Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 140
132
RASUNflUTRFUNDUR 20CD
Túlkun og hagnýting jarðvegsefnagreininga
Þorsteinn Guðmundsson
og
Jóhannes Sigvaldason
Landbúnaöarháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Meginmarkmið þjónustugreininga á jarðvegi í landbúnaði er að meta næringarefnaástand
hans, greina núverandi og framtíðarþörf áburðar. fylgjast með áhrifum ræktunar á frjósemi
jarðvegsins, fylgjast með magni einstakra efna og veita aðstoð við gerð áburðaráætlana. Sam-
band milli næringarefnainnihalds jarðvegs annars vegar og upptöku eða uppskeru hins vegar
er vel þekkt. En það eru margir aðrir þættir sem hafa áhrif á magn og gæði uppskerunnar:
1. Hluti næringarefnanna losnar yfir vaxtartímann við veðrun steinefna og rotnun lifrænna efna.
Þetta á sérstaklega við um fosfór þar sem mjög mikið er bundið í lífrænum efnum [1]. Það á að
sjálfsögðu einnig við um köfnunarefni, en um það verður ekki fjallað hér.
2. Ýmsir jarðvegseiginleikar, s.s. komastærð, sýrustig, næringarefhabúskapur, loftun, raki og rót-
ardýpt, hafa mikil áhrif á jarðvegslíf og upptöku næringarefna.
3. Gróðurfar, nýting og ástand túna. Um rótardýpt og hversu mikið af næringarefnum túngróður
sækir niður fýrir aðalrótarmottuna og það 5 sm lag sem sýnin eru tekin úr er iítið vitað.
4. Veðurfar er einn mikilvægasti vaxtarþátturinn,
en það er mjög breytilegt frá ári til árs, hefur
mikil áhrif á jarðvegslíf og umsetningu í jarð-
vegi.
Nú eru um fjórir áratugir síðan grunnur var
lagður að því hvemig túlka bæri niðurstöður
jarðvegsefnagreininga. A þeim tíma vax mikið
um nýræktir og nýleg tún og jarðvegstölur víða
lágar eða mjög lágar, þannig að lítil og jafnvel
engin uppskera fékkst ef ekki var borið á.
Svörun fékkst fyrir vaxandi áburðarskammta að
mjög stórum skömmtum [9,10]. Þetta átti sér-
staklega við um fosfórinn. Eftir margra áratuga
rækt hefur ástandið breyst. Það er víða búið að
byggja frjósemi jarðvegsins með tilliti til
þessara næringarefna upp og jarðvegstölur hafa
hækkað. Dæmi um þetta er tilraun 299-70 á
Hvanneyri (1. mynd). Fosfórinn safnast fyrir al-
veg efst í jarðveginum og P-tölumar hækka úr
mjög lágum yfir í mjög háar. Uppsöfnun kalís
dreifist á meiri dýpt og greinilega niður fyrir 15
sm, þó það hafi ekki verið mælt. Það er athygli-
svert hve há kalítalan er í efstu 2 sm jarðvegs án
áburðar en síðan mjög lág neðan 5 sm dýptar.
Fosfór
i_________________í
Abonm fosfcr kgfha
| 30 kg/ha
i____| 0 kg/ha
0 5 10 15 20 25 30 35 40
P-AL mgftOOg
Kaii
" 5-*:________________—____
Aöofiö ka!í kg/ha
2 100 kg/ha
0.5 1 1.5
K - AL mj/IOOg
1. mynd. Fosfór og kalí í tilraun 299-70 á
Hvanneyri. Meðaltal úr reitum með eða án
viðkonandi áburðar eftir 18 ára meðferð [16].