Ráðunautafundur - 15.02.2000, Qupperneq 170
162
jákvæð tengsl við magneiginleika (mjólkurmagn, próteinmagn). Einnig hefur A-samsætan í
p-LG sætinu verið tengd auknu mjólkurmagni í allmörgum rannsóknum (Lin o.fl. 1992, Ng-
Kwai-Hang 1997). Þó tekist hafi að sýna fram á þessi tengsl með tölfræðílegum aðferðum eru
magnáhrifin sjaldnast veruleg í samanburði við umhverfisáhrif sem yfírleitt valda mun meiri
breytileika.
2. tafla. Tíðni erfðavísa sem stýra próteingerðum í mjólk í nokkrum kúakynjum.
íslenskar kýr Danskar Jersey Finnskar Ayshire NRF Þýskar Simmental Þýskar Geibvieh Holstein
asl-kasein
B 0,67 0,78 1,00 0,90 0,87 0,98 0,93-0,97
C 0,33 0,22 - 0,10 0,13 0,02 0,03-0,07
P-kasein
A1 0,33 0,04 0,50 0,51 0,21 0,26 0,36-0.62
A2 0,67 0,67 0,50 0,49 0,69 0,66 0,35-0.63
A3 - 0,01 - - 0,01 0,01 0,004-0,016
B - 0,28 - - 0,08 0,01 0,001-0,025
C - - 0,01 0,06 -
K-kasein
A 0,24 0,44 0,74 0.84 0,69 0,49 0,68-0.80
B 0,76 0,56 0,14 0,09 0,29 0,51 0,20-0,32
C - - 0,02 - -
E - -0,12 0,07 - - -
P-LG
A 0,21 0,34 0,48 0.25 0,46 0,37 0,23-0.53
B 0,79 0,65 0,52 0,75 0,52 0,63 0,47-0.77
D 0,01 " - 0,02 - -
Mest athygli hefur beinst að jákvæðum tengslum B gerðar K-kaseins við próteininnihald
og próteinmagn í mjólk en þessi erfðavísir hefur einnig jákvæð áhrif á ostahleypingu og
nýtingu mjólkur til ostagerðar (Lin o.fl. 1992, Ng-Kwai-Hang 1997, Ikonen o.fl. 1999). Þessi
áhrif virðast nokkuð afgerandi og samhljóða milli landa og kúakynja. Áhrifin koma fram sem
hærra kaseinmagn í mjólkinni, sem hefur jafnframt í fór með sér að meiri fita bindst í ostinn
(Horne o.fl. 1997). B-samsætan í þ-LG sætinu hefur verið tengd hærri fituprósentu í mjólk og
jafnframt hefur komið ffarn munur á hlutfalli laktoglobulins í mjólk milli A og B gerða. A
samsætan virðist ffamleiða meira laktoglobulin en B samsætan og þannig verður hærra hlut-
fall af kaseini í mjólk sem iimiheldur þ-LG af B gerð, en hlutfallslega minna af mysu-
próteinum (Ng-Kwai-Hang 1997). Af þessum sökum er mjólk með B gerð af þ-LG talin geta
skilað betri nýtingu í ostagerð. Þar við bætist einnig að sýnt hefur verið fram á verulegan mun
á p-LG gerðum í mjólk við vinnslu á mjólkurduffi á Nýja Sjálandi (Hill et al 1997). í
Finnlandi hafa rannsóknir beinst að tíðni mjólkur sem ekki er hægt að hleypa og breytileika í
eiginleikum mjólkur við hleypingu og virðast þar vera erfðaáhrif sem tengjast K-kasein
sætinu, hugsanlega vegna óhagstæðra áhrifa K-kaseins E. Tíðni þessa galla er 8-10% í
finnskum Ayshire kúm og erfðabreytileiki töluverður (Ikonen o.fl. 1997, Ikonen o.fl. 1999b).
í niðurstöðum rannsókna sem beinast að áhrifum heildararfgerða hafa komið fram
jákvæð áhrif á mjólkurmagn og próteinmagn þar sem arfgerð A2 í þ-kasein sætinu og arfgerð
B í K-kasein sætinu fara saman. Þessi arfgerð virðist hins vegar vera sjaldgæf og tíðni hennar
er mjög lág bæði í Holstein og Ayshire kúm (Ojala o.fl. 1999, Ikonen o.fl. 1999a). Önnur
áhrif eru minna afgerandi, nema að niðurstöðumar staðfesta áhrif laktoglobulins B til
hækkunar á fituprósentu (Bovenhuis o.fl. 1992, Ojala o.fl. 1999, Freyer o.fl. 1999).