Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 160
152
trénis er eitt af grundvallaratriðunum í því að meta gæði fóðursins og áætla át. Raðgreining
trénisþátta með aðferðum Van Soest o.fl. (1991) skiptir tréninu (frumuveggnum) upp í sína
helstu þætti, þ.e. hemisellulósa, sellulósa og lignín. Lignínið er algerlega ómeltanlegt og binst
auk þess að hluta til sellulósanum og hemisellulósanum, og dregur úr og hægir á meltingu
þessara efna. Til að viðhalda eðlilegri vambarstarfsemi þarf fóðrið þó að innihalda visst lág-
marksmagn af tormeltu (lignínríku) tréni. Innihald frumuveggsins af lignín getur gefið góðar
vísbendingar um heildarmeltanleika hans og hve hratt hann gerjast. Til að meta gerjunarhraða
frumuveggs er þó algengast að nota nælonpokaaðferðina eða in vitro aðferðir.
Flœói út úr vömb
Flæðihraði fóðursins út úr vömbinni stjómast af
vambarfylli (áti), stærð og þéttleika fóðuragna. Þegar
vambarfyllin takmarkar át reynir skepnan að auka
flæðihraða út úr vömbinni til að rýma fyrir nýju
fóðri. Þetta leiðir að vísu til þess að meltanleiki
(einkum trénis) minnkar nokkuð vegna þess að
fóðrið hefur minni viðverutíma í vömbinni. Hins
vegar getur heildarupptaka næringarefna aukist
vegna þess að aukið át vegur meira en minnkaður
meltanleiki. Stærð fóðuragna hefur áhrif á viðvera-
tíma þeirra í vömb vegna þess að agnir yfir ákveð-
inni stærð komast hreinlega ekki út úr vömbinni.
Þéttleikinn hefur einnig þýðingu, því að tæming
vambarinnar á sér stað frá neðri hluta hennar, niður í
gegnum keppinn. I þessum neðri hluta eru aðeins
þungar, loftlausar agnir, því þær sökkva jú til botns frekar en þær sem eru léttari. Um leið og
fóðrið brotnar niður af völdum örvera eykst þéttleiki agnanna, þannig að meiri líkur eru á að
þær agnir sem lengra eru á veg komnar í niðurbroti og gerjun yfirgefi vömbina.
UPPLÝSINGAÖFLUN - UPPLÝSINGATÆKNI
Með notkun kerfa er byggja á fóðurefnum í stað orku mun upplýsingaþörf varðandi fóður
breytast verulega. Nauðsynlegt verður að hafa upplýsingar um hlutföll helstu efna í fóðrinu
og niðurbrotsferla þeirra. I 1. töflu er greint frá hvaða upplýsingar verða nauðsynlegar og
einnig hugmyndir um það með
hvaða aðferð hægt yrði að nálgast
upplýsingamar í hverju tilfelli.
Um er að ræða fjórar leiðir:
• Beinar mælingar á einstökum
fóðursýnum.
• Obeinar mælingar á fóðursýnum
með NIR eða sambærilegri tækni.
• Upplýsingar fengnar úr „mið-
lægum“ gagnagrunni, áætlun út
frá grastegund, sláttutíma, verk-
unaraðferð o.fl.
• Gildi reiknuð út frá öðrum
mældum eða metnum gildum
með línulegri jöfnu (spálíkingu)
eða flóknari líkönum.
1. tafla. Upplýsingaþörf um fóöur skv. fóðurefnakerfi og leiðir
sem mætti nota til að nálgast þær upplýsingar.
Beinar
mælingar NIR
Gagna- Spá-
arunnur likingar
Efnahlutföll
Hráprótein
NDF
Sterkja
Hráfita
Sykrur
Lífrænar sýrur
Steinefni
Niðurbrot fóðurefna
Hráprótein
NDF
Sterkja
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X (?)
x (?)
X(?)
x (?)