Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 192
184
Vigtanir og brjóslinálsmœlingar
Kálfamir voru vigtaðir og brjóstmálsmældir 3; tafla' Meðalfeðingarþungi kálfa sem fóru f
. . . .. tilraumna og voru vigtaðir.
þegar þeir komu í tilraunina á Möðruvöllum og
síðan annan hvern þriðjudag, nema þegar þeir Fæðingar- Meðal-
féllu á frídaga þá var þeim hliðrað. Kálfamir Faðir Fjöldi þungi, kg frávik
voru vigtaðir daginn sem þeim var ekið í slátur- Islenskur 9 32 5,6
hús, einnig var gerð fitumæling með ómsjá yfir Angus 8 40 3,8
hryggvöðva, en ekki verður gerð grein fyrir Limósín 8 44 6,0
niðurstöðum þeirra mælinga hér. Af 36 kálfúm Alls/meðaltal 25 39 7,2
voru 25 þeirra vigtaðir við fæðingu (3. tafla).
Þyngstu kálfarnir voru tveir Limósín nautkálfar sem vógu 52-53 kg við fæðingu. Sam-
kvæmt þessum mælingum eru Angus og Limósín kálfamir talsvert þyngri (25-38%) en ís-
lensku kálfamir við fæðingu, sérstaklega Limósín blendingarnir. Upplýsingar um nákvæman
meðgöngutíma kálfanna vom ekki skráðar sérstaklega, en bændur vom sammála um að með-
ganga kúnna sem sæddar vom með holdakynjunum hafi verið 7-14 dögum lengri en þeir áttu
að venjast. Sérstaklega var áberandi hvað Limósín kálfamir létu bíða eftir sér. Burðarerftð-
leikar vom skráðir hjá kúm sem bám blendingum og var ekki teljandi munur á milli holda-
kynjanna og erfitt er að draga ályktanir í svona litlu úrtaki. í 70% tilvika gekk burður Limósín
kálfanna vel eða mjög vel, en samsvarandi hlutfall hjá Angus kálfunum var 85%. í öðmm til-
vikum þurftu kýmar einhverja aðstoð. Einn kálfur af hvoru holdakyni dó við burð eða fæddist
andvana. Þá voru skráð 3 doðatilvik (21%) hjá kúm sem bám Limósín kálfum, en varasamt er
að draga nokkrar ályktanir af því þar sem úrtakið er langt frá nægjanlega stórt til þess.
Nokkuð hefur borið á því að þeir fáu bændur sem sætt hafa með Limósín, kvarti undan
burðarerfiðleikum og að kálfarnir séu áberandi daufir ffaman af. Verður að segjast að þetta
komi nokkuð á óvart vegna þess að Limósín er talið það meginlandskjötkyn sem veldur
minnstu burðarerfiðleikum í einblendingsræktun með mjólkurkúakyni, auk þess sem litlir
burðarerfiðleikar einkenna íslenska kúakynið. í skýrslu (án höfúnda 1997) til yfirdýralæknis
frá 1997 var gerð grein fyrir niðurstöðum athugana á burðarerfiðleikum hjá 74 íslenskum kúm
sem gengu með blendingskálfa af Angus kyni, 77 íslenskum kúm sem gengu með blendings-
kálfa af Limósín kyni í samanburði við 166 kýr sem gengu með íslenska kálfa. Niðurstöður
skýrslunnar eru mjög í samræmi við þær niðurstöður sem hér eru kynntar, en einnig kemur
fram í skýrslunni að lifendahlutfall blendingskálfanna er jafnhátt eða hærra en í íslensku kálf-
unum, sérstaklega Limósín kálfanna, þrátt fyrir að þeir hafi verið áberandi daufastir í að
standa upp og byrja að drekka eftir fæðingu.
Á 2. mynd er sýndur vöxtur kálfanna í tilrauninni eftir kynjum og stofnum sem fall af
aldri. Þar er vert að benda á þrjú atriði. í fyrsta lagi að við tveggja ára aldur er þyngdarmunur
á milli blendinganna og alíslensku kálfanna orðinn um 100 kg hjá báðum kynjum. Þetta er um
20% munur. í öðru lagi að þyngdarmunur á milli kynja innan sömu stofna er ffá 60 til tæplega
100 kg við tveggja ára aldur, minnstur í íslenska stofninum og mestur í Limósín blending-
unum. Og í þriðja lagi að blendingskvígumar þyngjast svipað eða heldur meira en íslensku
nautin.
Til þess að skoða betur þróun vaxtar á æviskeiðinu er oft reiknaður svokallaður meðal-
vaxtarhraði (average daily gairi), sem er munur á upphafsþunga (hér fæðingaþunga) og þunga
við ákveðinn aldur sem deilt er á dagaijöldann (vöxtur g/dag). Raunverulegur vöxtur eða
jaðarvaxtarhraði (absolute growth rate) gefur hins vegar hagnýtari upplýsingar til þess, t.d. að
ákvarða kjörsláturstærð. Jaðarvaxtarhraði er reiknaður þannig;
Jaðarvaxtarhraði, g/dag = ((lífþungi2 - lífþungi,) / (aldur2 - aldur-,)) x 1000