Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 132
124
Sprettumarkgildi (critical nutrient percentage) var skilgreint af Macy (1936) sem lægsta
kjörmark eða minnsti styrkur næringarefnis sem þarf til þess að tryggja hámarkssprettu.
Skortsmörk (critical value) samkvæmt Sumner (1979) er styrkur plöntunæringarefnis í
ákveðnum plöntuhluta sem þarf til þess að ná ákveðnum vexti sem svarar til 5-10% fráviks
frá hámarksuppskeru.1
Styrkleikakúrfur lýsa uppskeru sem falli af styrk plöntunæringarefna í plöntunni. Þessum
kúrfum er oft skipt upp í ákveðin bil eða svæði, sbr. Siman (1974):
• Svæði skorts (the zone of deficiency) - vöxtur eykst mikið en styrkur næringarefnis lítið.
Umskiptasvæði (the zone of transition) - bæði uppskera og styrkur aukast.
Kjörsvæði (the zone of adequacy) - Styrkur næringarefnis eykst en uppskera vex ekki frekar.
Svæðin (skortur, umskipti, kjör-
svæði) koma skýrast í ljós á línuritum er
líður á vaxtartímann. í byrjun vaxtar-
tímans, meðan næringarefnagjöf
(áburðamotkun) hefur engin eða lítil
áhrif á uppskeru, en styrkur næringar-
efnis i plöntunni fer vaxandi, er ekki
unnt að greina þessi bil. Smám saman
breytist kúrfan og tekur á sig þá mynd
að unnt er að greina skortsbil, umskipti
og kjörbil eins og fram kemur á 1. mynd
(Siman 1974).
Nægilegt magn (sufficiency range)
hefur samkvæmt Sumner (1979) verið
skilgreint þannig að lægri mörkin svari
til skortsmarka, en þau efri til óvenju-
lega mikils magns af næringarefninu
eða efri mörkin af-
. 3-5 blafia stig
. Annaö hné
_ Blómgun
%N í þurrefni
. Sprotamyndun
. Fyrsta hné
. Skriö
1. mynd. Uppskera og nítur í grasi við vaxandi skammta af
N-áburði og mismunandi þroskastig (Siman 1974). Áborið
N 0, 250, 750 og 2250 mg á pott.
marki það bil þar
sem eitrunar fer að
gæta.2
Kjörmagn N í
vorhveiti í til-
raunum Simans
(1974) var 1,8% N
í þurrefni við
blómgun, 2,1% við
skrið og 5,2% við
byrjun hliðar-
sprotamyndunar
(tillering stage) (1.
tafla).
1. tafla. Nítur í ofanjarðarhluta vorhveitis og uppskera (Siman 1974).
% af hámarksuppskeru
100% 90-100% 80-90% 60-80% <60%
Næringarstaða og %N í þurrefni
Þroskastig Kjörmagn Optimum level Nægilegt Sufficient range Lágt (hulinn skortur) Low range Skortur Deficient range Hörgull Very defici- entrange
Sprotamyndun 5,2 3,7-5,2 3,2-3,6 2,6-3,1 <2,6
Fyrsta hné 4,1 2,6-4,1 2,2-2,5 1,7-2,1 <1,7
Annað hné 3,2 2,1-3,2 1,7-2,0 1,3-1,6 <1,3
Síðasta blað 2,6 1,5-2,6 1,2-2,4 0,9-1,1 <0,9
Skrið 2,1 1,2-2,1 1,0-1,1 0,8-0,9 <0,8
Blómgun 1,8 1,0-1,8 0,8-0,9 0,6-0,7 <0,6
1 (The concentration of a plant nutrtient in a particular plant part sampled at a particular growth stage at which
5-10% reduction in yield is observed).
2 “such that the lower limit represents roughly the critical level while the upper is set at a value corresponding
to an unusually high to toxic concentration.”