Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 213
205
SAMANTEKT
Kvígurnar eru metnar hærra en nautin og ætti það ekki að koma á óvart þegar litið er á 4. og 5. töflu. Þær eru
mýkri. fíngerðari, meyrari, safaríkari og bragðbetri en nautin. Munur á milli stofna er ekki eins greinilegur, en þó
koma Angus blendingarnir tvímælalaust bestir út í stífnismælingum og skynmati. Þeir eru meyrastir, mýkstir
ásamt Limósín blendingunum, fíngerðastir ásamt íslensku gripunum og safaríkastir ásamt íslensku gripunum.
Munurinn á milli Limósin blendinganna og íslensku gripanna er ekki eins áberandi. íslensku gripimir eru með
rauðasta og seigasta kjötið, en skera sig að öðru leyti ekki úr. Limósín blendingskjötið sker sig einna helst úr að
vera grófara og þurrara en kjöt hinna stofnanna.
LOKAORJÐ
Samanburður kynja og stofanna þriggja sýnir með ótvíræðum hætti að mestar afurðir koma úr
Limósín nautum, þau eru þyngst, með hæsta hlutfall afturparts, bestu nýtinguna og þar af leið-
andi hæsta afurðaverðið. Angus nautin eru með lakari arðsemi sökum heldur minni vöðva og
meiri fitu, en eru hins vegar með fitusprengdari vöðva en Limósín. Angus kvígumar urðu allt
of feitar og þess vegna með afleita nýtingu og er greinilegt að önnur fóðrun hefði bætt þar
miklu um. Þær komu hins vegar best út allra gripa í öllum þáttum skynmats- og áferða-
prófana. Limósín kvígumar urðu einnig nokkuð feitar, en voru með mun meiri vöðva heldur
en Angus kvígurnar. Fyrir kjötvinnsiuna skiluðu nautin meiri verðmætum (framlegð) á hvert
kíló miðað við að kjötið seldist á sama verði út úr vinnslunni. Gæðamunur kvíga og nauta
samkvæmt áferðar- og skymnatsprófunum er hins vegar mjög áþreifanlegur og þess vegna
ætti kvígu- eða uxakjöt að geta selst á hærra verði en kjöt af nautum. Munurinn felst fyrst og
fremst í kynbundinni fitusöfnun sem yfirleitt kemur fram í kjötmatinu. Þau naut sem voru
magrari en fituflokkur 3 í EUROP kjötmati þóttu verulega seig (niðurstöður ekki sýndar). Það
er því ljóst að ekki er nóg að hafa mikia holdfyllingu eingöngu, heldur verður hæfileg fituhula
(fituflokkur 3 a.rn.k.) að fylgja.
Eins og áður hefur verið minnst á er það grundvallaratriði að tekið verði upp breytt kjöt-
matskerfi. Munur á nýtingu innan sama kjötmatsflokks í núverandi kerfi er of mikill, en sá
möguleiki verður að vera fyrir hendi að kaupendur geti með skýrum hætti valið gripi með þá
eiginleika sem þeir óska eftir. Öðruvísi er ekki hægt að verða við óskum markaðarins um
gæðakjöt. Því miður er það staðreynd að íslenskir neytendur hafa litla trú á því nautakjöti sem
í boði er hér á landi og bera því við að trygging þess að steikin sé meyr og safarík sé engin og
að það henti mun frekar í hakk og gúllas heldur en hinar dýrari steikur .
Kjötvinnslur þær sem ætla að tryggja sínum viðskiptavinum stöðugt framboð á frambæri-
legu gæðakjöti hafa farið þá leið að gera beina samninga við bændur og greiða þeim hærra
verð heldur en afurðastöðin býður. Þessir bændur eru með holdablendinga sem fóðraðir eru
sérstaklega þannig að fyrirfram ákveðin gæði nást. Öðruvísi telja kjötvinnslumar sig ekki geta
verið vissar um gæði þess nautakjöts sem í boði er. Alþekkt er að neytendur vilji greiða hátt
verð fyrir gæðavöru, en þegar það er vandkvæðum bundið að tryggja að slík vara sé almennt á
boðstólum og öllum aðgengileg þá mun aldrei nást árangur í markaðssetningu nautakjöts i
flokki dýrari vara.