Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 131
123
RRÐUiMRUTflfUNDUR 2000
Heyefnagreiningar og áburðarleiðbeiningar
Friðrik Pálmason
Rannsóknastofmn landbúnaðarins
ÚRDRÁTTUR
Kjörmörk og skortsmörk fyrir nítur, fosfór og kali í grasi við mismunandi uppskeru voru metin út frá niður-
stöðum áburðartilrauna á túnum víðsvegar um landið 1969-1973.
Kjörmagn var 2,4-2,8% N, 0,22-0,35% P og 1,8-2,5% K í þurrefhi háð vaxtarskilyrðum á hverjum stað og
tíma. Tilraunimar sýna að að unnt er að taka tillit til þessa ef uppskera er metin.
Við efri skortsmörk (90% af hámarksuppskeru einstakra ára og staða) var 2,1-2,6% N (13-16% hrá-
prótein), 0,22-0,30% P og 1,3-1,7% K.
Kjörmagn og efri skortsmörk skarast fyrir hvort um sig nítur og fosfór, en með uppskerumælingu má
greina þar á milli. Nægilegt er þó yfírleitt talið að efhamagn sé yfir efri skortsmörkum.
Nýtanlegur fosfór í jarðvegi (tiiraunaliðir án fosfóráburðar) gaf að meðaltali 0,7 tonn/ha af þurrefni, eða
26% af hámarksuppskeru eftir fosfóráburð á þeim stöðum og þeim árum sem minnsta uppskeru gáfu. Nýtanlegt
N í jarðvegi gaf 1,4 tonn/ha af þurrefni, eða 34% af hámarksuppskeru. Nýtanlegt kalíum gaf 1,6 tonn/ha af þurr-
efni, eða 56% af hámarksuppskeru.
Á þeim stöðum og árum sem mesta uppskeru gáfu gaf fosfór úr jarðvegi að meðaltali 5,6 tonn/ha af þurr-
efni, eða 87% af hámarksuppskeru eftir fosfóráburð. Samsvarandi tölur fyrir kalíum voru 81% (6,0 tonn/ha) og
68% (4,1 tonn /ha) fyrir nítur.
INNGANGUR
Árið 1972 var gerð grein fyrir rannsóknum á fosfór og kalíum í túngrösum og grassprettu
(Friðrik Pálmason 1972). í framhaldi af því voru kynntar aðferðir við leiðréttingu fyrir
þroskastigi og tegundamun með notkun aðhvarfa milli fosfórs og kalís í grasi annars vegar og
hrápróteins hins vegar. Þessar aðferðir hafa m.a. verið teknar upp sem kennsluefni í áburðar-
ffæði við Bændaskólana (Magnús Óskarsson og Matthías Eggertsson 1978). Tilraunir sem
stuðst var við voru gerðar á tilraunastöðvum jarðræktar 1961-1969.
Nýlega hefur farið ffam uppgjör tilrauna á tímabilinu 1969-1973 með tilliti til þess að
nýta mat á uppskeru og efnagreiningu við áburðarleiðbeiningar.
Haft var í huga að með baggavæðingunni sé auðveldara en áður að meta heyfeng af
hverri túnspildu. Jafnframt er samnýting uppskerumats og efnagreininga við mat á næringar-
ástandi túngróðurs laus við ágalla sem eru á því að nota mælingu á hrápróteini í þessum til-
gangi. Hráprótein (16% N) er í rauninni margfeldi af níturmagni í sýninu og notkun hrá-
próteins til leiðréttingar fyrir þroskastigi gerir þá kröfu að ekki sé skortur né ofgnótt níturs í
jarðvegi.
í þeirri grein sem hér fer á eftir eru fyrst raktar nokkrar erlendar rannsóknir sem lúta að
plöntuefnagreiningum og áhrifum þroskastigs á efnamagn í komtegundum. I komrækt og í
annarri hreinrækt einstakra tegunda er auðveldara en í túnrækt að meta þroskastig en á túni
með meira eða minna blönduðum gróðri. I þeim tilraunum sem stuðst var við var gróður eins
og gengur og gerist í túnum og þroskastig við slátt var ekki metið og því í raun eina leiðin að
nota uppskerumælingar jafnhliða efhagreiningum til þess að meta næringarstöðu túngróðurs.
SKORTSMÖRK OG KJÖRMÖRK PLÖNTUNÆRINGAREFNA
Styrkur plöntunæringarefna í gróðri hefur verið greindur í tvo eða fleiri flokka eftir því hversu
vel er séð fyrir þörfum plöntunnar til vaxtar og þroska.