Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 129
121
(2) Frœþroski ogfrœdreifmg
Markmið þessa þáttar er að kanna þætti sem hafa áhrif á blómgun, fræþroska og fræregn loð-
víðis og gulvíðis. Einkum hefur verið lögð áhersla á áhrif áburðar, veðurfars og stærðar
plantna. Sett var upp áburðartilraun á tveimur stöðum á Suðurlandi (Hólmsheiði við Reykja-
vík og Gunnlaugsskógur á Rangárvöllum) til að skoða áhrif mismikils áburðar á blómgun og
fræþroska víðisins. Fyrstu niðurstöður liggja fyrir, en úrvinnslu gagna er ólokið.
(3) Líftími og meðhöndlun á vídifrœi
Markmið þessa þáttar er að mæla líftíma víðiffæs og kanna áhrif einfaldra aðferða til að
lengja hann. Unnið hefur verið að því að þróa aðferðir til að meðhöndla og geyma víðiífæ í
stórum skömmtum.
(4) Samspil erfðahreytileika og vaxtastaðar (klónasafn)
Markmið þessa þáttar er að koma upp safni mismunandi arfgerða er hægt verður að nota til að
(a) kanna erfðabreytileika víðisins og samspil hans við umhverfísþætti, (b) eiga staðlaðan
efnivið til ræktunartilrauna og annarra rannsókna og (c) velja álitlegar arfgerðir til ffamhalds-
ræktunar. Safc 69 klóna víðs vegar af landinu var gróðursett í Gunnarsholti á Rangárv’öllum
sumarið 1998 og síðan voru 23 klónum bætt við vorið 1999. Úttekt var gerð á klónum
safnsins vorið 1999 og önnur úttekt er ráðgerð nú í vor. Sumarið 1999 var hafin undir-
búningsvinna að því að prófa saltþol víðiklóna með fijópípuvali. Prófanir gengu vel og stefnt
er að því að nota þessa aðferð á mismunandi klónagerðir klónasafnsins sumarið 2000.
(5) Þróun rœktunaraðferóa
Markmið þessa þáttar er að gera samanburðarrannsóknir á mismunandi ræktunaraðferðum.
Sumarið 1999 var lögð út tilraun á Geitarsandi á Rangárvöllum til að prófa áhrif plöntugerðar,
heyþakningar og áburðargjafar á árangur ræktunar. í tilrauninni voru notaðar fjórar plöntu-
gerðir: ársgamlar bakkaplöntur er fengnar vom úr gróðurstöðum, vorgamlar bakkaplöntur,
sprota með rótarvísum og nýklippta sprota. Úrvinnsla á niðurstöðum haustúttektar eru enn í
gangi og verða fyrstu niðurstöður kynntar á Ráðunautafundinum 2000. Áfram verður fylgst
með tilrauninni næsta sumar og verður þá hægt að meta vetraráföll. Ráðlagt er að setja fleiri
ræktunartilraunir upp næsta sumar. Annars vegar er það tilraun á Geitarsandi, þar sem skoðuð
verða áhrif mismunandi áburðarskammta (nitur) á sprota og ársgamlar plöntur, og hins vegar
verða settar upp tilraunir víða um land til að prófa lifun órættra sprota við mismunandi að-
stæður.
ÞÁTTTAKENDUR OG VERKASKIPTING
Verkefnið er samstarfsverkefhi fjögurra stofnanna; Landgræðslu ríkisins (Lr), Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins (Rala), Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins (RSr) og Náttúm-
fræðistofnunar íslands (NÍ). Verkaskipting er þannig að Ása L. Aradóttir og Kristín Svavars-
dóttir hjá Lr hafa séð um verkþætti 1,2, 4 og 5, en auk þeirra hafa Sigurður H. Magnússon hjá
NÍ tekið þátt i verkþætti 1, Aðalsteinn Sigurgeirsson hjá RSr og Magnús Jóhannsson hjá Lr
séð um mismunandi hluta verkþáttar 4, Hreinn Oskarsson og Auður Ottesen hjá RSr komið að
verkþætti 5 og Jón Guðmundsson á Rala hefur séð um verkþátt 3. Að auki hafa aðrir starfs-
menn Lr og RSr unnið að verkefninu eftir þörfum.
Verkefnið hefur verið styrkt af Tæknisjóði Rannís og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.