Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 128
RRÐUNAUTRFUNDUR 2000
Notkun innlendra víðitegunda til uppgræðslu og landbóta -
Kynning á verkefninu
Kristín Svavarsdóttir
°g
Ása L. Aradóttir
Landgrϗslv rikisins
INNGANGUR
Aukinn skilningur á notagildi innlendra tegunda, breyttar áherslur í landbótastarfi og vaxandi
áhugi á endurheimt upprunalegra vistkerfa, auk áhyggja af áhrifum framandi tegunda á þróun
vistkerfa, hafa ýtt undir áhuga á notkun innlendra tegunda til uppgræðslu og landbóta síðustu
árin. Margar víðitegundir eru þekktar fyrir að vera öflugir landnemar og koma snemma inn í
framvindu bæði erlendis (Walker o.fl. 1986) og hér á landi (Persson 1964, Sigurður H. Magn-
ússon 1992). Innlendar víðitegundir eru því álitlegur efniviður til landgræðslu, en einnig
vegna þess að þær eru mikilvægar í mörgum gróðursamfélögum hér á landi (Steindór Stein-
dórsson 1964) og mynda skjól við yfirborð. Þekking á eiginleikum tegunda, hegðun þeirra í
framvindu og hvemig best sé að standa að ræktun þeirra er forsenda markvissrar notkunar
þeirra. Til að byggja upp slíkan þekkingargrunn fyrir innlendu víðitegundimar var sett á
laggimar rannsóknaverkefni árið 1997. Markmið þess er að auka möguleika á markvissri
notkun innlendra víðitegunda við uppgræðslu og landbætur með því að bæta þekkingu á vist-
fræði tegundanna og að þróa aðferðir við notkun þeirra. I erindinu verður verkefnið kynnt og
sagt frá nokkrum niðurstöðum.
UPPBYGGING VERKEFNISINS
Verkefnið skiptist í fimm afmarkaða verkþætti sem tengjast mismikið innbyrðis. Þeir em: (1)
náttúrulegt landnám og leiðir til að stuðla að sjálfgræðslu, (2) fræþroski og frædreifing, (3)
líftími og meðhöndlun á víðifræi, (4) samspil erfðabreytileika og vaxtastaða (klónasafn) og
(5) þróun ræktunaraðferða. Lögð er áhersla á tvær af fjórum innlendu víðitegundunum, þ.e.
loðvíði og gulvíði og unnið er með þessar tvær tegundir í öllum verkþáttunum. Kynning á
verkefninu og niðurstöðum fyrstu áranna (1997-1998) kom út í skýrsluformi s.l. sumar (Ása
L. Aradóttir o.fl. 1999). Fyrsta áfanga verkefnisins lýkur á næsta ári, en reiknað er með að
halda a.m.k. einstökum verkþáttum áfram.
KYNNING Á EINSTÖKUM VERKÞÁTTUM
(1) Nátlúirulegt landnám og leióir til ad sludla að sjálfgrœðslu
Markmið þessa þáttar er að kanna landnám víðis við mismunandi aðstæður og reyna að greina
hvaða þættir hafa áhrif á það, þannig að hægt væri að stuðla að sjálfgræðslu þessara tegunda
við mismunandi aðstæður. Athuganir á náttúrulegu landnámi víðis voru unnar sumarið 1998
og verða helstu niðurstöður kynntar í erindinu. Seinni hluti þessa þáttar, þ.e. sáningartilraunir,
voru settar upp á Rangárvöllum s.l. sumar til að prófa tilgátur um áhrif áburðargjafar og raka
á landnám víðis á gróðurlitlu landi og áhrif röskunar á landnám í vel grónu landi. Vegna lítils
ffamboðs af hreinsuðu fræi varð að ffesta sáningum þar til sumarið 2000.