Ráðunautafundur - 15.02.2000, Qupperneq 141
133
Þetta bendir til þess að gróðurinn taki upp kalí af meiri dýpt og stuðli að ákveðinni uppsöfnun
í aðalrótarlaginu. Fram á seinustu ár var ráðlagt að bera ríflega á af fosfór til að tryggja
uppskeru. Það á bæði við ráðleggingar hér á Islandi og eins í nágrannalöndum okkar.
A seinustu árum hefur meiri áhersla verið lögð á markvissa nvtingu næringarefna til
spamaðar fyrir búin og með efnajafnvægi þeirra í huga. Neikvæð áhrif áburðarefna á um-
hverfið hafa einnig haft mikil áhrif í nágrannalöndum okkar, t.d. fosfór í ám og vötnum. Það
er því ástæða til að endurskoða okkar nálganir og þá fyrst og fremst til hagnaðar og mark-
vissar nýtingar næringarefnanna.
AÐFERÐIR
Aðferðir til þjónustugreininga á jarðvegi eru margar og er það e.t.v. til marks um að engin að-
ferð hefur fundist sem segir nákvæmlega til um hversu mikið af næringarefnum jarðvegurinn
getur miðlað yfir vaxtartímann. Margar aðferðir nota lífrænar sýrur, sölt af þeim eða í blandi
með mikið þynntri ólífrænni sýru. Sem dæmi má þar nefna ediksýru og sölt af henni og
laktataðferðimar, þrjú afbrigði em til þar sem AL-aðferðin er með lægsta sýrustigið og leysir
því mest, en þessar aðferðir em mikið notaðar í Norður Evrópu [4,15]. í Norður Ameríku eru
allmargar aðferðir sem nota þynntar ólífrænar sýrur. Til greiningar á fosfór í kalkríkum jarð-
vegi em lútkenndar lausnir, natronlútur eða bíkarbónat, notaðar og á akurlendi dugir jafnvel
vatn sem leysiefni til að meta magn nýtanlegs fosfórs.
Hér á landi er jarðvegur efnagreindur á þremur stöðum, á Rannsóknastofnun landbún-
aðarins Keldnaholti (RALA), hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og hjá Búnaðarsam-
bandi Eyjafjarðar. Á RALA er kalí greint í skoli með veikri ediksým, en fosfór í skoii með
natríumbíkarbónati sem er basískt skol. Aðferðin er oft kennd við Olsen [8] og talað um
Olsen-P, en hún er notuð í Englandi og í Danmörku og víðar á kalkríkan jarðveg. Á Hvann-
eyri og á Akureyri eru öll næringarefnin (P, K, Ca, Mg og Na) greind í ammóníumlaktatskoli
(AL-skol) [3], en það er súrt skol og er einnig notað í Noregi og Svíþjóð. Fylgni er góð milli
niðurstaðna á kalígreiningum með þessum tveimur aðferðum og eru K-tölur fyllilega sam-
bærilegar. Því miður á það ekki við um fosfórinn. í veiksúrum jarðvegi (pH yfir 5,5) er lítil
fylgni milli greininga á fosfór með þessum tveim aðferðum, en fylgnin er allgóð í súrum jarð-
vegi (pH 4,75-5,05) og em aðhvarfslíkingar gefnar upp [5], en munur milli mismunandi jarð-
vegsgerða er mikill.
TÚLKUN
Túlkun á niðurstöðum jarðvegsefnagreininga byggir á tilraunaniðurstöðum og að ákveðnu
marki á reynslu. Það er leitað eftir sambandi milli efnis í jarðveginum og uppskeru, þar sem
bæði er hægt að skoða samhengi milli K- eða P-tölu og heildamppskem eða uppskem við-
komandi efnis. Ein þessara aðferða, kennd við Cate-Nelson [2], hefur verið notuð til að skoða
þessi samhengi á íslandi [7], þar sem niðurstöður úr tilraunum á Norðurlandi og í Dalasýslu
[13] voru skoðaðar. Þessi athugun leiddi í ljós að það er allgott samhengi milli jarðvegstalna
(AL-aðferð) og uppskemauka fyrir fosfóráburð að jarðvegstölunni 4 mg P/lOOg, en minni og
óöruggari uppskemauki og lítið samhengi þar fyrir ofan. Þessar niðurstöður vom lagðar til
grundvallar og verða það áfram hér ásamt öðmm upplýsingum. Samband kalítalna og upp-
skeruauka fyrir áburð fannst hins vegar ekki. Á það er að benda að í viðkomandi tilraunum
var enginn jarðvegur með mjög lágar kalítölur, hinar lægstu vom 0,4 mj/100 g sem svarar til
um 16 mg K/lOOg jarðvegs. í nágrannalöndum okkar er uppskeruauki fyrir kalíáburð óviss
þegar K-tölur fara yfir um 20 mg K/lOOg (200mg/kg) [14,15] og má því færa ákveðin rök
fyrir því að þessar tilraunir hafí ekki náð til þess sviðs, þar sem glöggs samhengis milli