Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 162
154
fmna annars vegar hvað mikið af tilteknu fóðurefci (hráprótein, NDF, sterkja) getur gerjast í
vömb og hins vegar hversu hratt það gerjast. Mikil vinna hefur verið lögð í slíkar mælingar
hérlendis á undanfömum árum eins og kynnt hefur verið á ráðunautafcndum (Bragi L. Ólafs-
son o.fl. 1997, 1998, 2000). Þær mælingar, og aðrar er kunna að bætast við, munu nýtast sem
grunnur að óbeinum mælingum eða nálgunum sem notaðar verða til að leggja mat á þessi
gildi í fóðurleiðbeiningum. NIR-mælingar hafa verið reyndar til að leggja mat á niðurbrots-
stuðla hrápróteins (Tremblay o.fl. 1996) og trénis (Jung o.fl. 1998) með nokkuð góðum ár-
angri. Notkun spálíkinga kemur einnig til greina, þ.e. að nota aðrar þekktar stærðir til að spá
fyrir um niðurbrotsstuðla (sjá Bragi L. Ólafsson o.fl. 2000). Sömuleiðis má hugsa sér að
sækja þessi gildi í gagnagrunn.
Af þessum hugleiðingum má draga þá ályktun að fóðurmatskerfi er byggir á fóðurefnum
í stað orku þurfi ekki að fela í sér aukningu á beinum mælingum á fóðri. Til að tryggja al-
menna notkun á slíku kerfi er hins vegar nauðsynlegt að standa vel að vígi varðandi NIR eða
aðrar óbeinar mælingar, gagnagrunn og spálíkingar. A þessi atriði hefor verið lögð mikil
áhersla á undanfömum árum. Ljóst er að tiltæk gögn eru sterk á sumum sviðum en veikari á
öðrum, eins og gengur. A RALA er stefnt að því að gefa út fjölrit á næstunni þar sem m.a.
verður að finna frumútgáfc af gagnagrunni um íslenskar fóðurtegundir. Brýnt er að vinna að
því að koma þeim gagnagrunni á veraldarvefinn, þar sem hann yrði svo uppfærður reglulega
eftir því sem nýrra upplýsinga er aflað.
Fóðuráœtlanagerö framtiðarirmar - bestun
Bestun (optimisation) er samheiti yfir aðferðir til að gera hlutina eins vel og hægt er!
Venjulega er þar um að ræða einhvers konar reikniaðferðir. Fóðuráætlanagerð er verkefoi sem
hentar nokkuð vel að nálgast þannig. Árangurinn fer fyrst og fremst eftir því hve sterkar
forsendumar eru. Við þá fóðuráætlanagerð sem tíðkast í dag, hérlendis og í flestum öðrnm
löndum, fer ekki fram nein raunvemleg bestun. Tiltölulega einfaldir útreikningar em notaðir
til að fmna út rétt hlutföll milli 2—4 fóðurtegunda, þannig að þarfir gripanna fyrir orku og
prótein séu uppfylltar. Bestun er nokkru flóknara ferli. Markmiðið með henni er að finna út
ódýrustu lausnina sem uppfyllir þær kröfúr sem fyrir liggja varðandi næringarþarfir
gripanna. Taka má tillit til fjölda greininga, s.s. AAT, PBV, FEm, NDF, sterkju, sykra, fitu,
Ca, P, Mg o.s.frv. Einnig er hægt að vinna með þann ijölda fóðurtegunda sem óskað er eftir.
Ódýrasta lausnin er ekki endilega sú sem gefcr lægst verð á kg fóðurs, heldur miklu frekar sú
sem gefúr minnstan kostnað á ffamleiðslueiningu (mjólkurlítra, kg kjöts).
I Svíþjóð er bestun að verða meir og meir útbreidd við gerð fóðuráætlana. Ráðunautar sjá
um slíkt gegn tilteknu gjaldi. Einnig geta menn sjálfir framkvæmt bestunina á veraldarvefnum
á tveimur slóðum sem eru öllum opnar. Annars vegar hjá Lantmannen (LFU) á slóðinni http://
www.nib.n.se/lfc/ og hins vegar hjá HusdjursSverige á slóðinni http://mattias.kontakt.slu.se/
cgi-bin/lp/aat lfú.pl. Sú fyrrnefnda býður upp á bestun eingöngu skv. kerfi LFU, en á þeirri
síðarnefndu má bera saman niðurstöður fengnar úr LFU-kerfinu og öðru forriti sem unnið var
á vegum Sænska landbúnaðarháskólans og miðast við sænska breytiorkukerfið og AAT/PBV-
kerfið. LFU-kerfið er hins vegar fóðurefnakerfi, þ.e. það vinnur út frá ákveðnum viðmiðunum
um innihald fóðurs af NDF, sterkju, sykrum, fitu og hrápróteini, og tekur auk þess tillit til
gerjunareiginleika einstakra fóðurefna í vömbinni. Þetta kerfi er því nokkuð á undan sinni
samtíð, þó svo að það sé tæpast jafn öflugt, a.m.k. fræðilega séð, eins og fóðurefnakerfi sem
byggja á hermilíkönum. Hvað varðar notkun slíkra hermilíkana eru Bandaríkjamenn komnir
hvað lengst með sitt Cornell-kerfi, eða CNCPS (Comell Net Carbohydrate and Protein
System). Það er til að mynda mjög þróað hvað varðar útreikninga á örverupróteinframleiðslu í
vömb (NRC 1996).