Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 158
150
nauðsynlegur til að starfsemi líkamans gangi eðlilega fyrir sig. Eins og ýjað heíur verið að hér
að framan enda þó ekki öll næringarefnin sem ATP- eða varmaorka. Sumpart eru þau nýtt
beint eða óbeint sem byggingareíhi í afurðir. Það er því ekki orkan í efnunum sem öllu máli
skiptir, heldur efnin sjálf. Með því að hugsa í orkueiningum svo sem kaloríum, júlum eða
fóðureiningum erum við að gefa okkur að amínósýrur, fitusýrur og kolvetni séu sambærileg
efni að öðru leyti en hvað orkuinnihald varðar. En svo er ekki.
Leiðfóðurs til afurða —yjirlil
Á 1. mynd er sýnt í mjög grófum dráttum hvemig einstök fóðurefni verða að næringarefnum
fyrir jórturdýrið, byggingarefnum í þær afurðir sem svo verða til. Að stórum hluta breyta
fóðurefnin um mynd við gerjun í vömb. Þó kemst hluti þeirra óbreyttur þar í gegn, en meltist í
smáþörmum. Þar er um að ræða torleyst prótein sem t.d. er mikið af í góðu fiskimjöli, og
stundum líka sterkju úr þeim sterkjugjöfum sem hægar brotna niður, s.s. maís og kartöflum.
Eins og 1. mynd gefúr til kynna getur það haft lykiláhrif á magn og samsetningu afurða
hvemig fóðurefnin umbreytast og í hvaða hlutföllum byggingarefnin em tekin upp frá
meltingarveginum. Nánari umfjöllun um það er að fínna í öðru erindi hér á fundinum (Bragi
L. Ólafsson, Jóhannes Sveinbjömsson og Emma Eyþórsdóttir 2000).
Starfsemi vamharinnar
í vömbinni er hitastigið 38-39°C, sýmstigið á bilinu pH 5,5 til 7,0 og ekkert súrefni. í meðal-
stórum erlendum kýrvömbum, sem rúma um 90 kg, hefur verið giskað á að séu 250 þúsund
milljarðar af bakteríum af ýmsum tegundum, 80 milljarðar framdýra (protozoa) og aragrúi
sveppa. Hinar mismunandi tegundir hafa sértækar þarfir fyrir næringu, sýmstig og fleira. Því
er hlutfall tegrmda breytilegt eftir því hvaða fóður berst ofan í vömbina. Samkeppni er mikil,
en einnig er um að ræða samhjálp því að sumar tegundir eru algerlega háðar næringarefnum
sem aðrar gefa frá sér. Sem dæmi má nefna að vissar tegundir sérhæfa sig í að brjóta niður
prótein. Við það verður m.a. til ammóníak sem er nauðsynlegt öðrum tegundum sem sérhæfa
sig í trénisniðurbroti, en hafa ekki hæfileikann til að mynda ammóníak.