Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 174
166
er að jafnaði lægst í 5.-10. viku mjaltaskeiðs. Próteininnihald í mjólk einstakra kúa eykst yfír-
leitt með aldri þar til á þriðja mjaltaskeiði, þar sem afkastageta júgursins við myndun
mjólkurpróteins eykst.
MYNDUN MJÓLKURFITU - ÁHRIF FÓÐRUNAR
Af þeim efnum sem meltingin gefiir af sér eru edikssýra og smjörsýra mikilvægustu hráefnin
til framleiðslu mjólkurfitu. Þær notast til myndunar á smttum fimsýrum (4 til 16 kolefnis-
atóm). Það gerist á þann hátt að 2ja kolefnisatóma fitusýmbútum er bætt við lengri fitusým-
keðjur. Edikssýran (2 kolefnisatóm) fer beint inn í þetta ferli en smjörsýran (4 kolefnisatóm)
klofnar í sundur áður. Própíonsýran, sem er 3 kolefnisatóm, er eðlilega alls ekki heppileg
byggingareining fyrir þetta ferli, enda nýtist hún ekki þannig. Hluti mjólkurfitunnar myndast
svo úr blóðfitu, sem að hluta til á rætur sínar að rekja til forðafitu líkamans. Mjólkurfitan er
það mjólkurefnanna þriggja sem sýnir mestan breytileika. Framleiðsla hennar er háð jafnvægi
milli nýmyndunar og niðurbrots á fim í líkamanum i heild. Þeir ferlar em undir hormóna-
stjórn. Mikið framboð af própíonsým, glúkósa og amínósýmm hvetur til fimsöfiiunar í forða-
vef og minnkar framboð af hráefnum til framleiðslu mjólkurfitu. Orkuskort, sem m.a. lýsir sér
í litlu framboði fitusýra frá vömb til mjólkurfituframleiðslu, má að hluta bæta upp með því að
brjóta niður líkamsfitu, einkum í upphafi mjaltaskeiðs. Sé um mikla undirfóðrun að ræða
gengur þetta þó ekki til lengdar. Á ijórða til sjötta mánuði mjaltaskeiðs er algengt að mjólkur-
fituprósenta lækki hjá þeim kúm sem em orðnar mjög magrar.
Fita í fóðri hefur að jafnaði ekki áhrif á mjólkurfituhlutfall, en þó geta vissar fjöl-
ómettaðar fitusýmr dregið úr trénisniðurbroti í vömb og þar með mjólkurfituffamleiðslu.
Hröð gerjun í vömb hefúr í fór með sér lækkaða mjólkurfituprósentu vegna þess að
própíonsýruframleiðsla í vömb eykst á kosmað ediks- og smjörsým. Á hinn bóginn getur
þetta aukið mjólkurpróteinframleiðslu eða a.m.k. hækkað hlutfallið mjólkurprótein/mjólkur-
fita. Meiri líkur eru á þessu eftir því sem:
• gróffóðurhlutfallið er lægra,
• gróffóðrið er auðmeltara (háð sláttutíma, grastegundum o.fl.),
• kjarnfóðrið er auðmeltara (háð gerð sterkju, möiun, sykruinnihaldi o.fl.).
RÚLLUVÆÐINGIN
Ef borið er saman vel verkað þurrhey og vothey/votverkað rúlluhey (þ.e. lítið forþurrkað) em
nokkur atriði sem skilja á milli: Votheysverkun hefur í fór með sér að stór hluti auðleysan-
legra kolvetna plöntunnar tapast við öndun eða gerjast yfir í fitusýrur. Sömuleiðis hafa prótein
plöntunnar brotnað niður að nokkru leyti. í þurrheyi, sérstaklega súgþurrkuðu, er meira eftir
af auðleysanlegum kolvetnum plöntunnar og próteinið minna niðurbrotið. Gerjunarmunstur í
vömb getur því verið mismunandi eftir verkunaraðferðum (5. mynd). Við votheysfóðrun
myndast ammóníaktoppur snemma án samsvarandi topps af kolvetnum. Þegar síðan kemur að
gerjun trénis er líklegt að lítið sé eftir af köfnunarefnissamböndum. Afleiðingamar af þessari
vöntun á samstillingu er minni vöxtur og myndun örverupróteins í vömbinni. Á vel verkuðu
þurrheyi er gerjun í vömb samstilltari. Rúlluhey er þó mjög breytilegt. Með vaxandi þurr-
efnisinnihaldi líkist rúlluheyið þurrheyinu meira hvað varðar gerjunarferla í vömb, eins og
íjallað er um í öðru erindi hér á fundinum (Bragi L. Olafsson o.fl. 2000).