Ráðunautafundur - 15.02.2000, Side 215
207
LÍFFRÆÐILEG SÉRKENNI KANÍNUNNAR
Kanínan hefur hlutfallslega stærstan maga og botnlanga sem þekkist meðal einmaga 1. tafla. Hlutfallsleg dýrategunda. stærð (%) meltingarfæra nokkra
húsdýra (1. tafla) og þar er mikið örvem- starf, ekki ósvipað því sem gerist í vömb Hestur Kýr Svín Kanína
Magi 9 71 29 34
jórturdýra.
Kanínur hafa þannig tennur að þær geta tuggið og malað mjög trénisríkt fóður. Mjógimi Botnlangi Ristiil 30 16 45 18 3 8 33 6 32 11 49 6
Villtar kanínur lifa á slíku fóðri og gefa þær -----------------------------------:-----------
sér góðan tíma til þess að tyggja og ná góðum meltanleika út úr því fóðri sem þær éta. Ef
kanínan er óróleg þegar hún er að éta gleypir hún fóðrið í sig og fintyggur það ekki. Þá hefur
fóðrið annan grófleika en henni hentar og getur það valdið meltingartruflunum og niðurgangi.
Starfsemi meltingarfæra kanína er hefðbundin að mestu leyti, en þó eru nokkur atriði sem gera
kanínuna dálítið sérstaka.
TVÍMELTING
Vegna þess hve duglegar kanínur eru að éta gróffóður mætti halda að þær nýttu tréni vel, en í
raun er það ekki svo. í fremri hluta meltingarvegar kanína er starfsemin eins og hjá öðrum ein-
maga dýrum, en helstu sérkenni í starfsemi meltingarfæra hennar liggja í tvívirkni fremsta hluta
ristilsins. Smærri og trénissnauðari fóðuragnir em hindraðar í að fara of hratt í gegn, en þeim
grófari er hleypt fyrr í gegn. Smáum trénishlutum og vökva er haldið í botnlanganum í lengri
tíma. Botnlangainnihaldi er svo þrýst út með vissu millibili. Berist það að morgni í ffemri hluta
ristilsins, seytir ristillinn frá sér himnu sem „pakkast11 utanum kúlur sem verða til vegna sam-
dráttarhreyfmga í honum. Þessar kúlur raðast upp í samtengda keðju sem kallast magakúlur eða
næturspörð. Komi botnlangainnihald í ristilinn á öðrum tímum dagsins hefjast mjög öflugar sam-
dráttarbylgjur. Fyrst til að lofttæma innihaldið, en svo til að ýta því aftur upp í botnlangann.
Mestur hluti vökvans sem inmheldur leysanleg 2. tafla. Efnasamsetnirig saur- og magakúla.
efni, svo og smáar fóðuragnir, minni en 0,1 mm, er
þvingað aftur upp í botnlangann. Fasti hlutinn,
þ.e.a.s. stærri agnir en 0,3 mm, mynda þá saur-
kúlumar sem svo er skitið. Vegna þessarar tví-
virkni, myndar ristillinn tvennskonar spörð, mjúk
(magakúlur) og hörð (saurkúlur). Kam'nan hniprar
sig saman og grípur magakúlumar sem ganga aftur
úr meltingarveginum á nóttunni, sem samhangandi
keðja og gleypir þær. Þannig fara þær aðra umferð
um meltingarveginn, ríkar af gerlapróteini og B-
vítamíni.
Þær lífsnauðsynlegu amínósýrur sem eru myndaðar við tvímeltinguna gera kanínum
kleift að lifa á fóðri sem inniheldur lélegt prótein. Gæði próteins í magakúlunum eru meiri en
í fóðurpróteininu sjálfu og magn methionín og lysin eykst umtalsvert í magakúlum og inni-
haldi botnlangans hjá venjulegum kanínum borið saman við kanínur sem ekki hafa neinar ör-
verur í meltingarv'eginum. Örvemmeltingin og tvímeltingin hefur jákvæðari áhrif eftir því
sem fóðrið inniheldur minna af lífsnauðsynlegum amínósýrum. Tvímelting hefst hjá
hvolpunum við um þriggja vikna aldur, þegar þeir fara að éta fóður meðfram mjólkur-
drykkjunni.
Magakúlur (18-37% þe.) % í þe. Saurkúlur (48-66% þe.) % í þe.
Hráprótein 28,5 9,2
Hráfita 1,1 1,7
Tréni 15,5 28,9
Önnur lífræn efni 43,7 52,0
Aska 11,2 8,2
Fosfór 2,2 1,3
Natríum 0,2 0,1
Kalí 1,8 0,6