring sem ekki er unnt að koma í lóg með öðmm aðgerðum stjómvalda.
Kostnaðarlega séð skiptir hins vegar miklu máli að slíkar aðgerðir séu unnar af jöfnum þunga
allt tímabilið til 2010. Slíkt er hagkvæmast þegar upp er staðið.