Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 187
179
RfiÐUNAUTAFJNDUR 2000
Samanburður á alíslenskum, Angusxíslenskum og Limósínxíslenskum
nautgripum. I - Át, vöxtur og fóðurnýting
Þóroddur Sveinsson
Rarmsóknastofmm landbúnadarins, Möðruvöllum
Og
Laufey Bjarnadóttir
Landbúnaöarháskólamim á Hvanneyri
INNGÁNGUR
Árið 1991 báðu landbúnaðarráðuneytið og stjóm Búnaðarfélags íslands (BÍ) nautgriparæktar-
nefnd BÍ um umsögn um „þörf fyrir og hugsanlegan ábata fyrir íslenska nautgriparækt af inn-
flutningi á fósturvísum til kynbóta“. Nefndin taldi eðlilegt að fjalla annars vegar um inn-
flutning á nýjum holdanautakynjum til notkimar við ffamleiðslu einblendingsgripa og bins
vegar á innflutningi á nautgripakynjum til blöndunar við íslenska mjólkurkúakynið. í ítarlegri
greinargerð (án höfunda 1991) rökstyður nautgriparæktamefndin tillögur sínar um innflutning
á fósturvísum af nýjum holdanautakynjum. Nefndin gerir ráð fýrir að uppistaða nautakjöts-
framleiðslunnar muni, eins og verið hefur, byggjast á kálfum úr mjólkurkúaframleiðslunni.
Svigrúm til einblendingsræktunar í islenska kúastofninum með holdakynjum er [var] hins
vegar mikið vegna góðrar endingar íslensku kúnna, eins og segir í greinargerðinni. Mark-
miðið með blendingsræktuninni er að fá gripi með betri og hagkvæmari kjötframleiðslueigin-
leika. Nefndin rökstyður einnig, með vísan í erlendar tilraimir, að afrakstur í einblendingsrækt
til nautakjötframleiðslu megi líklega bæta vemlega betur með nýjum kynjum en ætla má að
„núverandi Galloway gripir hér á landi geri“. Nefndin lagði síðan til að fluttir yrðu inn fóstur-
vísar af tveimur kynjum; Angus og Limósín. í ágúst 1991 sækir BI um innflutningsleyfi til
landbúnaðarráðuneytisins og í júlí 1994 era fyrstu fósturvísamir fluttir ffá Danmörku í ein-
angrunarstöðina í Hrísey.
Um tveimur áram seinna hófst undirbúmngur á umfangsmiklu rannsóknaverkefni með
það að markmiði að meta hlutlægt áhrif þessara nýju blendinga á át, vöxt, fóðumýtingu, kjöt-
nýtingu, kjötgæði og hagkvæmni í samanburði við alíslenska gripi. Sjálf tilraunin hófst á
Möðravöllum í Hörgárdal í júnílok 1997 og lauk með slátran síðasta gripsins 14. október
1999. Flestar niðurstöður verkefnisins og ályktanir byggðar á þeim miðað við núverandi stöðu
í nautgriparæktinni hér á landi liggja nú fyrir og verða kynntar í þessu riti.
Þetta verkefni var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Rannsóknasjóði íslands.
ANGUS OG LIMÓSÍN
Eins og áður er getið komu fósturvísarnir frá ræktunarstöðvum í Danmörku. Angus hefur
verið þar lengi í ræktun, en Limósín kemur ekki til Danmerkur fyrr en upp úr 1970 og fékk þá
strax talsverða útbreiðslu þar í landi. í báðum kynjum era starfandi mörg ræktunarsambönd
um allan heim með sínum sérstöku ræktunarstefnum og þess vegna era til mörg afbrigði af
þessum kynjum, sérstaklega í Angusnum.