Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 202
194
Nautsfaðir Naut Vöxtur Át Aldur Kvígur (eða uxar) Vöxtur Át Aldur
Islenskur 100 100 100 86 148 122
Galloway 106 88 93 - - -
Angus 116 82 85 100 96 98
Limósín 116 78 84 101 92 95
UMRÆÐUR
Þessi tilraun er sú þriðja í röðinni á Möðruvöllum sem byggir á áþekku tilraunaskipulagi og
ferli. Fyrsta tilraunin var samanburður á íslenskum nautum og Galloway blendingsnautum
(Gunnar Ríkharðsson o.fl. 1996). Önnur tilraunin skoðaði mismunandi uxaeldi (Sigríður
Bjamadóttir 1997) og sú þriðja er tilraunin sem hér er kynnt. Það er því freistandi og í raun
eðlilegt að bera saman niðurstöður úr þessum tilraunum. I Galloway tilrauninni var fóður-
styrkurinn talsvert meiri en í hinum tilraununum og vaxtarhraðinn er af þeim sökum meiri
þar. Þegar borin er saman uxatilraunin og þessi tilraun bendir allt til þess að vöxtur og fóður-
nýting íslenskra uxa og íslenskra kvíga sé mjög svipaður, enda í góðu samræmi við erlendar
niðurstöður. Með hlutfallstölum er þess vegna hægt að draga saman niðurstöður þessara
þriggja tilrauna í eina töflu, sem ætti að gefa glögga mynd af vexti, fóðurþörfum og fóður-
nýtingu flestra flokka ungneyta hér á landi. Þannig samanburður er sýndur í 9. töflu. Hún
sýnir að nýju kjötkynin hafa talsverða yfirburði fram yfir Galloway kynið hvað varðar vöxt
Og fóðumýtingu Og að ekki 9 tafla. Samanburður á einblendingum og íslenskum nautgripum
sé talað um íslenska miðað við sama fallþunga (200 kg). ísiensk naut = 100. Byggt á niður-
stofriirin þcBr vssntiri^sr stöðum úr tilrsunuin á Möðruvöllum.
sem gerðar voru í upphafi til
þessara nýju holdakynja, og
lýst er í greinargerð Naut-
griparæktarnefndar BI (án
höfundar 1991), hafa að
þessu leyti ræst fullkom-
lega.
Eins og kemur fram í töflunni er vöxtur og fóðumýting íslenskra uxa og kvíga einnig
mjög slök miðað við aðra flokka. Ef framlegðarútreikningarnir fyrir íslensku kvígumar í 7.
töflu eru heimfærðir á íslenska uxa er ljóst að þeir skila auðveldlega neikvæðri framlegð og
getur vart talist fýsilegur kostur, sama hvað heyin kosta lítið. Hins vegar ætti eldi blendings-
uxa og blendingskvíga að gefa mjög sambærilega eða heldur meiri framlegð en ísiensk naut
gefa (7. tafla og 8. mynd). Af þessu ætti að vera ljóst að þeir sem ætla að standa í einhverju
nautakjötseldi með mjólkurframleiðslunni eiga að kappkosta að sæða sem mest með holda-
kynjum.
Leiðbeiningar um daglegar orkuþarfir nautgripa byggja á erlendum töflugildum (Gunnar
Guðmundsson 1997) og þar er m.a. gert ráð fyrir að fóðumýting kvíga og nauta til vaxtar sé
nánast sú sama. Þessi tilraun sýnir að svo er ekki og á það bæði við alíslensku gripina og
blendingana. Léleg fóðumýting íslensku gripanna veldur því einnig að fóðurþarfir (FE/dag)
þeirra, miðað við ákveðinn vaxtarhraða, era meiri en kemur fram í erlendum töflugildum.
I skýrslu Nautgriparæktamefndar BI frá 1991 kemur fram að svigrúm til einblendings-
ræktunar sé verulega mikið vegna góðra endingar íslensku kúnna. Hún taldi þá að hægt væri
að sæða allt að 40% kúastofnsins með holdanautum. í dag era aðstæðumar allt aðrar.
„Endurnýjun kúnna hefur á síðustu árum orðið mun örari en áður var, ekki síst sem afleiðing
frumutölubaráttunnar11 (Jón Viðar Jónmundsson 1999). Samkvæmt sömu heimild var um
fjórðungi mjólkurkúnna fargað árið 1998, sem þýðir að nýliðunarþörfm það árið hafi verið
25%. Ef þetta hlutfall væri stöðugt ætti það að gefa talsvert svigrúm til þess að sæða með
holdanautum. Hins vegar kemur einnig fram að árið 1998 hafi 82% kvígukálfa verið settir á
til mjólkurframleiðslu og er það 3% aukning frá árinu á undan (Jón Viðar Jónmundsson
1998). Ef gert er ráð fyrir að mjólkurframleiðslan (á kú) breytist ekki, kynjahlutföll séu
nokkuð jöfn og allar ásettar kvígur þessi ár komi inn í skýrsluhaldið sem mjólkurkýr ætti ný-