Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 117
109
lendinga miklu máli og sama gildir um Qölmörg önnur ríki sem berjast við afleið-
ingar landhnignunar.
Kyotobókunin og skógarmál
Skógrækt fékkst viðurkennd sem bindileið í Kyoto 1997. Margt er hins vegar enn óljóst um
hvers konar skógrækt megi telja með í „kolefnisbókhaldi þjóða“ og hvaða bindingu skuli telja
með. Sem dæmi má nefna að sumar þær skógræktarskilgreiningar sem mest eru notaðar af
þróuðu ríkjunum miða við land sem er með a.m.k. 10-20% skógarhulu og að trén séu a.m.k
5-7 m há. Slíkar skilgreiningar falla vægast sagt illa að markmiðum um að tengja saman bar-
áttuna gegn landhnignun og Ioftslagsbreytingum, ekki aðeins hér á landi, heldur á stærstum
hluta jarðarinnar. Hvað okkur varðar má minna á að 80% birkiskóganna er lægri en 2 m í
meðalhæð. Marga fleiri óvissuþætti mætti nefna.
Landgræósla og breytingar á landnýtingu
Á alþjóðavettvangi á sér nú stað mikil umræða um áhrif fleiri aðgerða en skógræktar á kol-
efnisbókhald þjóða. Þar má nefna t.d. áhrif þess að ryðja skóg vegna akuryrkju (sem er ein-
hver mesti „losunarvaldurinn" í Ástralíu), bæta meðferð á komökrum (sem Bandaríkjamenn
horfa mest til), taka land úr notkun, þannig að ástand þess batni að sjálfsdáðum (áhersla m.a.
Bandaríkjamanna), og bæta landkosti með uppgræðslu og öðmm skildum leiðum.
Ein af meginástæðum þess hve hægt gengur að ná samkomulagi um aðrar bindileiðir en
skógrækt er ótti við mikla bindigetu sumra helstu landbúnaðarlandanna, s.s. Bandaríkjanna og
Ástralíu. Of rúmar heimildir gætu opnað þessum þjóðum flóttaleiðir frá því að þurfa að tak-
marka losun gróðurhúsalofftegunda. Málamiðlun gæti legið i því að tengja saman markmið
um t.d. vemdun loftslags, vamir gegn eyðimerkurmyndun og annarri landhnignun, og
vemdun líffræðilegrar fjölbrevtni. Slík nálgun myndi henta íslandi vel, því verkefni við
endurreisn illa farins lands binda mikið kolefni. Jafnframt er auðvelt að mæla og gera eftirlits-
aðilum loftslagssáttmálans grein fyrir slíkri bindingu.
íslendingar hafa tíma til a.m.k 2008 til að fá okkar landgræðslustarf samþykkt sem bindi-
leið. Hagkvæmast er að hefja slíka kolefhisbindingu af fullu afli strax, og telja hana með í
„bókhaldi gróðurhúsalofttegunda", því sérstakt átak undir lok viðmiðunartímabilsins gæti
reynst mjög dýrt. Litlar líkur em á öðra en að landgræðslustarfið verði samþykkt sem bindi-
leið, vonandi haustið 2000, ekki síst vegna sameiginlegra hagsmuna þjóða sem búa við land-
hnignunarvanda. Til baktryggingar mætti samhliða skoða þá leið að fá „sérstöðu íslands"
viðurkennda á grundvelli þess hve hér er mikið af illa fömu landi sem er áríðandi að bæta.
Siðferðilega séð væri slíkt meira viðeigandi fyrir ísland en að koma sér hjá því að mæta tak-
mörkunum á leyfilegri losun vegna stóriðju á grundvelli þeirrar sérstöðu hve íslenska hag-
kerfið er smátt.
GAGNKVÆMUR HAGUR FYRIR FÓLK OG UMHVERFI
í loftslagssáttmálanum eru ákvæði sem heimila iðnríkjum að mæta hluta skuldbindinga um
minnkun gróðurhúsalofttegunda með verkefnum sem stuðla að sjálfbærri þróun í fátækari
löndunum. Ljóst er að vaxandi fjöldi þjóða eygir þama tækifæri til að fá aukið ijármagn til
landgræðslu og skógræktarstarfs, sem kæmi bæði landi og loftslagi til góða. Og þá ekki ein-
göngu með því að iðnaður í norðri kosti landbætur í suðri, heldur einnig til að örva fjármögnun
þessa starfs heima fyrir. Forsenda þess að slíkar vonir rætist til fulls er að viðeigandi bindi-
leiðir séu heimilaðar. Sem dæmi um það hve mikið er í húfi, þá hefur aðalritari sáttmálans um
vamir gegn eyðimerkurmyndun fullyrt að tengingin við markmið loftslagssáttmálans sé ein
stærsta vonin um aukið fjármagn til baráttunnar gegn eyðimerkurvofunni í þróunarlöndunum.