Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 122
114
RRÐUNflUTRFUNDUR 2000
Ahrif lúpínu á ræktun birkis
Ása L. Aradóttir
Lcmdgrœóslv ríkisins
INNGANGUR
Notkun tijá- og runnategunda í landgræðslu hefur aukist undanfarinn áratug. Landgræðslu-
skógaverkefnið, sem hófst árið 1990, vegur þar þungt, en einnig er um að ræða ýmsa aðra
landbótaskógrækt, auk notkunar birkis og víðis í uppgræðslu. Trjáplöntur eru því í vaxandi
mæli gróðursettar á berangri og í lítt gróið land. Þar geta þó ýmsir þættir dregið úr lífslíkum
og þrótti trjáplantnanna, s.s. næringarskortur, frostlyfting, toppkal og meindýr (Ása L. Ara-
dóttir og Sigurður H. Magnússon 1992, Ása L. Aradóttir og Jámgerður Grétarsdóttir 1995).
Bæta má lífslíkur trjáplantna sem gróðursettar eru í mela og annað gróðurlítið land með ýmsu
móti, t.d. með notkun tilbúins áburðar og búfjáráburðar (Hreinn Óskarsson o.fl. 1997, Ása L.
Aradóttir og Jámgerður Grétarsdóttir 1995), með því að velja plöntunum stað í skjóli og í
blettum með gróðurtægjum (Ása L. Aradóttir og Sigurður H. Magnússon 1992, Ása L. Ara-
dóttir og Jámgerður Grétarsdóttir 1995) eða með því að gróðursetja plöntumar í blettum sem
búnir hafa verið til með sáningu einærra eða annarra skammlífra grastegunda (Edda Sigurdís
Oddsdóttir o.fl. 1998). Ein leið til að mynda gróðurþekju á tiltölulega skömmum tíma er
sáning alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis), sem ætla má að veiti skjól, dragi úr frost-
hreyfingum jarðvegsins og auki fijósemi hans. Notkun lúpínu er hins vegar vandkvæðum
bundin, þvi hún getur myndar þéttar breiður og á þá til að vera hörð í samkeppni við lág-
vaxinn gróður (Borgþór Magnússon 1995).
Birki (Betula pubescens) er mikið notað í landgræðsluskógrækt og hefur verið önnur al-
gengasta tegundin í íslenskri skógrækt (Jón Geir Pétursson 1999). Birkifræ em smá og plönt-
umar em viðkvæmar fyrir samkeppni ffá öðmm gróðri fyrstu árin (Miles og Kinnaird 1979,
Pigott 1983, Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon 1990, Ása L. Aradóttir 1991,
Guðmundur Halldórsson o.fl. 1999). Vegna þessa gæti birki átt erfitt með að komast á legg í
lúpínubreiðum.
Ungar tijáplöntur eiga að öllum líkum erfiðara uppdráttar í lúpínubreiðum eftir því sem
lúpínan er þéttari og hærri. Lúpínubreiðumar hækka og þéttast meðan plöntumar í þeim em
að ná fullum þroska, en einnig er stærð lúpínuplantna og þéttleiki lúpínubreiðanna háð skil-
yrðum á vaxtarstað (Borgþór Magnússon o.fl. 1995). Áhrif lúpínunnar á trjáplöntumar hljóta
því að vera háð aldri lúpínunnar og vaxtarskilyrðum. Lúpínan er viðkvæm fyrir slætti á
ákveðnu þroskastigi (Bjami Diðrik Sigurðsson o.fl. 1995), sem bendir til þess að nota megi
slátt til að draga kraft úr lúpínunni og auka þannig uppvaxtarlíkur trjáplantna í lúpínubreiðum.
Árið 1995 hófust rannsóknir er miðuðu að því að kanna áhrif lúpínu á landnám birkis og
fmna hagkvæmar leiðir til að koma birki á legg í lúpínubreiðum. Verkefnið var unnið í sam-
starfi Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
og Landgræðslu ríkisins. Rannsóknimar fólust m.a. í tilraunum þar sem eftirfarandi vinnutil-
gátur voru prófaðar: