Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 154
146 '
Með tilkomu „nýs“ fóðurmats á sínum tíma breyttist framsetning niðurstaðna ffá því sem
áður var. Sjálfsagt er að skoða hvort eigi að breyta forminu á niðurstöðublaðinu, en að okkar
mati verður að fara varlega í breytingar, þar sem bændur þekkja núverandi form.
Fóðurráðgjöf út frá heysýnaniðurstöóum
Undanfarin ár hefur niðurstöðum verið komið á framfæri við bændur á Suðurlandi á þann hátt
að niðurstöðurnar eru sendar með bréfi og athugasemdum um einstök mæligildi eftir því sem
tilefni er til út frá niðurstöðunum. Einnig hefur nokkur hópur bænda fengið fóðuráætlun út frá
upplýsingum um heygjöf og niðurstöðum sýnanna. Fóðuráætlanir hafa verið uimar í danska
forritinu „Bedriftsl0sning“ sem miðar m.a. við flokkafóðrun. Ljóst er að nytsemi þessara
áætlana byggja á þeim forsendum sem tiltækar eru. Þar vega þyngst þættir eins og át kúa á
fóðri, það hve öruggar heysýnaniðurstöðumar em, t.d. með tilliti til orku og reiknaðra gilda á
AAT og PBV. Mikilvægt er að styrkja þessar undirstöður eins og kostur er. Þá er mikilvægt
að framsetning áætlunar sé einföld og skilmerkileg. Á það hefur vemlega skort í því forriti
sem unnið hefur verið með.
Mikilvægt er einnig að hægt sé vinna fóðuráætlanir áður en innifóðrun kúnna hefst að
hausti til að þetta verk skili þeim árangri sem bændur vonast eftir. Þá verða heysýnaniður-
stöður að liggja fyrir sem fyrst eftir slátt.
Aburðarrádgjöf út frá heysýnaniðurstöðum
Margir þeirra sem taka heysýni nýta þau markvisst við mat á áburðargjöf næsta tímabil. Varð-
andi steinefnaþátt heysýnanna er mikilvægt að skoða eftirfarandi þætti: Niðurstöður fýrri ára,
hvort um er að ræða eldri tún eða nýræktartún með t.d. hreinu vallarfoxgrasi, sláttutíma og
hvemig dreifingu búfjáráburðar er hagað.
Við skoðun á niðurstöðum úr efnagreiningum á grænfóðursýnum er Ijóst að kalítalan er
oftast vemlega hærri en miðað er við í viðmiðunargildum fyrir gróffóður. Hér hlýtur að vera
ástæða til að endurskoða samsetningu þess tilbúna áburðar sem mest er notaður á grænfóður
(15-15-15).
RÁÐGJÖF ÚT FRÁ JARÐVEGSEFNAGREININGUM
Skipulag ogfjöldi sýna
Á undanfömum áratugum hefur verið skipulögð sýnataka á jarðvegi á svæði Búnaðarsam-
bands Suðurlands. Bændum í hverjum hreppi er boðið upp á sýnatöku 4. eða 5. hvert ár. Yfir-
leitt hafa formenn Búnaðarfélaganna skipulagt starfið í hverjum hreppi, bændumir sjálfir séð
um sýnatökuna en Búnaðarsambandið lagt til tæki og poka til sýnatökunnar. Niðurstöður hafa
undanfarin ár borist bændum í febrúar eða mars. Hins vegar komu síðustu niðurstöður liðins
árs um 20. janúar, sem er mun fyrr en áður var. Alls fóm um 320 sýni ffá Suðurlandi í efna-
greiningu síðastliðið ár. Fjöldi sýna á hverjum bæ er á bilinu frá einu upp í að tekin era sýni
úr hverri spildu.
Niðurstöður ogframsetning nióurstaðna
Jarðvegssýni sem hafa verið tekin á Suðurlandi undanfarin ár hafa verið efnagreind, annars
vegar á Hvanneyri (sýni úr V-Skaftafellssýslu og Rangárvallsýslu) og hins vegar á RALA
(Ámessýsla). Ekki hefur verið fullt samræmi í því sem mælt hefur verið, þannig hefur kal-
síum og magnesíum verið mælt á Hvanneyri, en ekki í sýnum sem farið hafa til RALA.
Síðastliðið haust fóm öll hefðbundin jarðvegssýni af Suðurlandi í efnagreiningu á Hvanneyri.
Fyrir bændur og ráðunauta sem túlka niðurstöður hlýtur að vera mikilvægt að samræmi sé
bæði í aðferðum við greiningu og hvaða efhi em greind.