Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 126
118
hausti 1997 til vors 1998
og var það vegna þess að
sauðfé komst inn á svæðið
og beit ofan af íjöl-
mörgum plöntum.
UMRÆÐA OG
ÁLYKTANIR
Lúpínan myndaði þéttustu
breiðumar (hæst blaðflat-
arhlutfall) í Svínafelli, sem
liggur neðst af svæðunum
Qómm og hefúr mesta úr-
komu, en blaðflatarhlutfall
lúpínubreiðanna var lægst
og breytilegast á Hálsmelum, sem er það svæði er liggur hæst og hefúr minnsta úrkomu.
Blaðflatarhlutfallið var lægra í jöðrum en eldri hlutum lúpínubreiðanna og lægra í slegnum en
óslegnum lúpínureitum.
Niðurstöðumar styðja vinnutilgátumar sem lagðar vom fram í upphafi (sjá inngang).
Lifun gróðursettra plantna var minni eftir því sem lúpínan varð þéttari, en gróðursettar plöntur
þrifúst ágætlega í gisnum lúpínubreiðum. Þetta gilti bæði um samanburð innan svæða (betri
lifun í jöðmm lúpínubreiðanna en í þéttum breiðum) og milli svæða (samanber litla lifun í
óslegnum lúpínubreiðum í Svínafelli þar sem lúpínana var mjög þétt). Gróðursettar birki-
plöntur döfnuðu yfirleitt vel í slegnum lúpínureitum og gátu náð þar vexti sem er með því
besta er sést í skógrækt hér á landi. Sláttur á lúpínunni skilaði hins vegar ekki góðum árangri,
nema að hún væri í fullum blóma þegar slegið var. Ávinningur af því að gróðursetja birki í
lúpínubreiður, miðað við lítt gróinn berangur utan þeirra, virtist annars vegar fara eftir því
hversu þétt lúpínan gat orðið og hins vegar líkum á frostlyftingu.
Niðurstöðumar benda til þess að mögulegt sé að nota lúpínu sem hjálpartegund við
ræktun birkis eða í annarri skógrækt með því að gróðursetja trjáplöntumar í ungar eða gisnar
lúpínubreiður eða eldri lúpínubreiður sem slegnar hafa verið í fullum blóma. Þar sem til-
raunirnar tóku aðeins yfir 3 ár er þó enn sá möguleiki fyrir hendi að lúpínan nái að vaxa yfir
birkið í einhverjum meðferðum og þarf því að endurmæla tilraunareitina síðar. Niður-
stöðurnar sýna einnig að lúpínan getur verið afar hörð í samkeppni þar sem hún myndar þéttar
breiður, því við slíkar aðstæður náði hún að drepa jafnvel nokkuð státnar tijáplöntur. Þetta
þarf að hafa í huga við notkun lúpínunnar, hvort sem er í skógrækt öðrum tilgangi.
ÞAKKARORÐ
Verkefnið var unnið með styrk ffá Tæknisjóði Rannís, Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Norrænu ráðherra-
nefndinni (Samstarfsnefnd um norrænar skógræktarrannsóknir). Það var að mestum hluta unnið við Rannsókna-
stöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, er höfundur starfaði þar. Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon,
Aðalsteinn Sigurgeirsson og Snorri Baldursson voru í stýrihóp verkefnisins og tóku þátt í skipulagningu þess.
Jámgerður Grétarsdóttir og Tumi Traustason tóku þátt í vettvangsvinnu og ffágangi gagna. Margir starfsmenn
Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins aðstoðuðu við verkefnið á einn eða annan hátt. Öllum þessum
aðilum er þakkað þeirra framlag.
HEIMILDIR
Ása L. Aradóttir 1991. Population biology and stand development of birch (Betula pubescens Ehrh.) on di-
sturbedsites in Iceland. Doktorsritgerð við Texas A&M University, College Station, Texas.
S
x
50
40
30
20
10
0
50
40
30
20
10
0
4= •<#> .•<?- 4 ..<?’ .<?• ..<#> .<#> ,4 4 j
Hálsmelar Heiðmörk
Svínafell i Þjórsárdalur l
i N—i—. .
■ Lúpinubreiöa
■ Slegin lupinubr.
• Jaöar
■ Sleginnjaðar
• Utan lúpinubr.
5. mynd. Hæð gróðursettra planta í tilraunareitunum 1995-1998.