Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 120
112
FRAMKVÆMD RANNSÓKNANNA
Rannsóknimar hófust 1998.1 upphafi var lögð áhersla á að þróa aðferðir til að mæla kolefnis-
bindingu við mismunandi aðstæður. Dreifmg kolefnis í jarðvegi var könnuð og uppsöfnun
kolefnis í ofan- og neðanjarðarhlutum gróðurs og í jarðvegi, bæði á skógræktarsvæðum og í
uppgræðslum. Arið 1999 var aðallega bætt við uppgræðslusvæðum með breytilegar aðstæður.
auk mælinga á kolefhisflæði á einu uppgræðslusvæði.
Mælingar hafa verið unnar þannig að lagðir hafa verið út allmargir 100 m2 reitir. Þar
hefur kolefnisinnihald verið mælt í tijágróðri, bæði ofanjarðar- og neðanjarðarhlutum, í undir-
gróðri skóglendis og gróðri á landgræðslusvæðum, í sópi, auk mælinga á fínrótum og jarð-
vegi. I grófum dráttum hefur sú verkaskipting verið í gildi að starfsmenn RSr hafa séð um
mælingar á öllum trjágróðri, starfsmenn Lr hafa séð um mælingar á öðrum gróðri og sópi, og
einnig séð um gróðurfarslegar athuganir á svæðunum. Starfsmenn Rala hafa séð um jarðvegs-
hluta verkefnisins, efnagreiningar og mælingar á kolefnisflæði (1. tafla). Kolefni er mælt í
kolefnisgreini Rala, Lr og RSr, sem hýstur er á Rala.
1. tafla. Verkaskipting við rannsóknir á bindingu kolefiiis.
Verkþáttur Stofnun Ábyrgðarmenn
Mælingar á bindingu í trjágróðri (þéttleiki og rúmmál trjánna, viðarvöxtur, þyngd ofan- og neðanjarðarhluta Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá Amór Snorrason
Mælingar á bindingu í öðrum gróðri en trjám (ofanjarðar), uppskerumælingar mism. tegundarhópa og sóps, gróðurfarsmælingar Landgræðsla ríkisins Kristín Svavarsdóttir Ása L. Aradóttir
Mælingar á uppsöfnun kolefnis í finrótum, sýnataka, undirbúningur fyrir C-mælingu Náttúrufræðistofnun íslands Þorbergur Hjalti Jónsson
Jarðvegssýni, ákvörðun rúmþyngdar jarð- vegs og mælingar á kolefni í jarðvegi Rannsóknastofhun landbúnaðarins Grétar Guðbergsson Ólafur Amalds Jón Guðmundsson
Undirbúningur sýna, efnagreiningar Rannsóknastofhun landbúnaðarins Grétar Guðbergsson
Mælingar á kolefnisflæði Rannsóknastofnun iandbúnaðarins Hlynur Óskarsson
LOKAORÐ
Rannsóknimar á bindingu kolefnis við landgræðslu og skógrækt eru gott dæmi um hvemig
þverfaglegt samstarf á milli margra stofnanna getur skilað góðum árangri. Fmmniðurstöður
sýna að markmiðum verkefnisins um bindingu verður náð. Nokkuð af niðurstöðunum hafa nú
þegar verið birtar (Ólafur Arnalds o.fl. 1999) eða munu birtast bráðlega (Ólafur Amalds o.fl.
2000).
A þeim tveimur ámm sem þetta rannsóknaverkefni hefur varað hafa safhast mikilsverðar
upplýsingar um uppsöfhun kolefhis í íslenskum vistkerfum. Sökum þess hve aðstæður á ís-
landi em um margt sérstakar og hve víðtækar rannsóknimar em þá hafa niðurstöðumar al-
þjóðlegt gildi. Ljóst er að átaksverkefnið, sem ákveðið var af ríkisstjóm íslands, væri harla
veikburða ef ekki væri hægt að staðfesta árangur þess. Því eru rannsóknimar mikilvægur
þáttur í átaksverkefninu. Rannsóknimar hafa ennfremur veruleg áhrif á samningstöðu íslands,
því með þeim getur hin íslenska samninganefhd sannað að unnt er að mæla árangur land-
græðslu- og skógræktaraðgerða á Islandi á trúverðugan hátt.
Fulltrúar úr rannsóknahópnum hafa tekið nokkurn þátt störfum íslendinga í Kyoto ferl-
inu, sótt sérfræðingafundi og samið álitsgerðir við almennar tillögur um hvemig standa skuli