Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 159
151
Stórar kolvetnasameindir, s.s. sterkja og sellulósi, eru ekki étnar í heilu lagi af ör-
verunum. Örverumar verða fyrst að seyta út ensímum sem brjóta þessar fjölliður niður í ein-
og tvísykrur sem komast í gegnum frumuvegg örveranna. Þegar þangað inn er komið fer hin
eiginlega geijun fram. Hver sameind af glúkósa, sem er langalgengasta sykran þegar hér er
komið sögu, inniheldur sex kolefhisatóm. Við gerjunina verða til rokgjamar fitusýrur, einkum
edikssýra (2 C-atóm), própíonsýra (3 C-atóm) og smjörsýra (4 C-atóm). Einnig verða til gas-
tegundirnar metan og koldíoxíð. Við það að sykrusameindimar klofna niður í þessar smærri
sameindir losnar orka á formi ATP. Hér er því um að ræða frálífun. Hjá bakteríunum fer
einnig fram aðlífun, þ.e. þær stækka og þeim fjölgar við að þær nota sem orku það ATP sem
losnar við gerjunina. Hluti af þessu ATP fer þó til viðhalds örverumassans, en hlutfallslega
minna eftir því sem vöxturinn er hraðari. Amínósýrur úr niðurbrotnu fóðurpróteini nýtast sem
byggingarefni, enda eru örverurnar a.m.k. að hálfu leyti prótein. Ammóníak nýtist einnig við
uppbyggingu á örverupróteini, en þar sem það er kolefnisfrítt þarf “kolefnisgrindur” á móti til
að mynda amínósýrumar. Það kolefni geta örvemmar fengið við niðurbrot á sykmm.
Orkulega séð er það hagkvæmara fyrir örverumar að mynda edikssým heldur en t.d.
própíonsýra, þar sem edikssýmgerjunin gefur hlutfallslega meira ATP og ætti þannig að
stuðla að meiri örvemvexti, þó að raunvemleikinn styðji það að visu ekki endilega. Raunar er
sú orka sem losnar á formi ATP, við loftfirrða gerjun sem þessa, tiltölulega lítill hluti af þeirri
orku sem er að finna í sykrusameindunum sem gerjast. Stærstur hluti orkunnar (70-80%) er
enn bundinn í hinum rokgjömu fitusýrum og skilar sér með þeim inn í efnaskipti skepnunnar.
Própíonsýran skilar stærri hluta orkunnar á þennan hátt heldur en edikssýran og er skepnunni
að þessu leyti hagstæðari, fyrir utan það að vera oft meira takmarkandi sem hráefni í efna-
skiptum heldur en edikssýran. Þrátt fyrir gott sambýli hafa því örverumar og skepnan að vissu
ieyti andstæða hagsmuni hvað varðar heppilegt geijunarmunstur. Þó er það þannig að sumar
tegundir örvera framleiða einkum edikssýru, en aðrar tegundir própíonsýra, o.s.frv. Eigin-
leikar fóðursins hafa mikið um það að segja hvaða örverutegundir verða ráðandi og þar með
hvert geijunarmunstrið verður.
Niðurhrot fóðwefna í vömb
Eins og nánar verður rakið síðar i þessum pistli er niðurbrotshraði fóðurefna í vömb sá þáttur
sem einna mest áhrif hefur á geijunarmunstrið. Niðurbrotshraðinn stjómast af hlutföllum,
efna- og eðliseiginleikum einstakra fóðurefna og agnastærð. Sykmr og önnur vatnsleysanleg
efni brotna hratt niður þar sem þau em vambarörveranum mjög aðgengileg. Sömuleiðis
brotnar yfirleitt stór hluti plöntupróteina hratt niður. Prótein (ensím) sem hafa með “trénun’
plöntunnar að gera og er að finna í frumuveggnum brotna þó hægar niður eða jafnvel alls
ekki. Sumar vambarörvemr hafa yfir að ráða ensíminu amylasa sem brýtur niður sterkju.
Sterkjan er bundin í komum sem eru nokkuð mismunandi að gerð, lögun og stærð eftir
plöntutegundum. Sterkja í korntegundum brotnar að jafnaði mun hraðar niður en sterkja í
rótarávöxtum á borð við kartöflur. Belgjurtir, s.s. baunir og ertur, liggja þar á milli. Milli ein-
stakra komtegunda er líka munur, t.d. brotnar byggsterkja mikið hraðar niður en maíssterkja.
Byggingu sterkjukomanna má breyta með ýmsum aðgerðum, s.s. suðu, mölun o.fl., og þar
með auka niðurbrotshraðann.
Tréni (NDF) brotnar að jafnaði mun hægar niður en sterkjan, en þó er þar um að ræða
mikinn breytileika. Tréni sem hefur það hlutverk að hlífa fræi fyrir ytra áreiti er mjög hart og
illviðráðanlegt fyrir örvemmar - í takt við það hlutverk sem því er ætlað. Tréni í sykurrófum
er dæmi um hið gagnstæða, það brotnar mjög hratt niður, enda hlutverk þess að mynda
nokkurs konar net til geymslu á sykri. Tréni í grasi verður tormeltara eftir því sem plantan
þroskast, enda þarf plantan á meiri styrk að halda eftir því sem hún hækkar. Mat á gæðum