Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 190
182
séð til þess að kálfamir hefðu alltaf næg hey og leifðu a.m.k. 10-15% af því sem þeim var
gefíð. Kjamfóður var vigtað og mjólkin mæld í hvem kálf alla daga þar sem við átti. Á mjólk-
urskeiðinu var hey og kjarnfóður vigtað fyrir hveija stíu og át deilt jafnt niður á hausa. í lok
hvers raðbils voru kálfamir vigtaðir á stórgripavog og brjóstmálsmældir. Heysýni var tekið
alla vigtunardaga og safnað í eitt samsýni til efnagreininga fyrir hvert raðbil, með fáum
undantekningum þar sem fleirum raðbilum var slegið saman. Kjarnfóðursýni til efnagreininga
voru tekin úr hverri sendingu.
Tö I'frœð ilegt uppgjör
Við útreikninga á gagnasafninu var beitt ólínulegri aðhvarfsgreiningu (non-linear regression
analysis) til þess að skoða vaxtar- og neysluferla, og fervikagreiningu (ANOVA), til þess að
skoða frávik meðaltala milli kynja, stofna og sláturflokka innan fóðurskeiða. Aðhvarfs-
greiningin byggir á meðaltölum eða summum fyrir hvert raðbil (14 daga) hvers kálfs í til-
rauninni. Að baki hverju meðaltali eru oftast 8 mælingar á heyáti og 14 á mjólkurneyslu og
kjamfóðuráti (fyrir utan mjólkurskeiðið). Aðhvarfslínumar em felldar að veldisvísajöfnum
sem fundnar em með FITCURVE skipun í tölffæðiforritinu GENSTAT (1993). Fervika-
greiningamar byggja hins vegar á einni summu eða einu meðaltali fyrir hvern kálf og hvert
fóðurskeið til þess að skoða áhrif kyns (2), stofna (3), og sláturflokka (3) á áhugaverðar
breytur sem ijallað verður um og lýst í niðurstöðukaflanum hér á eftir. Líkönin sem notuð
voru í fervikagreiningunum hafa því 35 (36-1) frítölur fyrir hvert fóðurskeið og innihalda öll
möguleg samspil.
Fóóriö
Heyin voru að langmestu leyti fyrsti sláttur af Möðmvallaengjunum frá sumranum 1997 og
1998, súgþurrkuð, og vélbundin í litla bagga. Á þessum engjum er snarrótin allsráðandi, með
um 80-95% þekjuhlutdeild. Hver kálfur fékk að jafnaði 299 1 af ferskmjólk (fyrir utan brodd)
á fyrstu 88 dögunum og kom hún ffá Möðmvallakúnum. Kjamfóðrið sem kálfarnir fengu var
Alhliða kjarnfóðurblanda frá KEA. Að auki var séð til þess að kálfarnir hefðu aðgang að salt-
steinum.
NIÐURSTÖÐUR
Heilsufar gripanna ogframvinda
Eins og við er að búast þegar kálfar em settir í nýtt umhverfi koma yfirleitt upp skituvanda-
mál og var engin undantekning á því hér. Alls voru 15 kálfar meðhöndlaðir sérstaklega, þar af
var einn með blóðskitu (nr 711). Þeim var gefið Diætan út í mjólk í 3-5 daga. Allir kálfar
nema nr 712 fengu ormalyfið Panacur til að fyrirbyggja mögulegt smit með vanþrifum sem
því fylgir. Þá fékk kvíga nr 515 selen, E vítamín og Fecuvit 2 til hressingar og vegna
stöðvunar í vexti. Kvíga nr 514 var með óeðlilegan vöxt í klaufum og slæm í kjúkum og fékk
E vítamín og selen.
Þar sem Limósín kynið er hymt var eðlilegt að búast við því að blendingskálfarnir yrðu
hyrndir. Þegar vart var við homvöxt á kálfúnum var kallaður til dýralæknir og homin brennd
af. Þetta þurfti að gera við öll Limósín nautin og eina Limósín kvígu (nr 715). Ekki urðu nein
vanþrif af þeim völdum og gekk allt vel.
Stöku sinnum kom fyrir að nautin næðu að losa sig og fara í skemmtiferð til kvíganna.
Naut nr 505 slasaðist á fæti af þessum sökum og var sprautaður með bólgueyðandi, verkja-
stillandi og pencillíni. Til að fyrirbyggja ótímabæra þungun voru kvígumar sprautaðar með
fóstureyðingarlyfi í kjölfarið.