Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 144
136
Áætlun um nýtingu nær-
ingarefna á kúabúi er sett fram
í 4. töflu. Hér er miðað við
jafna dreifingu búfjáráburðar,
en það er ljóst að iiman bús
þarf að taka tillit til misjafn-
lega mikils búfjáráburðar á
einstök stykki. Þar sem jarð-
vegstölumar em lágar er þörf
á næringarefnum mikil, bæði
fyrir gróðurinn og eins til að
byggja frjósemi jarðvegsins
upp. Þar sem búfjáráburðurinn
er nýttur minnkar það sem
upp á vantar og uppfylla þarf
með tilbúnum áburði. Þar sem
meiri eða minni búfjáráburður
er borinn á þarf að taka tillit
til þess í magni tilbúins
áburðar.
4. tafla. Áætluð nýting á fosfór og kalí á kúabúi. Heildarþörf nær-
ingarefna miðuð við jarðvegstölur (2. og 3. tafla) og 60 hkg/ha af þe.
með 18 kg af fosfór og 108 kg af kalí. Áburður í kg/ha.
Jarðvegstölur (AL-aðferð) mgP/lOOg og mjK/lOOg Þörf næringrefhaI) Búfjár- áburður25 Tilbúinn áburðuÁ
Lágar
Fosfór (0-4) 25-35 10 15-25
Kalí (0-0,3) 120 55 65
Meðal
Fosfór (5-10) 18 10 5
Kalí (0,4-0,8) 108 55 53
Háar
Fosfór(yfír 10) 0-10 10 0
Kalí (yfir 0,8) 0-75 55 0-20
1) Næringarefnaþörf metin eftir uppskeru (60 hkg þe. með 18 kg P
og kg K) og jarðvegstölum.
2) Búfjáráburði dreift jafnt á öll tún, 90% nýting fosfórs og kalís.
Magn sjá 3. töflu og texta.
3) Tilbúinn áburður það sem upp á vantar til að uppfýlla heildarþörf
næringarefna.
Meiri hluti túna mun hafa jarðveg með meðal eða háum jarðvegstölum. Jarðvegi sem
getur miðlað nokkuð eða mikið af þessum helstu næringarefhum. Þar nær búfjáráburðurinn
allt að því eða alveg að uppfylla fosfórþörfma. Því miður hafa engar tilraunir verið gerðar
með litla skammta af fosfór, þannig að það er erfitt að segja til um hvort sleppa megi
fosfómum alveg eða hvort litla skammta þurfi til að brúa næringarefnaþörfma á vorin meðan
jarðvegurinn er kaldur og losun úr líffænum bindingum mjög hæg. í jarðvegi með meðal kal-
ítölur uppfyllir búfjáráburðurinn um helming af þörfmni og meira þar sem kalímagn í búfjár-
áburði er hærra en hér er reiknað með.
LOICAORÐ
Takmarkanir greininga á jarðvegi felast fyrst og fremst í því að þær geta aldrei verið annað en
nálgun á því hversu mikið af næringarefnum jarðvegsins geta nýst yfir vaxtartímann. Þessar
greiningar gefa hins vegar upplýsingar um heildarástand hvers næringarefnis fyrir sig og gefa
til kynna á hvaða bili áburðamotkun á að vera. Heyefnagreiningar hjálpa mjög við endanlega
ákvörðunartöku á áburðargjöf, eins og komið var að í fyrra erindi.
Jarðvegsefnagreiningamar gefa til kynna hvenær nauðsynlegt er að byggja frjósemi jarð-
vegsins upp þegar magn einstakra efna er eða verður lágt. Greiningamar em ekki síður mikil-
vægar til að greina hátt efhamagn sem hjá fosfór þarf ekki að koma fram í gróðurgreiningum
og vara við of miklum kalíáburði. Þar sem P- og K-tölur em mjög háar er hætta á að efnin
glatist úr túnunum, sem er óþarfa tap á verðmætum, auk þess sem það er óæskilegt að
áburðarefnin berist með útskolun eða örðum hætti út í næsta umhverfi. Jarðvegsefna-
greiningar eru þess vegna, auk tóls til áburðaáætlana, liður í gæðastjómun og umhverfis-
vöktun í landbúnaði.
HEIMILDIR
I. Bjami Helgason 1998. Organic phosphorus in Icelandic Soils. í: Phosphorus balance and ulilization in
agriculture - towards sustainability. Kungl. Skogs- og Lantbruksakademiens Tidskrift 135/7, 59-67.