Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 149
141
3. tafla. Aðhvarfslíkingar til að reikna niðurbrot hrápróteins í rúlluheyi út frá þurrefhisinnihaldi,
meltanleika þurrefnis og hrápróteininnihaldi í verkuðum sýnum og hirðingarsýnum. Líkingamar eru á
forminu: Yj = A + b,X| + b2x2 + b3x3.....b„x„.
Y=niðurbrot próteins % í rúlluheyi A Xl= þe. % bi x2=meltanl. þe. % b2 x=prótein % þe. b3 R2
1. Mælingar á verkuðum sýnum 108,58 -0,58 0,91
-21,10 1,38 0,24
59,77 -0,53 0,66 0,96
2. Mælingar á hirðingarsýnum 108,98 -0,58 0,92
-18,93 1,37 0,23
65,40 -0,55 0,60 0,96
3. Sameinaðarmælingará verkuðum 104,64 -0,53 0,80
sýnum 1998 og 2000 -13,57 1,27 0,39
55,56 -0,45 0,64 0,89
63,35 -0,49 0,46 0,43 0,92
AAT og PBV gildi voru reiknuð samkvæmt mældu niðurbroti próteins í vömb, eftir
líkingunni: Y = 59,77 - 0,53 þe.% + 0,66 melt. þe.%, og með því að nota niðurbrotsstuðulinn
0,80. Niðurstöðurnar koma fram í 4. töflu. Þar sést að á efri þurrkstigunum tveimur er AAT
gildi rúlluheysins vanmetið í öllum tilfellum, en jafnffamt ofmetið í mörgum tilfellum á lægri
þurrkstigunum þegar stuðullinn 0,80 er notaður. Fyrir meðalsýni úr þessu gagnasafhi sem er
með um 70% meltanlegt þurrefni og 17,4% hráprótein í þurrefni mundi 80% niðurbrot á
próteini eiga sér stað við um 49% þurrefnisinnihald. í þessari tilraun mældist um 90% niður-
brot á próteini í sýnum af snemmslegnu vallarsveifgrasi og língresi (meltanleiki þurrefnis 72-
74%) sem rúllað var þegar þurrefnisinnihald heysins var rúmlega 30%. Þegar AAT gildi eru
reiknuð fyrir þessi sýni eru þau einungis 65-75% af gildunum sem reiknuð eru fyrir sýni af
sömu uppskeru þar sem mest er forþurrkað, eða allt að því sem um þurrhey væri að ræða.
Jafnframt eru PBV gildi mjög há þannig að mikið tap á próteini gæti átt sér stað við fóðrun á
slíku heyi.
Á 6. mynd eru sýndir niðurbrotsferlar í vömb fyrir prótein í vallarsveifgrasi þar sem hey
af báðum sláttum var forþurrkað á velli uns þurrefnisinnihald var annars vegar rúmlega 30%
og hins vegar yfir 80%. Þar sést að við lægra þurrkstigið er vatnsuppleysanlegt prótein í
heyinu 78-81%, en við það hærra 28-30% sem er mjög áþekk niðurstaða og fengist hefur við
mælingar á grösum sem slegin eru á svipuðum tíma (Bragi Líndal Ólafsson 1998). Við hærra
þurrkstigið er prótein úr heyinu að brotna niður og leysast upp jafnt og þétt í vömbinni í allt
að sólarhring. Við lægra þurrkstigið er hætt við að próteinið tapist, nema að örverumar hafi
aðgang að auðgerjanlegum kolvetnum til að nýta vatnsleysanlega próteinið. Grös innihalda
vatnsuppleysanleg og auðgeijanleg kolvetni, aðallega í formi fruktana og súkrósa. Þessi kol-
vetni eru hins vegar notuð sem orka til þeirrar gerjunar sem á sér stað við verkun heysins í
rúllunni. Þeim mun blautari sem heyið í rúllunni er þeim mun meiri gerjun verður í heyinu.
Það er því hætt við að saman fari niðurbrotið og uppleysanlegt prótein og skortur á auðgerjan-
legum kolvetnum. Þó þær lífrænu sýrur og alkóhól sem myndast við votheysgerjun nýtist
jórturdýrinu sem orkugjafi eru þessi efni gagnslítil sem orkugjafi fyrir örverur vambarinnar.
Afleiðingamar eru slæm nýting á próteini heysins, minni framleiðsla á örverupróteini í vömb-
inni og minna magn og óhagstæðara hlutfall milli rokgjamra fitusýra sem myndast í vömb-
inni. Þeim mun meiri gerjun sem leyfð er í rúllunum þeim mun óhagstæðara verður heyið sem
fóður fyrir t.d. mjólkurkýr, nema að sérstakar ráðstafanir séu gerðar til að sjá kúnum á réttum
tíma fyrir kjamfóðri sem inniheldur að hluta auðgeijanleg kolvetni. Það er vitað að myndun