Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 146
138
RRÐUNflUTRFUNDUR 2000
Próteingildi rúlluheys
Bragi Líndal Ólafsson
Tryggvi Eiríksson
Jóhannes Sveinbjömsson
Eiríkur Þórkelsson
og
Láins Pétursson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Eins og kimnugt er þá er niðurbrot hrápróteins í vömb lykilstærð þegar próteingildi fóðurs er
reiknað samkvæmt AAT-PBV kerfinu (Bragi Líndal Ólafsson 1995). Mælingar á niðurbroti
próteins í vömb eru tímafrekar og dýrar og tæplega framkvæmanlegar, nema í sérstökum
verkefnum. Fastir stuðlar hafa því verið notaðir í fóðurtöflum og þegar próteingildi hafa verið
reiknað fyrir þjónustusýni, 0,80 fyrir vothey og 0,60 fyrir þurrhey. I raun fara því uppgefm
AAT og PBV gildi heysins eftir styrk hrápróteins annars vegar og meltanleika þurrefnis hins
vegar. Áþekkar aðferðir eru notaðar á hinum Norðurlöndunum. Hér á landi er verkun í rúllur
orðin ráðandi heyverkunaraðferð. Rúlluverkun hefúr í fór með sér aukinn breytileika í hey-
fóðri, þar sem þessi aðferð leyfir meiri sveigjanleika í sláttutíma og þurrkstigi grass við
hirðingu. Við aðstæður þar sem heyfóður er jafii stór hluti af fóðri jórturdýra eins og hér á
landi þá er ljóst að til að nýta kosti AAT-PBV kerfisins verður að vera hægt að meta niðurbrot
próteins með nokkurri vissu.
Á Ráðunautafundi 1998 voru kynntar niðurstöður forrannsókna á rúlluheyi, þar sem
kannaðir voru þeir þættir sem hafa áhrif á niðurbrot próteins í vömb og þar af leiðandi
próteingildi heysins (Bragi Líndal Ólafson og Páll Eydal Reynisson 1998). í 17 sýnum sem
safnað var sérstaklega með tilliti til breytileika í þurrefnisinnihaldi kom í ljós að það virtist
hægt með allgóðri vissu að áætla niðurbrot próteins í rúlluheyi þegar þurrefnisinnihald,
meltanleiki þurrefnis og hrápróteininnihald var vitað (y = 53,60 - 0,46 þe.% + 0,51 melt.
þe.% + 0,67 hráprót. %þe.; r2 = 0,92). Allt eru þetta mælingar sem venjulega eru gerðar þegar
fóðurgildi heys er mælt. Sýni í þessari forrannsókn voru fá og niðurstöðumar bundnar við
verkað fóður, en þær þóttu lofa það góðu að ástæða væri til að skipuleggja tilraun til að kanna
frekar áhrif þessara þátta. Þar sem það er einnig orðið mjög algengt að bændur taki sýni af
uppskerunni við rúllun þótti æskilegt að kanna hversu vel mælingar á hirðingarsýnum
hentuðu til að áætla niðurbrot próteins.
Meiri fylgni var milli niðurbrots próteins og þurrefnisinnihalds í heyinu í þessari for-
rannsókn en í niðurstöðum Tamminga o.fl. (1991) í Hollandi fyrir grasvothey og von Keys-
erlingh o.fl. (1996) í Kanada fyrir rúlluhey.
Yfirlit um uppbyggingu og eðli próteina í grösum og niðurbrot þeirra við mismunandi
verkunaraðferðir er að finna í ofangreindri grein (Bragi Líndal Ólafson og Páll Eydal Reynis-
son 1998) og nýlegri grein eftir Braga Líndal Ólafsson og Jóhannes Sveinbjömsson (1999).
EFNI OG AÐFERÐIR
Tilraunin hófst á Tilraunastöðinni á Stóra Ármóti vorið 1998. Valdar voru þrjár u.þ.b. 2 ha