Ráðunautafundur - 15.02.2000, Síða 163
155
AÐLÖGUN HERMILÍKANS - NÝJAR NIÐURSTÖÐUR
Eins og fram kom hér á undan hafa hlutföll gerjunarafurða frá vambargerjun mikla þýðingu
fyrir efnaskipti skepnunnar og þar með magn og samsetningu afurða. Hátt hlutfall
própíonsýru (einkum á kostnað edikssýru) er að jafnaði æskilegt hjá gripum í mikilli fram-
leiðslu. í kennslubókum stendur yfirleitt að með auknu kjamfóðurhlutfalli fari própíonsýra
vaxandi en edikssýra minnkandi. Gjaman eitthvað á þá leið að ef gróffóður er 75-100% af
fóðrinu þá sé hlutfall edikssýru 65-70% og hlutfall própíonsýru 16-18% af heildarframleiðslu
rokgjamra fitusýra í vömb. Öfgar í hina áttina, t.d. 20—40% gróffóður, þýði svo 50-60%
edikssýru og 25-30% própíonsýru. Þetta getur í vissum tilvikum staðist, en er þó ekki alveg
svona einfalt. Margt hefur bent til þess að niðurbrotshraði einstakra fóðurefha (trénis, sterkju)
í vömbinni sé ekki síður mikilvægur í þessu tilliti heldur en innbyrðis hlutföll þessara efna
(kjamfóður/gróffóður-hlutfall). Þetta hefur undirritaður rannsakað að undanfömu, við Sænska
landbúnaðarháskólann og á RALA. Hér á eftir verður gefin stutt innsýn í þær rannsóknir.
Við rannsóknimar er notuð
sérstök gerð (Murphy og Lind-
gren 1998) af vambarhermi (3.
mynd), sem samanstendur af 8
samskonar einingum. Hver eining
samanstendur af 2,5 lítra gler-
sívalningi sem er tæmanlegur
neðan ffá, en að ofan er sett inn
fóður og jafnalausn (buffer), auk
þess sem þar er dælukerfi sem
gegnir því hlutverki að hringdæla
innihaldinu. Þessi uppbygging
hefur þann kost að lagskipting
innihaldsins á sér stað líkt og í
vömbinni: efst er gas, svo kemur
fast efni, þar fyrir neðan vökvi og
á botninum er botnfall (sjá líka 2.
mj'nd til samanburðar). Ön'eru-
starfsemin, líkt og í vömbinni, á
sér fýrst og fremst stað í fasta
efninu og í vökvafasanum. Fasta
efnið er loftkennt og létt í sér, því
flýtur það ofan á. Smám saman
vinna örverumar á því, agnimar minnka og síga niður í vökvafasann. Tormeltasti hluti þeirra
sígur á endanum niður á botninn og tæmist þaðan út, ásamt hluta af vökvafasanum. Hring-
dæling gorsins í vambarherminum gegnir því hlutverki að stuðla að blöndun milli hinna mis-
munandi fasa, líkt og vambarhreyfmgar jórturdýrsins gera. Blöndun, lagskipting og tæming
innihaldsins er nær því að lúta sömu lögmálum og í vömbinni í þessum vambarhermi heldur
en t.d. RUSITEC (Czerkawski 1986), sem einnig er til á RALA. Þar sem einingar vambar-
hermisins eru átta talsins (og gætu í raun verið fleiri) má setja upp í honum fullburða tilraunir.
í einni tilraun (Jóhannes Sveinbjömsson o.fl., óbirtar niðurstöður) var gerður saman-
burður á þremur meginþáttum: