Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 147
139
spildur með vallarsveifgrasi, vallarfoxgrasi og língresi. Spildumar voru allar á sams konar
jarðvegi, ffamræstri mýri, og sáð í þær á árunum 1995-1997. Spildunum var skipt til
helminga og var annar helmingurinn sleginn 29. júní og hinn 16. júlí. Heyið var þurrkað á
velli þannig að áætlað þurrefnisinnihald við rúllun yrði um 30, 45, 60 og >75%. Þurrkur var
góður og náðist að forþurrka heyið í bæði skipti á 214 sólarhring, þó öll þurrkstig næðust ekki
nákvæmlega, einkum vegna þess hve heyið þornaði fljótt á köflum. Sýni voru stöðugt tekin úr
heyinu og þurrkuð í örbylgjuofni til að fylgjast með þurrefnisinnihaldi. Tvær til fjórar rúllur
voru teknar við hvert þurrkstig af hverri grastegund við báða sláttutíma. Borsýni voru tekin úr
hverri rúllu og sett strax í frysti. Rúllunum var síðan pakkað strax í áttfalt plast.
í apríl 1999 voru tekin borsýni úr öllum rúllum og þau fryst. Bæði hirðingarsýni og
verkuð sýni voru frostþurrkuð og möluð í 1 og 2 mm komastærð. Samsýni vora útbúin úr
rúllum af sama tilraunalið. Til að mæla niðurbrot próteins var 1,5 g (2 mm komastærð) komið
fyrir í nælonpokum (gatastærð 37 p) í vömb þriggja kúa sem fóðraðar vora á 2/3 af þurrlegu
rúlluheyi og 1/3 af kjamfóðri á grundvelli þurrefnis. Rúlluheyið var língresi af sömu spildu og
notuð var í tilrauninni. Dvalartímar í vömb vora 0, 1,2, 4, 8, 12, 16, 24, 48, 72 og 96 klst og
einn poki fyrir hvern tímapunkt í hverri kú. Um aðferðir almennt er vísað til Madsen o.fl.
(1995). Hráprótein var mælt með Kjeldahl aðferð. Niðurbrot próteins var reiknað með aðferð
Kristensen o.fl. (1982) og miðað við flæðihraðann 0,08 úr vömb. Meltanleiki þurrefnis, in
vitro, var mældur með aðferð Tilley og Terry (1963) á sýnum með 1 mm komastærð. AAT og
PBV gildi vora reiloiuð eins og útskýrt er í grein eftir Braga Líndal Ólafsson (1995).
NIÐURSTÖÐUR OG UMFJÖLLUN UM ÞÆR
í 1. töflu má sjá yfirlit yfir tilraunina og niðurstöður helstu mælinga á verkuðu rúlluheyi. Ekki
náðist í öllum tilfellum að hitta nákvæmlega á það þurrefnisinnihald sem stefnt hafði verið að,
en dreifingin spannar hins vegar vel það bil sem stefnt hafði verið að, 30—75% þurrefni.
í 2. töflu era birtir stuðlar fyrir fylgni milli mælinga sem gerðar vora á verkuðum rúllu-
sýnum. Mjög mikil neikvæð fylgni (r= -0,96) er milli niðurbrots próteins í vömb og innihalds
þurrefnis í sýnunum. í gögnunum ffá 1998 var samsvarandi fylgni -0,84. Fylgni milli prótein-
niðurbrots og meltanleika þurrefnis var 0,49, sem er minni fylgni en í gögnunum frá 1998 þar
sem hún var 0,82. Fylgni milli meltanleika þurrefnis og próteininnihalds var 0,67, en í
gögnunum frá 1998 var samsvarandi fylgni mjög lítil. Hina miklu fylgni milli niðurbrots
próteins og þurrefnisinnihalds má ef til vill rekja til þess hve einsleitar þurrkaðstæðumar vora
í þessari tilraun. Þurrkunin í þessu tilviki var hröð og samfelld, en í linum þurrki eða þar sem
hey blotnar aftur vegna úrkomu má reikna með meiri breytileika vegna niðurbrots á próteini
plöntunnar sem á sér stað á meðan hún liggur á velli.
Aðhvarfslíkingar vora reiknaðar fyrir niðurbrot próteins í vömb, þar sem breytur vora
þurrefnisinnihald, meltanleiki þurrefnis og próteininnihald, bæði í verkuðum sýnum og
hirðingarsýnum. Niðurstöðumar era í 3. töflu. Þurrefnisinnihald í verkuðum sýnum af rúllu-
heyi skýrir 91% af breytileikanum í niðurbroti próteins í vömb og þegar meltanleiki þurrefnis
er tekinn með skýrist 96% af breytileikanum (sjá 1. og 2. mynd). Nánast sömu niðurstöður
fást þegar sömu mælingar á hirðingarsýnum era notaðar þannig að mælingar á hirðingar-
sýnum virðast henta jafnvel til að áætla niðurbrot próteins í verkuðu rúlluheyi (3. mynd).
Meiri breytileiki i niðurbroti er þó til staðar við lágt þurrefnisinnihald sem m.a. má greina á 1.
mynd og við frekari athugun á gögnum. Spálíkingin úr þessari tilraun, byggð á þurrefnisinni-
haldi og meltanlegu þurrefni í verkuðum sýnum, var notuð til að áætla niðurbrot próteins í
sýnunum frá 1998 og eru niðurstöðumar sýndar á 4. mynd. Þar sést að líkingin áætlar meira
niðurbrot heldur en mældist í nokkram sýnum þar sem niðurbrot var um og yfir 80%, en þetta