Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 157
149
RRBUNRUTAFU\'DU3 20C0
Hvað er fóðurgildi?
- um aðlögun að breyttum fóðurmatsaðferðum
Jóhannes Sveinbjömsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Eins og greint hefur verið frá á Ráðunautafundum (t.d. Bragi L. Ólafsson og Jóhannes Svein-
bjömsson 1999) er unnið sameiginlega að því á Norðurlöndunum að þróa fóðurmatskerfi íyrir
jórturdýr byggt á hermilíkönum (KAROLINE) sem byggir á einstökum fóðurefnum og um-
myndunarferlum þeirra í skepnunni. Verkefni er í gangi á RALA sem felur í sér frekari þróun
og aðlögun þessa kerfis hvað varðar meltingu og upptöku næringarefna frá meltingarvegi.
Fullnægjandi aðlögun að breyttum aðferðum er þó langtímaverkefni og felur m.a. í sér eftir-
farandi þætti:
• Aðlögun þekkingar, s.s. upplýsingamiðlun til bænda og ráðunauta, er m.a. hlutverk erindis eins og
þessa.
• Aðlaga þarf upplýsingaöflun um fóður að nýjum kerfum og huga að því hvemig nútíma upplýsinga-
tækni verði best nýtt við fóðuráætlanagerð.
• Þróun hermilíkana eins og KAROLINE fylgir gjama nokkuð almennri línu, en einstakar aðildar-
þjóðir þurfa að hafa frumkvæði að því að aðlaga kerfið eigin aðstæðum.
Hér á eftir verður komið inn á hvem þessara þriggja þátta.
AÐLÖGUN ÞEKKINGAR - NOKKRAR STAÐREYNDIR
Orka og efni
Þegar hús er byggt þá þarf bæði orku og efhi. Orkuuppsprettumar em ýmsar, s.s. rafmagn,
olía, líkamleg og andleg vinna o.s.frv. Efain em líka fjölbreytileg, allt eftir eðli byggingar-
innar: steypa, timbur, jám, plast, gler o.s.ffv. Framleiðsla á búfjárafurðum eins og mjólk og
kjöti er líka byggingarstarfsemi. Þar þarf bæði orku og sérhæfð efhi. eins og við húsbygging-
una.
Efnaskipti er almennt heiti yfir það hvemig einstakar sameindir breyta um mynd í efna-
hvörfum í lífverum. í sumum þessara efnahvarfa brotna flóknar sameindir niður í aðrar ein-
faldari og orka losnar. Slík efaahvörf nefaast einu nafai frálífun (catabolism). í öðmm efna-
hvörfum, sem kallast aðlífun (anabolism), em einfaldar sameindir notaðar til að byggja upp
stærri og flóknari sameindir. Aðlífan krefst orku. Orkugjaldmiðill efnaskiptanna er
adenosín-þrífosfat (ATP). ATP sem losnar við frálífan er notað til vinnu og til uppbyggingar
(aðlífunar) á ýmsum efaasamböndum, þ.e. kolvetnum, próteinum og lípíðum. „Galdurinn“ við
ATP er sá að það inniheldur sk. háorku-efnatengi, sem tengja saman fosfór og súrefni. Með
því að svona tengi myndast eða rofaa, losnar eða binst orka. Hlutverk ATP er því að miðla
orku, á svipaðan hátt og vatn er notað í olíukyndingu. Olían er þama sambærileg við fóðrið,
hvort tveggja mundi nýtast illa ef að því væri borinn eldur og allt látið faðra upp án þess að
orkunni væri miðlað á einhvem hátt.
Auk þeirrar orku sem binst í ATP losnar einnig úr læðingi varmaorka við niðurbrot nær-
ingarefna. Varmaorka þessi kemur skepnunni að gagni við að halda réttum líkamshita sem er