Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 164
156
• Tveimur gróffóðurtegundum: snemmsiegið vallarsveifgras (hraðgerjanlegt tréni) og síðslegið vallar-
foxgras (hæggerjanlegt tréni).
• Tveimur sterkjugerðum: hrá kartöflusterkja (hæggerjanleg) og soðin kartöflusterkja (hraðgerjanleg).
• Tveimur mismunandi hlutföllum af sterkju í heildarfóðrinu (30% og 60%).
Tilraunin var skipulögð sem 2x2x2 þáttatilraun, þar sem prófa mátti megináhrif allra
meðferða sem og öll hugsanleg tveggja og þriggja þátta víxlhrif. Helstu niðurstöður voru:
• Hin hraðgerjanlega, soðna sterkja gaf allt önnur hlutföll fítusýra (45% edikssýra, 30% própíonsýra)
heldur en hráa sterkjan (59% edikssýra, 24% própíonsýra).
• Gróffóðurtegundir og sterkju/gróffóðurhlutföll höfðu ein og sér ekki afgerandi álirif á hlutföll gerjunar-
afurða, en víxlhrif eru athyglisverð:
• Aukið hlutfall sterkju ámóti gróffóðri þýddi:
• hækkað própíonsýruhlutfall ef sterkjan var soðin (hraðgerjanleg),
• hækkað edikssýruhlutfall ef sterkjan var hrá (hæggerjanleg).
• Þessi tilhneiging kom mun skýrar í Ijós þegar gróffóðrið var hraðgerjanlegt.
Meginályktunin sem má draga af þessu er sú að vilji maður auka hlutdeild própíonsýru í
vambargerjun er ekki eina lausnin að auka kjamfóður- (sterkju-) hlutfallið á kostnað gróf-
fóðursins. Það getur verið a.m.k. jafn áhrifaríkt að velja sterkjugjafa sem gerjast hratt (e.t.v.
bygg ), einkum ef líka er notað gróffóður með hraðgerjanlegu tréni (þ.e. snemmslegið).
Þessi áhrif af gerjunarhraða sterkju á fitusýruhlutföll hafa verið staðfest í annarri tilraun
(Jóhannes Sveinbjömsson o.fL óbirtar niðurstöður). Jafnframt kom þar fram að aukið fram-
boð köfnunarefnis hafði jákvæð áhrif á própíonsýru- og smjörsýruhlutföll á kostnað ediks-
sýru.
Unnið er að því að birta greinar um þessar tilraunir í heild sinni og nýta niðurstöðumar í
þróun norræna hermilíkansins KAROLINE. í stað þess að nota fasta stuðla fyrir fitusýmhlut-
föll, vegna gerjunar gróffóðurs annars vegar og kjarnfóðurs hins vegar, er ætlunin að þróa
reikniaðferðir sem áætla fitusýruhlutföllin út frá hraða geijunar í heild sinni.
HEIMILDIR
Björn Þorsteinsson, Bjami Guðmundsson & Ríkharð Brynjólfsson 1996. Efnamagn og gerjunarhæfni túngrasa.
í: Rádunautafundur 1996, 124-134.
Bragi L. Ólafsson 1997. Gerjun nokkurra grastegunda í vömb jórturdýra. Í: Ráöunautafundur 1997, 234-241.
Bragi L. Ólafsson & Páll Eydal Reynisson 1998. Þættir sem hafa áhrif á niðurbrot próteins í gróffóðri í vömb
jórturdýra. Í: Ráóunautafundur 1998, 161-170.
Bragi L. Ólafsson & Jóhannes Sveinbjömsson 1999. Þróun á nýju fóðurmatskerfi fýrir jórturdýr. í: Ráðunauta-
fundur 1999: 218-222.
Bragi L.Ólafsson, Jóhannes Sveinbjömsson & Emma Eyþórsdóttir. Efnainnihald i mjólk. í: Ráðunautafundur
2000, (i þessu riti).
Bragi L. Ólafsson o.fl. 2000. Próteingildi rúlluheys. í: Ráðunautafundur 2000, (í þessu riti).
Czerkawski 1986. An introduction to rumen studies. Pergamon Press Ltd, England, 236 s.
Cosgrove, G.P., Betteridge, K., Thomas, V.J., Corson, D.C. 1998. A sampling strategy for estimating dairy past-
ure quality. Proceedings of the New Zealand Society for Animal Production 58: 25-28.
De Boever, J.L., Cottyn, B.G., De Brabander, D.L., Vanacker, J.M., Boucqué, Ch.V. 1996. Prediction of the
feeding value of grass silages by chemical parameters, in vitro digestibility and near-infrared reflectance spectro-
scopy. Animal Feed Science and Technology 60: 103-115.
De Boever, J.L., Cottyn, B.G., De Brabander, D.L., Vanacker, J.M., Boucqué, Ch.V. 1997. Prediction of the
feeding value of maize silages by chemical parameters, in vitro digestibility and NIRS. Animal FeedScience and
Technology 66: 211-222.