Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 173
165
myndunar á annars vegar mjólkursykri og hins vegar mjólkurpróteini. Styrkur mjólkursykurs
í mjólkinni er mjög stöðugur, enda gegnir mjólkursykurinn því hlutverki að viðhalda
„osmótískum þrýstingi" í mjólkinni. Hann stjómar því í raun mjólkurmagninu. Framleiðsla
mjólkurpróteins stjómast hins vegar af framboði amínósýra til júgursins sem m.a. ræðst af
fyrrgreindri samkeppni um hráefni. Lífeðlisfræðilegir ferlar í skepnunni stjóma því hvert hrá-
efnunum er beint hverju sinni, og þar með hver nyt og samsetning mjólkur verður. Hormón á
borð við vaxtarhormón og insúlín gegna þar lykilhlutverkum (Bauman og Mackle 1997,
Forbes og France 1993).
Nýting júgursins á amínósýrum fer fram í tveimur þrepum: (1) upptöku úr blóði og (2)
efnaskiptum í kirtilfrumvmum. Upptaka amínósýra er háð styrk þeirra í slagæðablóði og blóð-
streymi til júgursins og síðan flutningi inn í kirtilfrumurnar. Júgrað virðist hafa eiginleika til
að bregðast við breytingum á þessum þáttum. Þannig örva efnaskipti júgurfrumanna blóð-
streymi til júgursins og minni styrk amínósýra í blóði er mætt með öflugri flutningi inn í
ffumurnar (Bauman og Mackle 1997).
Vaxtarhormón eykur mjólkurffamleiðslu og einnig myndun mjólkurpróteins. Þetta krefst
samhæfmgar allra vefja líkamans. Á sama tíma og upptaka og nýting á amínósýrum og
myndun próteins eykst í júgrinu þá minnkar umsetning og oxun þeirra í öðrum vefjum, t.d. í
lifiir. Nýlegar rannsóknir við Comell Háskólann í Bandaríkjunum (Griinari o.fl. 1997, Mackle
o.fl. 1999) hafa leitt í ljós mikilvægt hlutverk insúlíns í stjómun á myndun mjólkurpróteins.
Með stöðugri inndælingu á insúlíni í æð var hægt að auka framleiðslu á mjólkurpróteini til
muna ef þrúgusykur og amínósýrur vom til staðar í nægilegu magni. Insúlín kemur líka við
sögu í orkuumsetningu kýrinnar, einkum efnaskiptum og nýmyndun þrúgusykurs. Líklegt er
talið að bæði vaxtarhormón og insúlín virki að einhveiju levti í samspili við IGF hormóna-
kerfið. Staðreyndin er sú að kirtilffumur júgursins geta oft ffamleitt meira prótein en þær gera
og það er lykilatriði að finna hvaða fóðursamsetning stuðlar að hámarks framleiðslu á
mjólkurpróteini hveiju sinni.
Amínósýmr til mjólkurpróteinmyndunar og annarra þarfa koma annars vegar beint úr
fóðurpróteini og hins vegar úr örvempróteini sem myndast í vömbinni. Báðir þessir flokkar
próteina eru sogaðir upp frá smáþörmum. Þrátt fyrir það sem áður var sagt um samspil við
orkugefandi efni er alveg ljóst að framboð og samsetning amínósýra frá örveru- og fóður-
próteini skiptir miklu máli varðandi mjólkurpróteinmyndun. Júgrið er í samkeppni við aðra
hluta líkamans um amínósýrurnar, þó svo að í hámjólka kúm sé júgrið langstærsti
amínósýruneytandinn.
Aukið ffamboð amínósýra til júgursins eykur mjólkurafköstin en ekki endilega prótein-
prósentuna. Þegar júgrið hefur náð hámarks afkastagetu eða ef framleiðslan er takmörkuð
vegna skorts á einstökum amínósýrum getur ekki meira mjólkurprótein myndast. Umfram
magn af öðrum amínósýrum getur þá notast til mjólkursykurmyndunar, sem veldur auknu
mjólkurmagni, en „þynnir1' próteinið. Sé lítið af „auka“-amínósýrum sem ekki notast til
mjólkursykurmyndunar ætti það að leiða til hærra próteinhlutfalls í mjólkinni. Þetta þýðir að
innbyrðis hlutföll milli amínósýra í því próteini sem tekið er upp frá meltingarvegi (fóður-
prótein + örveruprótein) þurfa að vera sem líkust innbyrðis hlutföllum amínósýra í mjólkinni.
Töluverðar rannsóknir hafa verið gerðar til að finna hvaða amínósýrur séu takmarkandi fyrir
próteinmyndun, en niðurstöður hafa verið misvísandi og farið eftir fóðrunaraðstæðum hveiju
sinni (Bauman og Mackle 1997).
Aukin nyt lækkar oft próteinprósentuna. Þama er um að ræða þynningaráhrif þar sem
aukning á mjólkurpróteini er ekki jafn mikil og aukning á mjólkursykri sem stjórnar mjólkur-
magninu. Að einhverju leyti getur það verið vegna svona þynningaráhrifa sem próteininnihald