Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 119
111
RRÐUNflUTRFUNDUR 2000
Rannsóknir á kolefnisbindingu í landgræðslu og skógrækt
Olafur Amalds
Rannsóknastofnun landbúnaóarins
INNGANGUR
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hefur aukist mjög frá upphafi iðnbyltingar-
innar. Þessi aukni styrkur veldur því að hitastig á jörðinni er þegar tekið að hækka, sem getur
haft ógnvænleg áhrif á vistkerfi hennar. A umhverfisráðstefnunni í Ríó ákváðu þjóðir heims
að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en frekari útfærsla þess samnings er kennd
við borgina Kyoto í Japan.
Kolefni er meginuppistaða flestra gróðurhúsalofttegunda, s.s. koltvísýrings (CO2) metans
(CH4) og flúorkolefnissambanda. Kolefnið í gróðurhúsalofttegundum andrúmsloftsins tekur
þátt í hringrás kolefhis á yfirborði jarðar. Magn kolefnis í andrúmsloftinu er um 720 Gt, en
um 560 Gt er bundið í gróðri (Schlesinger 1991). Enn meira magn er bundið í lífrænum hluta
jarðvegs, eða 1500-2500 Gt C (Schlesinger 1991, Lal o.fl. 1997, Brady og Weil 1999). Ljóst
er að með því að auka kolefni í gróðri og jarðvegi má minnka styrk kolefnissambanda í and-
rúmsloftinu. Því eru þjóðir heims hvattar til að binda kolefni í gróðri og jarðvegi. Ekki náðist
samstaða í Kyoto um útfærslu bindingar kolefnis í gróðri og jarðvegi sem mótvægisleið við
útblástur, nema að það telst grundvallarskilyrði að auðvelt sé að mæla slíka bindingu og sann-
reyna þær tölur sem hver þjóð gefur upp. Skógrækt er þegar samþykkt sem bindileið en nú er
deilt um hvort binding í öðrum gróðri og jarðvegi vegna sérstakra aðgerða til þess að binda
kolefni verði samþykktar síðar. Sem dæmi um slíkar aðgerðir má nefna ffiðun lands, aðferðir
við akuryrkju sem stuðla að því að auka líffænan forða jarðvegs, og einnig landgræðsla.
Ríkisstjóm íslands ákvað fyrir nokkrum árum að auka bindingu í gróðri og jarðvegi um
100 000 tonn C02 á ári umfram það sem var bundið árið 1990. Stefnt var að því að ná þessum
árangri um aldamót. Til þess að ná þessu markmiði var efnt til sérstaks átaksverkefnis og veitt
til þess fjármagn á fjárlögum. Slíkt átak hefur mikilsverða þýðingu fyrir samningsstöðu ís-
lands með það að augnmiði að fá landgræðslu sem viðurkennda leið til að binda kolefni til
mótvægis við losun gróðurhúsalofftegunda. Framkvæmd átaksins hefur verið í höndum Land-
græðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins.
Rétt er að hafa í huga að aðstæður hér á landi eru um margt sérstakar og möguleikar til að
binda kolefni í jarðvegi eru mun meiri á íslandi en almennt þekkist annars staðar. Það er m.a.
vegna þess að á íslandi eru víðáttumiklar auðnir sem eru snauðar af kolefni sem viða er hægt
að græða upp og jafnvel klæða skógi. Þá safnast mjög mikið af kolefni í íslenskan jarðveg,
meira heldur en algengt er í öðrum löndum. Astæður þess má m.a. rekja til sérstakra eigin-
leika jarðvegsins, sem telst eldfjallajörð (Andosol), en slíkur jarðvegur bindur alla jaftia mikið
kolefhi. Þá veldur stöðugt áfok því að íslenskur jarðvegur þykknar sífellt og um leið grefst
kolefni í jarðveginum.
Eftir að átak ríkisstjómarinnar hófst varð ljóst að fylgjast þyrfti með hvort það skilaði til-
settum árangri. Sérstökum rannsóknahópi var komið á fót til að rannsaka bindinguna og er til-
efni þessa erindis að greina stuttlega frá þessum rannsóknum og gefa dæmi um niðurstöður.