Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 116
108
BÆNDUR OG KOLEFNISBINDING
Gagnvart markmiðum loftslagssáttmálans er mikilvægt að vinna samtímis að því að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda og binda koltvísýring andrúmsloftsins í lífræn efni. Hér á landi
er takmarkað svigrúm til að draga úr losuninni, hlutfall endumýjanlegrar orku er það hátt, og
því skiptir bindileiðin íslendinga miklu máli.
Landbúnaðurinn gæti orðið einn helsti „verktakinn“ í bindingu kolefnis hér á landi sem
annars staðar. Hlutverk bænda í því að mæta alþjóðlegum skuldbindingum íslands gagnvart
Kyotobókun loftslagssáttmálans gæti þar með orðið stórt. Bændur eru ræktunarmenn, eru í
mikilli nálægð við þau uppgræðslu- og skógræktarsvæði sem best henta og búa yfir þeirri
þekkingu og tækjakosti sem til þarf. Þeir geta því bundið kolefni á hagkvæmari hátt en flestir
aðrir hópar þjóðfélagsins.
Samhliða því að þjóðin hafi beinan hag af slíku þjónustuhlutverki landbúnaðarins eru
gríðarlegir hagsmunir í húfi fýrir bændur. Svo dæmi sé tekið mætti hugsa sér að bændur
gerðust verktakar í samstarfi við Landgræðsluna um að hafa aukið árlega bindingu koltví-
sýrings um 200 þúsund tonn árið 2012 (sem er lokaár næsta viðmiðunartímabils Kyoto-
bókunarinnar) með uppgræðslu og öðrum landbótum í heimalöndum. Gróft reiknað myndi
slíkt verkefni kosta um 200 milljónir á ári og verið væri að koma af stað uppgræðslu á um
4000 ha af nýjum svæðum á ári. Er þá miðað við að kostnaður sé greiddur samhliða fram-
kvæmdum, en ekki dreift á þann langa tíma sem uppgrætt land er í reynd að binda kolefni.
Hvað afkastagetu bænda varðar, þá væri grundvöllur fýrir enn stærri bindimarkmiðum, t.d. að
hafa aukið með uppgræðslu árlega CO^ bindingu um 300-500 þúsund tonn 2012.
Hagsmunimir eru margvíslegir. A mörgum jörðum em landbætur, stórar eða smáar, ein
af forsendum þess að búfjárframleiðsla geti talist sjálfbær. Reynslan, m.a. úr verkefhinu
Bændur græða landið, sýnir að hægur vandi er að græða mela og önnur rofsár samhliða
nýtingu ef beitarálag er hóflegt. Einhver aukakostnaður leggst þó á uppgræðsluna vegna
beitarinnar, en mjög breytilegur eftir aðstæðum.
Meiri landkostum fylgir aukið hagræði í búskapnum, möguleikar til að skipuleggja beit
betur og auknar afurðir. Bændur i búíjárrækt hefðu því beinan arð af uppgræðslunni. Sam-
hliða er verið að bæta ásýnd sveita, auka velvilja þjóðarinnar gagnvart landbúnaðinum og búa
í haginn fyrir komandi kynslóðir, sem ekki veitir af því æ erfiðara verður fýrir ört vaxandi
mannfjölda í heiminum að afla sér fæðu í framtíðinni.
Miklir möguleikar liggja einnig í kolefnisbindingu með skóg- og skjólbeltarækt, sem
hefði jafnframt í for með sér beinan arð og verðmætaaukningu á landi. Kostnaðurinn er hins
vegar heldur meiri en við almennar landbætur, en hagkvæmast virðist að breyta auðn í skóg.
Möguleikar til atvinnutekna eru meiri í skógrækt, því hún krefst meira vinnuafls miðað við
hverja einingu í efhiskostnaði.
Kolefnisbinding með landgræðslu og skógrækt er stórt byggðamál. Útfærsla slíkra verk-
efna getur verið með ýmsum hætti og tekjur bænda geta bæði verið í formi aukins arðs af
landinu og/eða beinna launagreiðslna vegna framkvæmda.
KOLEFNISBINDING - ÓVISSUÞÆTTIR
Margt er enn óljóst um það hvaða aðgerðir til að binda koltvísýring andrúmsloftsins í
lífræn efni í gróðri og jarðvegi verða taldar með í mengunarbókhaldi þjóða gagnvart
loftslagssáttmálanum.Við undirbúning bókunarinnar sem samþykkt var i Kyoto í
Japan 1997 gafst ekki nægur tími til að fjalla um þessi mál og slík binding varð skil-
yrt við skógrækt. Óvissuþættirnir eru margir, en á næsta aðildarþingi loftslagssátt-
málans, sem verður haustið 2000, er stefnt að ákvörðunum. Niðurstaðan skiptir ís-