Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 171
163
Ekki er ljóst hvor umrædd tengsl próteingerða við efnainnihald og magn eru bein áhrif
erfðavísa sem stýra myndun mjólkurpróteina eða áhrif erfðavísa sem eru nátengdir mjólkur-
próteinagenum. I sumum rannsóknum hafa komið fram mismunandi áhrif sama sætis milli
kúakynja eða milli fjölskyldna, sem bendir til þess að áhrifin séu af völdum tengdra erfðavísa
fremur en bein áhrif.
Til viðbótar þessu hafa komið fram vísbendingar um næringarfræðileg áhrif próteingerða
í (3-kasein sætinu sem tengjast nýgengi insulinháðrar sykursýki í bömum og er tilgátan sú að
A2 próteinið sé æskilegra en A1 í fæðu ungbama (Inga Þórsdóttir og Ólafúr Reykdal 1997).
Þessi kenning byggist á rannsóknum á músum sem em erfðafræðilega næmar fyrir sykursýki,
þar sem kom fram greinilegur munur á sjúkdómstíðni eftir gerðum þ-kaseins. Orsakir þessa
muns em hugsanlega tengdar ákveðnu peptíði (Betacasomorphin-7), sem myndast við niður-
brot á þ-kasein A1 en ekki A2 (Elliot o.fl. 1997 og 1999). Samtals em A1 og A2 með um 90
% tíðni í þessu sæti í flestum vestrænum kúakynjum (Jersey undanskilið), en hlutföll á milli
þeirra eru nokkuð misjöfn. A2 erfðavísirinn mældist með töluvert hærri tíðni en A1 í ís-
lenskum kúm í norræna verkefninu um skyldleika kúakynja (Lien o.fl. 1999), en nýlegar
mælingar á mjólk benda til þess að munur á hlutföllum í mjólk sé nokkm minni en þar kom
fram.
ÚRVAL FYRIR ÁKVEÐNUM MJÓLKURPRÓTEINGERÐUM?
Úrval fyrir próteingerðum í mjólk er yfirleitt ekki hluti af kynbótastarfi í nautgriparækt enn
sem komið er. Þó em dæmi um að ræktunarsambönd gefi upp arfgerð fyrir K-kaseini fyrir
kynbótanaut og er þar helst um að ræða kúakyn þar sem mjólkin fer að miklu leyti til osta-
gerðar (t. d. Jersey í Danmörku). Pedersen (1991) reiknaði út hagkvæmni þess að velja fyrir
K-kaseini B í mjólk, miðað við danskar aðstæður, og komst að þeirri niðurstöðu að verð á k-
kasein BB-mjólk til bænda þyrfti að vera minnst 1% hærra en á AA mjólk til þess að úrvalið
væri hagkvæmt. Nýsjálendingar hafa velt fyrir sér hagkvæmni úrvals fyrir B-LG B við fram-
leiðslu á vinnslumjólk og telja slíkt geta verið hagkvæmt þar sem marktæk áhrif koma fram
bæði í betri nýtingu til ostagerðar og hagkvæmari framleiðslu mjólkurdufts, sem geti skilað
sér í hærra verði fyrir B-LG BB mjólk til bænda (Rendel og Harris 1997, Harris 1997). Einnig
hafa menn velt fyrir sér að verðleggja mjólk eftir kasein-magni í stað próteinmagns. í fram-
haldi af þessu eru uppi hugmyndir um þróun á erfðabreyttum kúm sem framleiði hærra hlut-
fall af kaseini í mjólk (heimasíða AgResearch áNýja Sjálandi: <vAvw.agresearch.cri>).
Aðstæður hér á landi eru mjög ólíkar því sem gerist á Nýja Sjálandi þar sem mjólk er að
mestu leyti framleidd til iðnaðar og útflumings hugmyndir um sérhæfða mjólk til sérhæfðrar
vinnslu geta verið raunhæfar. Hér er lítill markaður sem þarf að uppfylla þarfir fyrir allar
tegundir af mjólkurvörum, ásamt neyslumjólk, og svigrúm til sérhæfmgar lítið og því virðist
ffemur ólíklegt að forsendur séu fyrir mismun á verði mjólkur eftir próteingerðum í nánustu
ffamtíð.
ERFÐAÁHRIF Á FITUSAMSETNINGU
Samsetning mjólkurfitu er ákvörðuð með allt öðrum hætti í efnaskiptaferli skepnunnar en
samsetning próteins, þar sem geijun fóðurs í vömb hefur afgerandi áhrif á fitusamsetninguna.
Þeim möguleika hefur verið hreyft að æskilegt gæti verið að auka hlutfall ómettaðra fitusýra í
mjólkurfitu með tilliti til umræðu um hollustu mjólkurafurða. Hingað til hefur verið talið að
ekki sé verulegs árangurs að vænta af ræktunarstarfi í þá veru að breyta samsetningu mjólkur-
fitu (Gibson 1991) og óvíst að það væri hagkvæmt, þar sem hærra hlutfall af ómettuðum fitu-
sýrum veldur lakara geymsluþoli og aukinni hættu á þránun. Á Nýja Sjálandi eru þó rann-