Ráðunautafundur - 15.02.2000, Qupperneq 204
196
RRÐUMaUTRfUNDUR 2030
Samanburður á alíslenskum, Angusxíslenskum og Limósínxfslenskum
nautgripum. II- Slátur- og kjötgæði
Óli Þór Hilmarsson
Þóroddur Sveinsson
Ásbjörn Jónsson
Elsa Dögg Gunnarsdóttir
Svava Liv Edgarsdóttir
og
Hannes Hafsteinsson
Matoœlararmsóknum Keldnaholli
INNGANGUR
Markmið þessa hluta verkefnisins var að kanna hagkvæmni Angus og Limósín blendinga í ís-
lenskri nautgripakjötsframleiðslu, hversu vel framleiðslan fellur að kröfum neytenda og kjöt-
vinnslna. Með sláturgæðum, sem snúa fyrst og ffemst að bónda og kjötvinnslu, er átt við
stærð skrokks, byggingu hans, holdfyllingu og fitustig, ásamt nýtingu, þ.e. hlutfalli kjöts, fitu
og beina og hlutfall fram- og afturparts af skrokkþunga. Hæfileg fituhula, stærð og meyrleiki
vöðva og bragðgæði eru helstu þættir kjötgæða og snúa að neytendum.
A árunum 1991 til 1996 voru framkvæmdar tilraunir á vegum Rala þar sem borin voru
saman íslensk naut og Galloway blendingar, einnig var skoðað mismunandi uxaeldi. Þessi til-
raun er óbeint framhald þeirra tilrauna þar sem tekið er tillit til svipaðra áhrifaþátta á fram-
leiðsluferlinum, þ.e. fóðurs, stofna, kynja og aldurs á kjötmagn, mevmi o.fl. Þannig er að
nokkru leyti hægt að bera niðurstöður tilraunanna saman. Slíkt auðveldar bændum að meta
eigin aðstæður til framleiðslu á nautgripakjöti hverju sinni og til að auka hagkvæmni í rekstri
og framleiðslu á gæðavöru. Einnig em þetta mikilvægar niðurstöður fyrir kjötiðnaðinn, því
þær veita upplýsingar sem auðvelda val hráefnis til úrvinnslu hina ýmsu afurða.
Tilraunin var í tveimur hlutum, fyrri hlutinn var um át, vöxt, fóðumýtingu, fóðurkostnað
og framlegð gripanna til búsins. Niðurstöður þess hluta birtast í grein Þóroddar Sveinssonar
og Laufeyjar Bjamadóttur (2000). Þessi grein skýrir niðurstöður seinni hluta verkefnisins, þ.e.
eftir slátmn, þar sem áhrif tilraunaþátta á kjötgæði em metin. Verkefnið var unnið í Sláturhúsi
og Kjötiðnaðarstöð KEA, Akureyri, Rala Akureyri og Matvælarannsóknum Keldnaholti
(Matra), Reykjavík. Á Akureyri voru það Laufey Bjamadóttir og Jónína B. Grétarsdóttir sem
sáu um mælingar, ljósmyndun og skráningu í sláturhúsi og kjötvinnslu, auk Þóroddar Sveins-
sonar. Hjá Matra, Reykjavík sá Ásbjöm Jónson um áferðarmælingar og uppgjör skynmats,
Svava Liv Edgarsdóttir og Elsa Dögg Gunnarsdóttir sáu um framkvæmd skynmats og Óli Þór
Hilmarsson um krufningar, úrvinnslu gagna og umsjón með kjötskurði hjá KEA. Baldur
Vigfusson, Efnagreiningum Keldnaholti, sá um efnagreiningar.
UPPBYGGING TILRAUNAR
Notaðir voru 36 kálfar, sem keyptir voru af bændum á Eyjafjarðasvæðinu. Voru það 12 alís-
lenskir, 12 blendingar undan íslenskum kúm og Angus nautum og 12 blendingar undan ís-
lenskum kúm og Limósín nautum. Jafnt var af nautum og kvígum innan hvers hóps.